Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 21
En Lúðvíg lét ekki við þetta sitja,
hann kom upp skólaseli inni í skógi og
nemendur hjálpuðu til við aðdrætti.
Einnig hafði Lúðvíg vinnuskóla á
sumrin í Birkihlíð en svo hét skólaselið.
Nemendur unnu m. a. að vegagerð og
trjárækt og þeir stunduðu einnig lík-
amsæfingar. Engin laun fengu þessir
vinnuskólanemendur önnur en fæði á
meðan kennt var. Vinnuskóli var einnig
starfræktur á vetrum við Gagnfræða-
skólann. Þangað sóttu atvinnulausir
unglingar. Þeir voru mest við smíðar, s.
s. húsgagnasmíðar.
Það fór ekki hjá því að Lúðvíg veitti
Gunnari fljótt athygli vegna framúr-
skarandi hæfileika og árangurs í smíði,
teiknun og skrift. Gunnar vildi reyna að
komast til listnáms erlendis og hafði þá
helst hug á að komast til Munchen í
Þýskalandi og setjast þar í listaskóla, en
fjárhagur leyfði það ekki.
17 ára gamall fór Gunnar í sumar-
vinnu til Siglufjarðar og vann þar í síld.
Þar hitti hann Björn Björnsson mynd-
listarmann og kennara. Lúðvíg Guð-
mundsson var þá búinn að hafa sam-
band við Björn og hafði beðið hann að
annast Gunnar Klængsson þegar hann
kæmi suður til Reykjavíkur, en þangað
hafði Gunnar nú ákveðið að fara. Var
ekki í kot vísað þar sem Björn Björns-
son var og reyndist hann Gunnari vel
svo sem vænta mátti. Notaði Gunnar nú
hvert tækifæri sem gafst til að ná sér í til-
sögn í teikningu og mótun. Björn
kenndi málaranemum í Iðnskólanum.
Þangað gat Gunnar komið og fengið
tilsögn. Lúðvíg hafði haft samþand við
Guðmund Einarsson frá Miðdal og
beðið hann um að segja Gunnari til í
myndmótun. Gunnar var löngum á
verkstæðinu í Listvinahúsinu hjá þeim
bræðrum Guðmundi og Sveini Einars-
sonum. Björn Björnsson og Marteinn
myndskeri stofnuðu skóla þar sem
kennd var teiknun, málun og mótun.
Skólahúsið var gamalt hesthús sem stóð
á horni Skólastrætis og Amtmannsstígs.
Ris var á húsinu og góðir gluggar.
Gunnar var fenginn til að innrétta þetta
húsnæði. Þarna reis svo merkur skóli
sem rekinn var í nokkur ár. Þangað
kom margt upprennandi listamanna,
m. a. Nína Tryggvadóttir. Á sumrum
stundaði Gunnar margs konar vinnu,
oftast húsamálun.
Nám og kennslustörf
Sumarið 1934 var haldin mjög stór
sýning á skólavinnu í Austurbæjar-
skóla, sýndir voru munir barna frá
skólum víða um land. Framlag Gagn-
fræðaskólans á ísafirði var margþætt og
vakti mikla athygli. Gustel Weinem sá
um uppsetningu á framlagi ísfirðing-
anna og fékk Gunnar Klængsson sér til
aðstoðar. Kennari frá Kennarahá-
skólanum í Gautaborg, Sverker Stube-
lius að nafni, kom hingað til lands þetta
sumar. Lúðvíg og Stubelius þekktust.
Lúðvíg kom til Gunnars og hvatti hann
eindregið til að gera kennslu að aðal-
starfi sínu. Gunnar féllst á það og úr
varð að hann fór utan til Svíþjóðar. Stu-
belius hafði útvegað honum inngöngu í
kennaraskólann í Gautaborg. í
skólanum var hann frá klukkan 8-19
alla virka daga vikunnar og lærði þar
alls konar smíði og teiknun. Teikni-
kennari Gunnars var Goes, hann
kenndi samkvæmt kerfi Sjöholms. Sjö-
holm var mjög þekktur smábarna-
kennari og leiðþeindi m. a. á sumar-
námskeiði kennara í Reykjavík. Aðal-
kennari Gunnars var Gustavsson.
Sumarið 1935 var Gunnar aðstoðar-
kennari Gustavsson. Eftir að nám-
skeiðinu lauk starfaði Gunnar um tíma
hjá C. G. Ericson, þekktum Iistsmið í
Arvika. Þar smíðaði hann aðallega í
eir, látún og járn. Síðla sumars þetta
sama ár kenndu þeir Gunnar og Gust-
avsson á kennaranámskeiði sem haldið
var í Austurbæjarskólanum. Það var í
fyrsta skipti, en ekki hið síðasta, sem
Gunnar Klængsson tók að sér að upp-
fræða kennara og þjálfa. Gunnar hóf
kennslu við Gagnfræðaskólann á ísa-
firði haustið 1935 fyrir réttum 50 árum.
Kenndi hann bæði smíði og teikningu. í
Iðnskólanum á ísafirði kenndi hann frí-
hendisteikningu.
Síðan gerist það haustið 1939 að Lúð-
víg Guðmundsson stofnaði Handíða-
og myndlistaskólann og þann 1. febrúar
1940 hófst regluleg kennsla í skólanum.
Þetta voru mikil tímamót í sögu list- og
verkgreina á íslandi. Fram til þessa
tíma hafði fræðsla í list- og verkgreinum
verið tímabundin og afmörkuð. Nú var
kominn skóli sem hafði háleit markmið
um fræðslu og uppbyggingu þessara
greina sem svo lengi höfðu átt undir
högg að sækja í þjóðfélagi er trúði svo
fast á bókleg fræði að annað komst
varla að. Nú var brotið blað hvað varð-
aði menntun smíða- og myndmenntar-
kennara sem kenndu í grunnskólum
landsins.
Gunnar var fastráðinn við Handíða-
og myndlistaskólann frá haustinu 1944.
Skólinn var þá þegar orðinn virt og vel-
metin menntastofnun. Brautryðjand-
inn, Lúðvíg Guðmundsson, hafði
marga trausta og færa kennara við
skólann. í smíðakennaradeildinni nýtt-
ust vel frábærir kennarahæfileikar
Gunnars, afburða hæfni hans við
hönnun og smíði, þroskaður smekkur
og mikil þekking. Gunnar er afar góður
teiknari og hugmyndaríkur með af-
brigðum og kom það sér vissulega vel í
starfi hans alla tíð. Gunnar þekkir vel
hefðbundna íslenska tré- og járnsmíði
og er sérfróður í flestu sem varðar út-
skurð og munsturgerð. Þjóðararfur og
þjóðarhefð á þessum sviðum hefur
orðið honum óþrjótandi brunnur hug-
mynda sem hann og nemendur hans
hafa svo útfært í efni. Áhrif heimilisiðn-
aðar fyrri tíma hafa oft endurspeglast í
þeim verkefnum sem nemendur kenn-
aradeildanna hafa tekið sér fyrir
hendur. Þessi áhrif hafa leitt til sífrjórra
hugmynda í munagerð án þess að þinda
eða hefta þann skapandi þátt sem þarf
að vera til staðar þegar listgripur er
smíðaður. Mikilvægi þessa fyrir nútíma
heimilisiðnað hlýtur að vera óumdeil-
anlegt.
Kennsluár Gunnars í Handíða- og
myndlistaskólanum urðu sex, haustið
1951 tók Kennaraskóli íslands við1
smíðakennaradeildinni og Gunnar var
beðinn að halda áfram um stjórnar-
tauma í deildinni. Þar kenndi hann til
vorsins 1977 en þá baðst hann lausnar
frá kennslustörfum. Gunnar hafði þá
2. um 34 ára skeið skipulagt og annast
21
HUGUR OG HÖND