Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 48

Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 48
OFIÐ PILSEFNI Dúksvuntur svokallaðar eru með því vandaðasta og fallegasta sem varðveist hefur af hand- vefnaði frá fyrri tíð. Pær voru einskeftu- ofnar, annaðhvort langröndóttar eða rúðóttar úr mjög fínu handspunnu bandi. Oftast voru þær í sauðarlitum, stundum þó einn eða tveir litir með. Dúksvuntur voru notaðar með ís- lenskum búningum, upphlutum og peysufötum og eru reyndar enn, þar sem slíkir dýrgripir eru til. Kaflarnir og litasamsetningin í pils- efninu, sem hér er birt uppskrift að, eru gerð eftir gamalli dúksvuntu. í henni er Rakningslisti örfínt einfalt band, um 16 þræðir á hverjum cm, kaflarnir eru því miklu smágerðari en í pilsefninu. Svuntan er í eigu Dóru Jónsdóttur gullsmiðs. Vend: Einskefta. Uppistaða og ívaf: Eingirni frá Gefjun í þrem litum, nr. 16,13 og21, um 6000 m/ kg- Skeið: 35/10, 1 þráður í hafaldi, 2 þræðir í tönn, tvöfaldur þráður í jöðrum. Breidd ískeið: 74,6 cm. Þráðafjöldi: 522. 2. 1. Pilsið er saumað af Önnu M. Höskulds- dóttur sem einnig hannaöi sniðið. 2. Dúksvunta Dóru Jónsdóttur. Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson. í pilsið fóru um 4 m (3 síddir) af efni. Það ætti að nást úr 5,5 m langri slöngu. í hana fara um 300 g af lit nr. 16, um 150 g af lit nr. 13 og um 20 g af lit nr. 21. í ívafið þarf heldur minna. Ofin eru 7 fyrirdrög í hvern cm (jafnþráða dúkur) og litum raðað eins og í uppistöðu. Þaðermikilvægtað vefa kaflana eins jafna á hæðina og mögulegt er, svo að þeir geti mæst rétt við sauma. Gott ráð er að strika á pappaspjalds- ræmu breidd hverrar randar upp við skeið, í að minnsta kosti einu heilu munstri, og miða síðan ívafsrendurnar við spjaldið, í strekktum vef. Það er ekki vandalaust að vefa úr ein- girnisuppistöðu. Til að byrja með þarf að gæta þess, þegar vefur er settur upp, að uppklipptir endar hangi ekki lausir lengur en nauðsyn krefur, því að við það snýst svolítið ofan af bandinu og það veikist. Skilsköftin er léttara að færa ef bundið er um hvort skaft fyrir sig með snæri enda milli. Pau eru þá ekki bundin saman eins og venjulegast er. Slitna þræði verður að bæta strax, svo að þeir slíti ekki út frá sér. Með því að slá aðeins einu sinni með slagborðinu, hæfilegt högg, og skipta um skil meðan skeiðin er upp við voðina er núningi uppistöðunnar við skeiðina haldið í lágmarki. Betra en ekki er að nota spanstokk og að færa fram með stuttu millibili. Þess ber að gæta að það reynir mjög á uppistöðuna, ef rekja þarf upp. Sigríður Halldórsdóttir Nr. 16 6 6 24 2 6 2 24 6 6 = 338 þræðir Nr. 13 2 2 8 6 6 8 2 2 = 164 þræðir Nr. 21 2 2 = 20 þræðir Endurtekið 5 sinnum samt. 522 þræðir 48 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.