Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 50

Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 50
FELAGSFRETTIR Iáratugi hefur Heimilisiðnaðarfélag íslands verið aðili að samtökum norrænna heimilisiðnaðarfélaga. Norrænt heimilisiðnaðarþing, það 19. í röðinni, verður haldið í Kuopio í Finn- landi 1.-3. júlí næsta sumar. Þessi þing eru haldin þriðja hvert ár, en dagskrá þeirra undirbúin á tveimur stjórnar- fundum, sem haldnir eru milli þinga. Það er orðinn fastur liður, að hvert land setur upp sýningu á sínum heimilisiðn- aði. Er óhætt að segja, að sýningarnar eru sá hluti þinghaldsins, sem flestir sýna mestan áhuga. Aðalmál þingsins verður: Vöruþróun í heimilisiðnaði, og verða sýningarnar einnig byggðar upp um þetta efni. Á þinginu verða starf- andi 6 umræðuhópar með ólík efni, og geta þátttakendur valið sér hóp til að starfa í, hver eftir sínu áhugasviði. Hvert þátttökuland verður í forsvari fyrir einum hóp og sér einnig um fram- söguerindi um viðkomandi efni. Um- ræðuefni og skipting þeirra milli landa verða þessi: Danmörk: Tímarit. Finnland: Handiðn. Færeyjar: Hönnun. ísland: Kennsla. Noregur: Ráðunautar. Svíþj óð: Sala og fyrirmyndar starfsemi. Á heimilisiðnaðarþinginu í Dan- mörku 1983 kom fram mikill áhugi á auknu samstarfi milli þinga. Ýmsar til- lögur komu fram m. a. að halda heimil- isiðnaðarviku í löndunum til skiptis. Sænska sambandið reið á vaðið og bauð til heimilisiðnaðarmóts í Sáterglántan, skóla samtakanna, sumarið 1984. Danir komu næstir og voru með sitt mót í Kerteminde nú í sumar. Norska sam- bandið býður næsta sumar en nánari upplýsingar um stað og stund liggja ekki fyrir ennþá. Á þessum mótum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá og mikið úrval af námskeiðum. Fyrsti almenni félagsfundurinn á þessum vetri var 8. október í Hafnar- stræti 3, þar sem Gerður Hjörleifsdóttir verslunarstjóri kynnti starfsemi versl- unarinnar og til sýnis voru munir úr safni félagsins. Jólafundur var 23. nóvember, að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Jólahug- vekja og jólaföndur. Eftir áramót verður fundur á Lauf- ásvegi 2, þar sem Heimilisiðnaðarskól- inn verður kynntur, og síðar er ráðgerð ferð austur að Skógum til að skoða safnið þar, sennilega í apríl. Félagsmenn í Heimilisiðnaðarfélagi íslands eru um 690. Árgjald 1985 er kr. 400 og er í því innifalið ársrit Heimilis- iðnaðarfélags íslands, Hugur og hönd, og einnig fá félagsmenn 10% afslátt af öllum vörum í verslun félagsins, ís- lenskum heimilisiðnaði. Heimilisiðnaðarfélag íslands hefur opnað skrifstofu á Laufásvegi 2,1. hæð. Síminn er 15500. Skrifstofan er opin á þriðjudögum frá kl. 16.30-18.30. Þar liggja frammi tímarit frá norrænu heim- ilisiðnaðarfélögunum og ýmiss konar annað fróðlegt lesefni. Það er von stjórnarinnar að sem flestir gefi sér tíma til að líta inn og ræða félagsstarfið. Jakobína Guðmundsdóttir, formaður STJÓRN HEIMILISIÐNAÐARFÉLAGS ÍSLANDS, FASTANEFNDIR OG AÐRAR NEFNDIR Stjórn: Jakobína Guðmundsdóttir, formaður Ragna Þórhallsdóttir, varaformaður Guðbjörg Hannesdóttir, ritari Kristín Jónasdóttir, gjaldkeri Ingibjörg Sigurðardóttir Brynja D. Runólfsdóttir Heiður Vigfúsdóttir Varastjórn: Margrét Kjærnested Stefán Örn Stefánsson Matthías Andrésson Fastanefndir félagsins eru 4 og skipa hverja þeirra 5 menn: Verslunarstjórn: Elín Guðmannsdóttir, formaður Auður Halldórsdóttir Jónína Guðnadóttir Kristjana Sigurðardóttir Ólöf Pétursdóttir Verslunarstjóri: Gerður Hjörleifsdóttir. Stjórn verslunarinnar er í höndum verslunarstjórnar og verslunarstjóra. Skólanefnd: Elínbjört Jónsdóttir, formaður Hildur Sigurðardóttir Ingibjörg Þorvaldsdóttir Elsa E. Guðjónsson Þórir Sigurðsson Skólastjóri: Sigríður Halldórsdóttir. Stjórn skólans er í höndum skóla- nefndar og skólastjóra. Útgáfunefnd: Sigríður Halldórsdóttir, formaður Fríða Björnsdóttir Hulda Jósefsdóttir Rúna Gísladóttir Þórir Sigurðsson Útgáfunefnd sér um efnisöflun og út- gáfu á ársriti félagsins Hugur og hönd. Sýningar- og frœðslunefnd: Hildur Sigurðardóttir, formaður Ásta Denise Bernhöft Guðrún Jónsdóttir Sigrún Axelsdóttir Sigríður Gísladóttir Fræðslunefnd undirbýr og boðar til al- mennra félagsfunda og fræðsluferða. Reglugerðir fyrir fastanefndir eru í endurskoðun. Sýningarnefnd fyrir þingið í Kuopio 1986: Elínbjört Jónsdóttir, formaður Hildur Sigurðardóttir Kristín Jónsdóttir Schmidhauser Ragna Þórhallsdóttir Hússtjórn fyrir Laufásveg 2: Sigríður Halldórsdóttir, formaður Sigurður Einarsson Stefán Örn Stefánsson Safnnefnd: Kristín Jónasdóttir, formaður Ingibjörg Sigurðardóttir Kristín Tómasdóttir Sigríður Halldórsdóttir ÞÆGILEGUSTU HANDYERKFÆRIN Verslunin Brynja Laugavegi 29 Sími34320 50 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.