Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 39
3.
Ragna. „Tíminn nýtist vel. Og nú hefur
mér tekist að leggja undir mig mestallt
húsið! Nú vinn ég aðallega úr manilla-
reipi, snæri og hör. Við tjáum okkur
margvíslega. Stundum verður tungu-
málið þrándur í götu þegar útskýra þarf
annað tjáningarform eins og myndverk.
Það talar sínu eigin máli. Fyrst geri ég
verkið í huganum út frá forminu. En
þegar að framkvæmdinni kemur snýst
oft allt við. Þá finn ég fyrir kenndinni,
sem er aflgjafi verksins, form út frá efn-
inu, hinu ytra, því sem ég þekki. Hin
ópersónulegu skörpu form fá jarðteng-
ingu, verða mannleg og mjúk. Hlutir
hreyfast, þróast, öðlast form, ná full-
komnun og deyja.“
Hulda Jósefsdóttir
1. Jarðhús, 1983-1984. Manillareipi og
hör, 350x78x35 cm.
2. Ragna Róbertsdóttir.
3. Leikurmeð form, 1983. Hör og manilla-
reipi. Verk í eigu Norrænu menningar-
miöstöðvarinnar í Sveaborg, Finnlandi.
4. Kotvogur.
Ljósmyndir: Jóhanna Ólafsdóttir.
hugur og hönd
39