Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 22
menntun íslenskra smíðakennara og
útskrifað flesta íslenska smíðakennara
sem starfa í grunnskólum hérlendis.
Starfssaga Gunnars og saga smíða-
kennslu er samofin og óaðskiljanleg.
Árið 1974 var Gunnar skipaður
lektor við Kennaraháskóla íslands,
varð hann þar með fyrstur handmennta-
kennara til að hljóta þann heiður.
Framhaldsmenntun og námsferðir
Orlofsárið 1954—1955 dvaldi Gunnar
við nám erlendis. Var m. a. á málm-
smíðanámskeiði í Steneby í Dalslandi
og í Kennaraháskólanum í Notodden á
Þelamörk. Hann heimsótti einnig aðra
skóla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Árið 1972 fór hann aftur í námsferð í
skóla á Norðurlöndum og Englandi.
Nefndarstörf
Gunnar hefur unnið í mörgum
nefndum sem hafa markað stefnu á
sviði list- og verkgreina í skólum
landsins. Hér er aðeins minnst á þau
störf sem Gunnar hefur unnið í
tengslum við námskrárgerð fyrir grunn-
skóla landsins, fyrst við námskrá í smíði
árið 1946, síðan við endurskoðun
þeirrar námskrár 1960. Þá var hann
skipaður í Myndíðanefnd 1971-1973.
Nefndin gerði úttekt á mynd- og hand-
menntarkennslu í skólum iandsins og
samdi síðan heildaráætlun um skipulag
og innihald þessara greina í grunnskól-
um. Að því loknu tók við samning
þeirrar námskrár í mynd- og hand-
mennt sem nú er í gildi.
Leiðbeinandi eldri borgara
Ekki hvarflaði það að Gunnari að
setjast í helgan stein við verkalok í
Kennaraháskóla íslands. Hann hafði
lítillega unnið að því að leiðbcina eldri
borgurum í Reykjavík við smíðar alls
konar og munagerð. Nú helgaði hann
störf sín þessu fólki og gerir það ennþá.
Þar nýtur Gunnar sín engu síður en sem
leiðbeinandi kennaraefna. Þarna er
saman komið fólk alls staðar að af land-
inu, fólk sem margt hefur mikla og fjöl-
breytta verkþekkingu og hæfni. Það
starf sem Gunnar vinnur með eldra
fólki í Reykjavík er ómetanlegt. Þarna
er alls konar íslenskur heimilisiðnaður
stundaður, byggður á gömlum merg en
þó stöðugt að þróast og breytast.
Af þessu öllu má sjá að áhrifa Gunn-
ars hefur lengi gætt hvað varðar smíða-
kennslu, bæði hjá ungum sem öldnum.
í allri sinni kennslu hefur Gunnar
stöðugt miðlað öðrum af þekkingu sinni
og reynslu. Hann hefur verið óþrjót-
andi brunnur hugmynda sem hafa verið
nemendum hans hvati í leit og við gerð
nýrra viðfangsefna. Þótt hér hafi verið
lögð sérstök áhersla á þann þátt smíða-
kennslu Gunnars sem lýtur að varð-
veislu menningararfs okkar í smíðum
og handíðum hefur hann alla tíð fylgst
vel með nýjungum á sviði hönnunar í tré
og málma. Þannig hefur hann sameinað
í kennslu sinni áhrif hönnunar og verk-
lags genginna kynslóða og þeirra sem
best hafa gert á þessum sviðum á
undanförnum árum. Það er vissulega
ærin ástæða til að vekja athygli á mikil-
vægu og farsælu lífsstarfi Gunnars
Klængssonar nú á 50 ára starfsafmæli
hans sem kennara.
Þórir Sigurðsson
3. f vinnustofu aldraðra á Norðurbrún í
Reykjavík. Gunnar Klængsson leiðbein-
ir Kristni Sveinssyni.
4. Pappírshnífur gerður af nemanda
Gunnars.
Ljósmyndir: Karl Jeppesen.
4.
22
HUGUR OG HÖND