Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 13
LÍFIÐ OG aö er að sjálfsögðu góðra gjalda vert að halda í heiðri verkum genginna kynslóða. En ekki má vanmeta þá kvöð, sem á okkur hvílir varðandi það, að kynna verk þeirra sem standa í eldlínunni við skapandi starf í samtíð okkar hverju sinni. Umræða og LISTIN deilur um listir eru alltaf lífsnauðsyn og þurfa að fara fram sem víðast í þjóðfé- laginu. Ekki einungis inni í skólum og stofnunum. Hér á landi er einangrunin að rofna smátt og smátt á þessu sviði sem öðrum síðustu áratugi. Þátttaka okkar í alþjóðlegum listsýningum eykst stöðugt og verk okkar eru tekin til um- fjöllunar af fagfólki í erlendum fjöl- miðlum. Svo er undir hælinn lagt, hvort nokkuð fréttist af því hér heima eða ekki. Þó er öllum ljóst, hve fjölmiðlar hafa mikla og ört vaxandi möguleika varðandi fræðslu og kynningu í sjón- menntum og skapandi starfi. Betur má ef duga skal. Ég ræddi við Guðnýju Magnúsdótt- ur, leirlistamann, eina fagra morgun- stund í ágúst s. 1. á heimili hennar á Grundarstígnum. Þar var ekki komið að tómum kofunum, því hún á einnig auðvelt með að tjá sig í orðum. Eftir að hafa blaðað í umsögnum um sýningar hennar erlendis læddist að mér sá grunur, að útlendingar, og þá sérstak- lega Finnar, vissu meira um listferil Guðnýjar Magnúsdóttur en landar hennar. Finnska sjónvarpið sýndi t. d. 20 mín. heimildarkvikmynd um hana og vinnu hennar í Finnlandi 22. febrúar 1985, sem nefndist Leirlistamaður. Sýn- ingar hennar hafa fengið lofsamlega dóma víða um lönd, en þegar hún hélt einkasýningu í Listmunahúsinu í Reykjavík í október 1984 hafði verkfall lamað alla fjölmiðla. Guðný Magnúsdóttir er fædd á ísa- firði árið 1953. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1970-74 og lauk þá prófi úr keramik- deild. Hlaut styrk frá finnska mennta- málaráðuneytinu árið 1981 og hélt þá til framhaldsnáms við Listiðnaðarhá- skólann í Helsingfors. Starfaði síðan sjálfstætt á verkstæði Pot Viapori í Sve- aborg. Guðný er ein af stofnendum Leirlistafélagsins hér á landi og núver- andi formaður þess. Hefur tekið þátt í starfi Langbrókar frá 1979. Félags- bundin í finnsku listiðnaðarsam- tökunum Ornamo frá 1983. Verk eftir Guðnýju eru í eigu Lista- safns Háskóla íslands, Borgarlista- safnsins í Helsingfors og listiðnaðar- safnsins þar. Guðný hélt einkasýningu í Djúpinu í Reykjavík 1980. í Artisani í Helsingfors 1982 og í Kluvin galleri í Helsingfors 1984. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á þessum árum, t. d. Vallauris Biennal 1975, auk fjögurra samsýninga í Finnlandi. Um þessar mundir stendur yfir í Listiðnaðarsafn- inu í Kaupmannahöfn sýningin Danskir listiðnaðarmenn og norrænir gestir. Þar er Guðný gestur frá íslandi ásamt Ó- feigi Björnssyni gullsmið. Guðný Magnúsdóttir er gift Helga Guðbergssyni lækni og eiga þau þrjú börn á aldrinum 4 mánaða til 11 ára. Kynningu á henni tel ég best lokið með orðum hennar sjálfrar þar sem hún segir: „Mér finnst mikilvægt að hlutir í umhverfi okkar hafi listrænt gildi. Nauðsynlegir hlutir og áhöld geta verið HUGUR OG HÖND 13

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.