Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 12
ullina á halasnældu. Aldrei var prjónað
úr handunnum lopa eins og hann kom
fyrir; lopavinnslan var aðeins undirbún-
ingur undir spunann.
Þegar ullarverksmiðjurnar komu til
sögunnar var hins vegar einnig farið að
nota orðið lopi um hina snúðlausu ullar-
strengi er voru vinnslustig milli vél-
kembingar og vélspuna. í fyrstu var lop-
inn annaðhvort spunninn í verksmiðj-
unum eða, sem oft var, endursendur
bændum sem höfðu sent ull til verk-
smiðjanna til undirbúnings vinnu heima
við, og var hann þá spunninn á rokk eða
stundum í litlum spunavélum sem ýmis
samtök í sveitum komu sér upp á
þessum árum.
Á fyrstu áratugum 20. aldar urðu
prjónavélar nokkuð algengar á ís-
lenskum heimilum, einkum til sveita,
en handprjóni hnignaði að sama skapi.
Árið 1920 gerði kona ein, Elín Guð-
jónsdóttir Snæhólm, er átti slíka vél, til-
raun til að vélprjóna trefil beint úr lopa-
plötu í stað þess að spinna ullina fyrst,
og tókst það vel. Elín skrifaði í ársritið
Hlín 1923 um þessa og aðrar tilraunir
sínar með að vélprjóna ýmsar lopaflík-
ur, hugmyndin mæltist vel fyrir og að-
ferðin breiddist út.
Það var þó ekki fyrr en að minnsta
kosti áratug síðar að handprjón úr lopa
fór að tíðkast, jafnhliða prjóni úr
bandi. Þess má geta að um það leyti var
prjón orðið kvennavinna og reyndar að
nokkru tómstundaiðja. Framan af var
eingirni stundum haft með lopanum til
styrktar, en yfirleitt voru í handprjóni
notaðir tveir eða þrír lopastrengir, oft
þríundnir í hnykla til þess að snúa laus-
lega upp á lopann. Nú er hafður smá-
snúður á þeim lopa sem framleiddur er
til sölu í hespum.
Á heimsstyrjaldarárunum síðari og
eftir það urðu handprjónaðar lopa-
peysur mjög vinsælar. Voru þær
einkum notaðar við útiveru, svo sem
iðkanir vetraríþrótta. Prjónað var í
hring, nú oft á hringprjónum sem teknir
voru upp á fjórða áratug aldarinnar, og
peysumunstrin byggðust einatt á er-
lendum fyrirmyndum, einna helst á
hefðbundnum norskum peysum, tví-
banda og með beinum axlabekkjum.
Seint á sjötta áratugnum voru hin vin-
sælu erlendu peysumunstur með hring-
laga axlabekkjum - upprunnin í Sví-
þjóð laust fyrir 1950 - tekin upp og að-
löguð lopaprjóni. Hefur þessi síðar-
nefnda munsturgerð orðið og er enn
höfuðeinkenni íslenskra lopapeysa.
Lopapeysur sem framleiddar eru til
sölu, hvort heldur innanlands eða til
útflutnings, eru allflestar unnar í sauð-
12.
arlitum. Þó ber heldur meira á lituðum
lopa nú hin allra síðustu ár, en einkum
mun prjónað úr honum til einkanota.
Munstur lopapeysanna eiga sér marg-
víslegan uppruna. Sum eru hefð-
bundnir íslenskir munsturbekkir
fengnir úr gömlum sjónabókum eða af
eldra prjóni, vefnaði eða útsaumi. Sum
hafa verið aðlöguð eftir íslenskum eða
erlendum munsturbekkjum eða öðrum
reitamunstrum ætluðum til ýmiss konar
textíliðju. Trúlega eru þó flest munstrin
sem notuð hafa verið á síðustu árum
unnin sérstaklega fyrir lopapeysur,
sumpart af textílhönnuðum, sumpart af
prjónakonunum sjálfum.
Elsa E. Guðjónsson
11. mynd.
Damaskprjón. Nr. 1: munstur við brún á
prjónapjötlu frá Stóruborg. Frá seinni hluta
17. aldar eða um 1700. Þjms. Stb.
1980:F175. Nr. 2: tillaga um upprunalega
gerð munstursins á pjötlunni, sem kynni þá
að vera aftan af sokkbol. Nr. 3: bekkur
neðst á karlmannspeysu frá seinni hluta 18.
aldar. Þjms. 5796. Hvítt = slétt, svart =
brugðið prjón. A = úrtökur. Teikningar:
Elsa E. Guðjónsson.
12. mynd.
Kona að spinna á halasnældu. Hún er búin
líkt og konan á 5. mynd. Hluti af teikningu
eftir Sigurð Guðmundsson málara (1833-
1874). Þjms. SG:09:5. Ljósmynd: Gísli
Gestsson.
13. mynd.
Lopapeysur 1958, eldri gerð með beinum
axlabekkjum og yngri gerð, sem síðar varð
allsráðandi að heita má, með hringlaga
axlastykki. Teikning: Elsa E. Guðjónsson.
12
HUGUR OG HÖND