Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 46

Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 46
KNIPLINGAR Kniplnámskeið hafa verið haldin í Heimilisiðnaðarskólanum allt frá árinu 1978, stundum eitt á vetri, stundum fleiri. Áhugi hefur verið þó nokkur og farið vaxandi, ef til vill samfara því, að áhugi á íslenska þjóð- búningnum hefur aukist. Margir vilja sauma upphlut og aftan á upphlutn- um hafa gjarnan verið hafðar knipl- aðar leggingar, og eigi búningurinn að vera sérlega fallegur og vandaður, er ekki úr vegi að knipla á hann legging- arnar sjálfur. Anna Sigurðardóttir handavinnu- kennari hefur kennt á kniplnámskeið- unum. Hún stundaði nám hjá Haandar- bejdets Fremme í Kaupmannahöfn og þar var skylda að læra knipl. Fram til þess tíma að Anna fór á skólann hafði hún ekki kniplað, en fékk fljótt áhuga á kniplingum og knipli. Að námi loknu lá kniplið alveg niðri hjá Önnu, að hennar sögn, þar til Sigríður Halldórsdóttir kom að máli við hana og bað hana að taka að sér kennslu í kniplnámskeiðum skólans. Anna segist nú helst hafa haldið, að hún væri búin að týna kniplinu niður, en varð hissa hve fljót hún var að ná fyrri hraða. „Það sem maður hefur einu sinni lært, hverfur ekki svo fljótt,“ segir hún. Knipl á gömlum upphlutum Lengi hafði Anna haft áhuga á að knipla ullarkniplinga, svipaða þeim sem eru neðan á samfellum á Þjóð- minjasafninu. Hún fór því á safnið í þeim erindagjörðum að kanna þessa ullarkniplinga. Þar hitti hún Elsu E. Guðjónsson safnvörð, sem ráðlagði henni að huga frekar að kniplingum á gömlum kvenupphlutum, sem til eru í safninu. Anna segir okkur, að sér hafi fundist verkefnið áhugavert, og hafi hún þegar hafist handa um að taka upp munstur af nokkrum upphlutum. Munstrin sem hún hefur nú náð upp eru af upphlutum, sem komu til safnsins árið 1908 og 1971 (Þjms. 5511 og 15. 10. 1971 c), en þeir eru báðir frá 19. öld. Annað munstrið sem Anna hefur tekið upp er kniplað úr málmþræði með rauðum silkiþræði utan með. Hitt er úr silkigarni, rauðu og gulu, en á milli kniplingatakkanna er grænn flauels- borði. Kniplklúbbur stofnaður Eins og fram kom í byrjun hefur áhugi á knipli farið vaxandi að undan- 1. Kniplaðar bakleggingar á upphlutum frá 19. öld í Þjóðminjasafni íslands Þjms. 5511. og 15.10.1971 c. 2. Eftirlíkingar af knipli á upphlut Þjms. 15.10.1971 c. 3. Eftirlíking af knipli ásamt flauelsborðum á upphlut Þjms. 5511. Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson. 46 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.