Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 9
jti. '*** *» • '•■s~ ■ 'í**:.S!5t ■
■» Airí** .
4.
Framleiðsla á prjónlesi
Svo virðist sem prjón hafi fljótt náð
mikilli útbreiðslu á íslandi. Kann
ástæðan fyrir þessu ekki síst að hafa
verið sú að með þessum hætti var
miklum mun auðveldara og fljótlegra
fyrir landsmenn að framlciða ullarvarn-
ing, hvort heldur til sölu eða eigin nota,
heldur en í kljásteinavefstaðnum sem
þá var enn í notkun. Prjónað var úr
bandi, ýmist í sauðarlitum sem algeng-
ara var: hvítu, gráu, mórauðu og sauð-
svörtu, eða úr lituðu bandi, einkum
svörtu (sortuðu), dökkbláu, rauðu,
grænu og gulu, og voru flíkurnar yfir-
leitt þæfðar eftirá.
Vefnaður í vefstað var einvörðungu
kvennavinna, en bæði karlar og konur
prjónuðu, og var reyndar ætlast til að
allt vinnufært fólk skilaði ákveðnu
magni af prjónlesi eftir tiltekinn tíma.
IVIun oftast hafa verið miðað við vik-
una, en þó einnig við lengri tímabil eða
einungis daginn. Sama átti við um börn,
venjulega frá átta ára aldri, en þeim var
kennt að prjóna mjög ungum. Er jafn-
vel sagt að þau hafi vanist að handleika
prjóna um leið og þau fóru að skríða!
Ekki var óalgengt að vinnukonur ættu
að skila einum heilsokkum á dag, en þá
mátti ekki tefja þær við verkið. Þá þótti
gott ef tvær vinnukonur skiluðu sex
peysubolum eða fjórum peysum eftir
vikuna; prjónuðu þær þá bolina saman,
hvor á móti annarri. Börn áttu í fyrstu
að skila til dæmis tvennum sjóvettl-
ingum á viku og síðan meira eftir því
sem þau eltust og þjálfuðust við verkið.
Margs konar flíkur voru unnar til
notkunar heima fyrir, en sokkar, vettl-
ingar og síðar meir einnig peysur, urðu
mikilvæg útflutningsvara langt fram á
19. öld. Elsta útflutningsskýrsla þar
sem getið er um prjónles er frá árinu
1624. Samkvæmt henni voru þá flutt út
rúmlega 72 þúsund pör af sokkum og
meira en 12 þúsund pör af tvíþumla
vettlingum (to tomme vanter). Árið
1743, þegar útflutnings á prjónapeysum
er fyrst getið, voru þær rúmlega 1200,
sokkar rúmlega 200 þúsund pör og
vettlingar liðlega 110 þúsund pör.
Mesta ntagn sem út var flutt af peysum
á einu ári var rúmlega 8000 árið 1849, af
sokkum rúmlega 250 þúsund pör árið
1764, og af vettlingum rúmlega 280 þús-
und pör 1806.
Prjónles til heimilisnota þessar aldir
og allt fram á 20. öld var með ýmsum til-
brigðum eftir tísku og venjum á
hverjum tíma. Prjónaðir voru sokkar,
bæði stuttir og uppháir, illeppar, belg-
vettlingar, fingravettlingar, handstúkur
(smokkar), treflar, peysur og húfur,
auk nærfatnaðar fyrir bæði karla og
konur, og ennfremur buxur, hnésíðar
og síðar, brjóstadúkar, hettur, skór (tá-
tiljur) og axlabönd karlmanna, svo og
sjöl, ermar og sokkabönd kvenna. Af
ööru prjónlesi má nefna pyngjur og
koddaver, og jafnvel tjöld til viðlegu. Þá
er vitað að meðal kirkjugripa voru til
prjónuö belti og getið er um prjónað
korpóralshús, en ekki hefur reynst unnt
að ákvarða hvort þar var um að ræða
innlendan hlut eða innfluttan.
Aðferðir og áhöld
Svo til allt hefðbundið íslenskt prjón
var prjónað í hring á fimm prjóna eða
fleiri þegar um víðar flíkur, svo sem
peysuboli eða nærbuxur, var að ræða.
Slétt prjón var langalgengast, en einnig
var prjónað garðaprjón, og brúnir á
flíkum voru ýmist með því eða með
brugðningi.
Prjónað var líkt og nú er kennt í
skólum, nema hvað brugðna lykkjan
var prjónuð með þeim hætti að í stað
þess að bregða bandinu um prjóninn,
var það lagt framan við lykkjuna og
síðan dregið í gegn. Aðferð þessi við að
bregða í prjóni, sem margar konur nota
enn, er erlendis kennd við Austur-Evr-
ópu og Austurlönd. Er hún sögð fljót-
legri en hin, og auk þess á með henni að
fást jafnari áferð á slétt prjón bæði fyrir
og eftir þóf.
Prjónum er svo lýst í íslensku orða-
bókarhandriti frá 18. öld að þeir séu úr
járni, mjóirogsívalir, hnúðlausirogum
það bil spannar langir. Ennfremur að
þeim sé skipt eftir gildleika í smá-
bandsprjóna og duggarabandsprjóna.
Árið 1979 fundust í uppgreftinum að
Stóruborg þrír bandprjónar, tveir úr
5.
járni, heilir, og einn brotinn, úr kopar.
Eru þeir taldir vera frá um 1700 og einu
prjónarnir sem vitað er um hér á landi
eldri en frá 19. öld. Þvermál þeirra er
2,5-3 mm og lengd heilu prjónanna um
20 cm. Bandprjónar frá seinni hluta 19.
aldar í Þjóðntinjasafni íslands og
Byggðasafni Borgarfjarðar sem athug-
aðir voru til samanburðar, allir úr járni,
reyndust vera um 0,75-2 mm í þvermál
og 19,5-22,5 cm aö lengd.
Prjóna geymdu konur í löngum, mjó-
um tréstokkum, svonefndum prjóna-
6.
HUGUR OG HÖND
9