Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 20

Hugur og hönd - 01.06.1985, Blaðsíða 20
GUNNAR KUENGSSON egar skoðuð eru verk hagleiks- og listamanna vakna oft ýmsar spurningar. Spurt er m. a. hvar viðkomandi hafi lært, hverjir voru kennarar hans, hvaðan þau áhrif, stíll og vinnubrögð koma sem verkin sýna. Flestir eða allir sem skapa hagleiks- eða listaverk hafa numið hjá einstakl- ingum eða í skólum og orðið fyrir áhrifum frá kennurum og leiðbeinend- um. Stundum hefur skoðun og rann- sókn á munum og myndum haft sín áhrif á fólk sem vinnur að gerð slíkra verka. Of lítið og of sjaldan hefur verið reynt að rekja og meta slík áhrif, reynt að gera sér grein fyrir hverjir hafa verið og eru miklir áhrifavaldar á þessu sviði. Enn sjaldnar hefur þessum óeigin- gjörnu en þó áhrifamiklu lærimeist- urum verið sýndur sá sómi og heiður sem þeim ber. Þeirra er afar sjaldan getið þegar fjallað er um hagleiksmuni og listaverk, gerandi viðkomandi verks er venjulega í brennipunkti. í þessu greinarkorni er minnt á einn slíkan lærimeistara sem í löngu og far- sælu kennslustarfi hefur sennilega haft meiri áhrif en aðrir hérlendis á kennara, nemendur og almenning á sviði alls konar smíða og handíða á síðustu ára- tugum. Starfssaga hans verður ekki sögð hér að neinu marki, aðeins stiklað á stóru og reynt að benda á ýmislegt sem sýnir ljóslega áhrif hans á mótun menntastefnu hvað varðar mynd- og handmennt í grunnskólum, kennara- námi og hjá almenningi. Uppruni og æskuár Gunnar Klængsson fæddist í Reykja- vík þann 29. október 1914. Foreldrar hans voru hjónin Rannveig Eggerts- dóttir og Klængur Jónsson járnsmiður. Rannveig var ættuð úr Arnarfirði, Klængur úr Árnessýslu. Klængur var fjölhæfur hagleiksmaður, vann m. a. hjá Pétri Thorsteinssyni á Bíldudal og síðar í Hafnarsmiðjunni. Sex ára gamall fór Gunnar vestur á Bíldudal og sama haust í fóstur til Berg- sveins Árnasonar járnsmiðs á ísafirði og konu hans. Gunnar hneigðist snemma til smíða og Bergsveinn leyfði honum gjarnan að koma á járnsmíða- verkstæðið og fékk hann þar að dútla við smíðar. Tíu ára gamall hóf hann nám í Barna- skóla ísafjarðar. Sigurður Jónsson var þá skólastjóri þar. Tveir vel þekktir kennarar kenndu þar list- og verkgrein- ar, það voru þeir Guðmundur Jónsson frá Mosdal sem kenndi smíðar og Jón Hróbjartsson sem kenndi teiknun, söng og skrift. Áhugi Gunnars á smíðum, teikningu og skrift var mikill og hann náði fljótt góðum árangri í þessum greinum. Þegar Gunnar var 14 ára fór hann í unglingaskóla á ísafirði. Þetta var góður skóli en eitt vantaði - smíða- kennslu. Gagnfræðaskólinn á ísafirði var stofnaður árið 1931. Þangað fóru nem- endur úr unglingaskólanum - og þá beint inn í 3. bekk sem var lokabekkur skólans. Skólastjóri Gagnfræðaskólans á ísafirði var Lúðvíg Guðmundsson, síðar stofnandi Handíða- og myndlista- skólans. Lúðvíg var eldhugi. Hann hafði sérstakan áhuga á uppbyggingu list- og verkgreina við skólann og tókst að byggja upp kennslu í þessum greinum sem líklega má telja einstak- lega vandaða ef miðað er við svipaða skóla á þessum tíma. Lúðvíg fékk til skólans þýska konu, frábæran kennara, Gustel Weinem að nafni. Hún kenndi teikningu, skrift og hannyrðir og var einnig snillingur í leturgerð. Þessi ágæta kona kom með margar nýjungar í kennsluna m. a. tauþrykk. Hún setti líka á stofn saumaverkstæði þar sem nemendur unnu. Simson ljósmyndari á ísafirði kenndi handavinnu og fór líka ótroðnar slóðir. Hann lét nemendur m. a. búa til út- varpstæki og hátalara. Fleiri þættir verkgreina stóðu nemendum til boða, má þar nefna að þeir gátu lært netabæt- ingar hjá Pétri Njarðvík. 1. Gunnar Klængsson. 2. Sköft á pappírshnífa. Dæmi um tillögu- skissur Gunnars Klængssonar. 20 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.