Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 8
UM PRJON AISLANDI
ERINDI FLUTTÁ
NORDISKT SYMPOSIUM KRING
STICKADE OCH VIRKADE
PLAGG
(NORRÆNNI RÁÐSTEFNU UM
PRJÓNOG HEKL)
í ÖSTERBOTTENS MUSEUM,
VASA 9.-11.5.1984
Endurskoðað og íslenskað
1985
Um prjón segir svo í fyrstu prent-
uðu íslensku hannyrðabókinni,
Leiðarvísir til að nema ýmsar
kvennlegar hannyrðir, útgefinni árið
1886: „Par eð prjón er svo almennt hér
á landi, virðist eigi þörf á að kenna að-
ferðina við það . . . og hver, sem kann
slétt prjón, getur prjónað eftir útskýr-
ingu á prjónauppdráttum í bók þessari
og með hliðsjón af þeim; en þar eð
rúmið í bókinni leyfir ekki að segja fyrir
mörgum prjónauppdráttum, höfum vér
gjört oss far um að velja þá sem þarf-
asta.“ Alls fylgja nítján myndir prjóna-
forsögnum bókarinnar; eru sumar af
heilum flíkum eða hlutum, en aðrar
sýna útprjónsmunstur af ýmsum
gerðum. Ber talsvert á mismunandi
gataprjóni, en hvergi er um tvíbanda
prjón að ræða.
Af ofangreindu virðist mega ráða að
óþarfi hefur þótt að segja nákvæmlega
fyrir um hvernig taka átti lykkjuna í
prjóni, því að það kunnu svo til allir.
Einnig hefur höfundum fundist meira
um vert að koma á framfæri útprjóns-
munstrum ásamt forsögnum um
nokkrar flíkur að erlendri fyrirmynd:
barnatreyju, -kjól og -stígvélum, ásamt
rúmábreiðu og fótskör, heldur en
uppskriftum að hefðbundnum prjóna-
skap íslenskum. Er það enda skiljan-
legt, þar sem segja má að íslenska
þjóðin hafi þá varla lagt frá sér prjón-
ana nema um blánóttina - og ef til vill
um hásláttinn-í meira en þrjú hundruð
ár.
Á síðari hluta miðalda hafði prjóna-
listin breiðst út frá Miðjarðarhafs-
löndunum norður um Evrópu og var
meðal annars iðkuð í Englandi þegar á
15. öld. Er prjón talið hafa borist til ís-
lands með þýskum, enskum eða hol-
lenskum kaupmönnum. Mest líkindi
eru til að Þjóðverjar hafi átt þar hlut að
máli. Ekki verður sagt með vissu hve-
nær það gerðist, en sennilega hefur það
þó ekki verið síðar en á fyrri hluta 16.
aldar. Má því vera að prjónahefð hér á
landi nái lengra aftur í tímann en í
nokkru öðru Norðurlandanna.
Elstu dæmi og heimildir
Elsta varðveitta prjónles íslenskt
mun vera sléttprjónaður belgvettlingur
sem fannst í uppgrefti að Stóruborg í
Austur-Eyjafjallahreppi 1981, en eftir
fundaraðstæðum að dæma kann hann
að vera frá fyrri hluta 16. aldar. Þar
kom reyndar einnig úr jörðu 1979
sléttprjónaður smábarnasokkur og há-
leistur sem taldir eru frá um 1650-1750,
2.
líklega frekar eftir 1700. Pá fundust
nokkrar leifar prjónless við uppgröft að
Bergþórshvoli árið 1927, taldar vera frá
um 1600 eða fyrri hluta 17. aldar. Allt
voru það sléttprjónaðar ullarsnoppur
sem ekki varð af ráðið til hvers hefðu
verið notaðar, að undanteknum sokk
og belgvettlingi, hinum síðarnefnda
nokkuð heillegum. Annað varðveitt ís-
lenskt prjónles er að mestu frá 19. og
20. öld.
Elstu ritheimildir um prjón hér á
landi er að finna í bréfabók Guðbrands
biskups Þorlákssonar á Hólum. Eru
þær frá síðasta fjórðungi 16. aldar.
Þannig voru biskupi á árunum 1582 og
1583 greiddar landskuldir að hluta í
prjónasaumi, efalítið sokkum eftir
heimild frá 1581 í sömu bók að dæma.
Fyrsta prentaða heimildin tengist
einnig Guðbrandi biskupi, því að í
biblíu þeirri sem við hann er kennd og
prentuð var á Hólum 1584, er kyrtli
Krists lýst sem prjónuðum í Jóhannes-
arguðspjalli, XIX. kapítula, 23. versi,
en hafði áður vcrið sagður ofinn í fyrstu
íslensku þýðingu Nýja testamentisins,
eftir Odd Gottskálksson, sem prentuð
var í Hróarskeldu í Danmörku árið
1540.
Þess skal getið að eldri heimild,
fornbréf frá 1560, hefur stundum verið
tilfærð um prjón. Er þar um að ræða
prjónapeysur sem greiða mátti með
landskuldir á bæ einum norðanlands.
Bréfið hefur hins vegar aðeins varðveist
í afriti frá 1703 oger taliðað klausan um
peysurnar sé viðbót frá þeim tíma.
1. mynd.
Belgvettlingur frá Stóruborg, Austur-Eyja-
fjallahreppi. Kann að vera frá fyrri hluta 16.
aldar. Þjms. Stb. 198Í:F587. Ljósmynd:
Gísli Gestsson.
2. mynd.
Barnasokkur og háleistur frá Stóruborg.
Taldir vera frá um 1650-1750. Þjms. Stb.
1979:F322 og E323. Ljósmynd: Gísli
Gestsson.
3. mynd.
Leifar af sokk og vettlingi frá Bergþórs-
hvoli. Frá um 1600 eða snemma á 17. öld.
Þjms. Bþh. 1927:559 og 558. Ljósmynd:
Gfsli Gestsson.
4. mynd.
Konur að prjóna fyrir framan bæ í Garða-
hverfi haustið 1772. Hluti af vatnslitamynd
eftir John Cleveley Jr. British Library Add.
15.511, 15. Ljósmynd: British Library.
Eftirtaka af hluta: Kristín Sigurðardóttir.
8
HUGUR OG HÖND