Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 29
Blátt léreft áfast við borða III þótti
sanna að hann hefði fylgt altarisklæðinu
frá upphafi. Hann er því að minnsta
kosti jafn gamall því og gæti verið eldri.
Þverböndin gætu bent til þess að hann
hafi áður gegnt einhverju öðru hlut-
verki. Vegna þess að hann er verrfarinn
en hinir borðarnir, mætti e. t. v. álykta
að hann væri eldri en þeir. Mikið slit
getur þó einnig legið í lélegum þræði,
misjafnri meðferð o. fl. En hvað sem
aldri Höfðaklæðisborðanna líður, sýn-
ist mér fullvíst að þeir hafi ekki allir
verið unnir af sömu höndum. A lausu
borðunum er frábært handverk,
hvernig sem á þá er litið. Það er aftur á
móti ekki hægt að segja um neðsta
borðann. Þó hann sé einstakur í sinni
röð, virðist hann ekki mjög fagmann-
lega unninn.
í prufuvef mínum, þar sem ofnir eru
tveir munsturbekkir eins og í borða III,
auk randa með snúruáferð, var dregið í
spjöldin eftir 3. inndráttarmunstri.
Tveim litum í jafagrunni er raðað eins
og í gamla borðanum.
Þeir sem þekkja til spjaldvefnaðar,
vita að í einföldustu gerð hans og þeirri
algengustu nú, er öllum spjöldum snúið
samtímis að sér eða frá og ofið í fjögur
mismunandi skil. Með þeim aðferðum
sem hér hefur verið lýst, og í flestum
öðrum margbrotnum spjaldvefnaði, er
sumum spjöldum snúið að sér og öðrum
frá fyrir sama fyrirdragið. Þegar þannig
stendur á er í flestum erlendum bókum
um spjaldvefnað ráðlagt að skipta
spjöldunum í tvo hópa til að snúa
öðrum hópnum frá en hinum að. Að
renna spjöldunum á þann hátt fram og
til baka, reynir óneitanlega mikið á slit-
þol þráðanna, hvað sem segja mætti um
vinnuhraðann.
Þegar Elínborg Magnúsdóttir sýndi
mér og fleirum tvöfaldan spjaldvefnað
1967 fannst mér langmikilvægast að fá
að sjá handtökin hjá henni, ekki síst
þegar hún sneri sumum spjöldum að og
öðrum ekki, eins og hún gerði til að
breyta lit sporanna. Þeim handtökum
lýsti ég í grein um spjaldvefnað á íslandi
í Hug og hönd 1970. Þar sem langt er
um liðið og handtökin, að mínum dómi,
mikilvæg fyrir þann vefnað sem hér um
ræðir, freista ég þess að lýsa þeim hér
aftur: Gefum okkur dæmi þar sem snúa
á tveim og tveim spjöldum til skiptis að
og frá. Byrjað er á því að snúa 1. og 2.
spjaldi að, síðan eru þau sett flöt undir
vinstri handarjaðar meðan 3. og 4.
spjaldi er snúiðfrá. Þáer 1. og2. spjaldi
aftur stillt við hliðina á 3. og 4. sem nú
eru tekin með undir handarjaðarinn
meðan 5. og 6. spjaldi er snúið að. 1 .—I.
spjald tekin upp og 5. og 6. spjaldi bætt
við undir handarjaðarinn, næstu tveim
spjöldum snúið frá o. s. frv. Þessi hand-
tök lærði Elínborg sem ung stúlka hjá
gamalli konu snemma á þessari öld og
reyndar fleira athyglisvert í sambandi
við tvöfaldan spjaldvefnað, sem þar
með bjargaðist frá gleymsku á elleftu
stundu.
Það er orðið langt síðan íslenskar
meyjar kunnu að „hlaða spjöldum“ í
borða líka Höfðaklæðisborðunum.
Geti þessi grein endurvakið kunnáttuna
og áhuga einhverra á þessum merkilega
vefnaði, er tilganginum náð.
Ritaskrá:
Vivi Sylwan, 1921. „Om brickband“,
Fornvánnen. Stokkhólmur.
Matthías Þórðarson, 1930. Safnskrá
Þjóðminjasafns íslands. Handrit í
Þjóðminjasafni.
Sigríður Halldórsdóttir, 1970. „Spjald-
vefnaður á íslandi", Hugur og hönd.
Elsa E. Guðjónsson, 1980. Forvarsla
textíla, sýningarskrá. Þjóðminjasafn
íslands.
Peter Collingwood, 1982. The Techniq-
ues of Tablet Weaving. London.
Inger Lise-Christie, 1985. „Brikke-
vevde bánd i Norge“, By og Bygd,
Norsk Folkemuseums árbok.
Sigríður Halldórsdóttir
Silfursmíði í 100 ár
í gegnum tíðina höfum við sérhæft okkur
á íslensku kvensilfri, haldið viö því besta
og unnið ný mynstur í þjóðlegum stíl.
SKRAUTGRIPAVERSLUN
JÓNSDALMANNSSONAR
HUGUR OG HOND
(Oullkistan
FRAKKASTÍG 10 SÍM113160
29