Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 47

Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 47
förnu. Nokkur hópur kvenna hefur komið hér saman af og til í eins konar kniplklúbb. Anna sagði að hún hefði farið á þing kniplingaáhugafólks í Brugge í Belgíu fyrir nokkru, en þingið sóttu um 600 manns. Þar sagðist hún hafa tekið eftir því að mikið var um klúbba sem sýndu saman á sýningu. sem haldin var samhliða þinginu. I t'ramhaldi af því var þessi óformlegi kniplklúbbur stofnaður. Mikið er nú orðið um það úti í hinum stóra heimi. að listamenn noti knipl sem tjáningarform. Knipla þeir þá heilar myndir og mikil listaverk. Lítið, ef nokkuð, hefur verið um það enn sem komið er hérlendis, en gæti átt eftir að aukast ef knipl nær hér fótfestu sem heimilisiðnaður og verður áhugamál bæði listamanna og þeirra sem sinna því af áhuga þótt þeir kalli sig ekki lista- menn dagsdaglega. Fríða Björnsdóttir

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.