Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 11
stokkum. Voru þeir oft fallega skornir
með rósabekkjum ýmiss konar og áletr-
unum, svo sem vísum er greindu frá
notkun þeirra, auk ártala og nafna eða
fangamarka eigenda.
Formprjón og útprjón
Ekki hefur enn farið fram heildar-
könnun á gömlu íslensku prjóni. Til
dæmis skortir ennþá að mestu rann-
sóknir á þeim tiltölulega fáu stóru
prjónaflíkum, einkum peysum og
vestum (brjóstadúkum) sem varðveist
hafa. Peysurnar voru formprjónaðar, ef
svo má segja, þ. e. með talsverðum út-
aukningum og úrtekningum til þess að
laga þær eftir líkamanum, ólíkt því sem
tíðkaðist um peysuprjón annars staðar á
Norðurlöndum. Virðist prjónaskapur
af þessu tagi nú íslendingum að mestu
gleymdur, en til eru forsagnir um tvær
slíkar peysur, karlmanns- og kven-
peysu, frá um 1760-1770, eignaðar
Skúla fógeta Magnússyni. Er þær að
finna í handriti frá Viðey, nú í Lands-
bókasafni, ásamt uppskriftum að karl-
mannssokkum, tvenns konar kven-
sokkum, nærbuxum og húfu. Mjög eru
tt-C-tt-O-tt
forsagnir þessar frábrugðnar því sem nú
gerist, og verða peysuuppskriftirnar
vart túlkaðar nema með samanburði
við varðveittar flíkur, ef það mætti þá
takast.
I prjónauppskriftunum úr Viðey,
sem eru þær elstu sem kunnugt er um
hér á landi og jafnframt þær einu frá 18.
öld, er hvergi minnst á útprjón. Það
hefur þó þekkst á þeim tíma svo sem sjá
má af tveimur sjónabókum, handritum
með hannyrðauppdráttum, frá 1776 og
1780, en í þeim eru reitamunstur að
hluta til ætluð til útprjóns. Eru í eldri
bókinni tíu munstur með fyrirsögnum
þessa efnis, sjö mismunandi breiðir
bekkir og þrjú flatarmunstur, hin síðar-
nefndu ætluð til brjóstadúka. Ekki hafa
varðveist neinir útprjónaðir brjósta-
dúkar, en samkvæmt heimild í Brands-
staðaannál frá aldamótunum 1800, hafa
þeir, að minnsta kosti sumir hverjir,
verið með mislitu útprjóni, þ. e. tví-
banda. Stök heimild er til frá 1695 varð-
andi korpóralshús útprjónað af rauðum
og hvítum lit, en það gæti verið innflutt,
svo sem fyrr er að vikið.
Mislitt útprjón er helst að finna á
vettlingum og illeppum. Á Vest-
fjörðum var venja snemma á þessari öld
að prjóna litskrúðuga tvíbanda bekki,
svo sem laufaviði og dúfna- og hjartar-
strengi, í vettlinga, en óvíst er hvort sá
siður nær lengra aftur en til seinni hluta
19. aldar. Sama máli gegnir um illeppa,
hvort heldur þeir voru prjónaðir í hring
með tvíbanda munstri og slyngdir, eins
og tíðkaðist norðanlands, eða garða-
prjónaðir með rósaleppaprjóni.
Damaskprjón sem svo er nefnt er-
lendis. þ. e. einlitt útprjón unnið eftir
reitamunstrum með brugðnum
lykkjum á sléttum grunni, hefur einnig
þekkst hér á landi áður fyrr. en dæmi
um það eru aðeins tvö. Annað, stuttar
samhliða skárendur, er á lítilli ullar-
pjötlu frá seinni hluta 17. aldar eða um
1700, sem grafin var upp að Stóruborg
1980. Hitt er einfalt tiglamunstur sem
myndar bekk neðan á karlmannspeysu
(-treyju) frá seinni hluta 18. aldar, nú í
Þjóðminjasafni íslands. Þess má geta
að tvö hinna þriggja munstra til brjósta-
dúka sem áður voru nefnd, eru sömu
tegundar og munstur sem algeng voru í
damaskprjóni, meðal annars í Dan-
mörku á 19. öld.
Upp úr aldamótunum 1900 urðu
aðrar gerðir af einlitu útprjóni algengar
á Islandi, þarámeðalmismunandigata-
prjón, til dæmis svonefnt krónuprjón
sem varð vinsælt bæði á sjölum og vettl-
ingum. Óvíst er þó hvort þær megi
rekja mikið aftar í tímann en til seinni
hluta 19. aldar. Hafa kvennaskólarnir
sem stofnaðir voru á síðasta fjórðungi
þeirrar aldar, og hannyrðabókin áður-
nefnda frá 1886 sennilega átt drjúgan
þátt í að kynna og útbreiða þess háttar
prjón. Einnig má benda á að í fyrstu og
annarri útgáfu af bók Elínar Briem,
Kvennafrœðarínn, 1889 og 1891, birtust
ásamt öðrum uppskriftum, forsagnir
um tvo útprjónaða herðaklúta með til-
heyrandi blúndum. Nýjar gerðir af
prjóni gátu þó borist almenningi eftir
ýmsum leiðum. Til dæmis er greint frá
því að dönsk sýslumannsfrú á íslandi,
Gytha Thorlacius, hafi þegar laust eftir
aldamótin 1800 kennt landsmönnum
klukkuprjón.
Lopaprjón
Fram að því að komið var upp ullar-
verksmiðjum á íslandi undir lok 19.
aldar, táknaði orðið lopi ull sem hafði
verið kembd í kömbum og síðan teygð
út í lausan, fremur gildan snúðlausan
streng til undirbúnings því að spinna
10. mynd.
Hlutar af flatarmunstrum og bekkjum ætl-
uðum meðal annars til útprjóns. Endur-
teiknuð eftir sjónabók gerðri af Gunnari
Filippussyni 1776. Þjms. 6950. Teikning:
Elsa E. Guðjónsson.
HUGUR OG HÖND
11