Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Page 28

Hugur og hönd - 01.06.2006, Page 28
Spöng. Búningurinn allur er svo vel varðveittur að furðu sætir. Guðmundur teiknaði hugmynd sína að hirslu fyrir bún- ingirtn og fékk smiðinn Friðrik Þorsteinsson til að smíða kistu úr sedrusviði sem víða er hefð fyrir að nota til að varðveita textíla. Kistan er skreytt, listamaðurinn Jón Gunnar Arnason smíðaði lamir og lás úr járni. Gullsmið- urinn Leifur Kaldal gerði umgjörð úr silfri um steina sem skreyta járnið. Steinarnir eru úr Glerhallavík og úr safni þeirra hjóna því að Guðmundur og Lydia ferðuðust um fjöll og fimindi landsins og voru fundvís á fallega steina í ferðum sínum. Kistan er það stór að ekki þarf að brjóta samfelluna (pilsið) saman, heldur er hún lögð slétt að endilöngu og síðan treyjan ofan á, en inn í ermarnar hefur verið látinn (sýrufrír) pappír svo að ekki kæmu brot í þær. Þannig hefur þess verið vel gætt frá fyrstu tíð að búa um hluta búningsins hvem um sig. Lydia kom þessum hefð- um á um allan frágang og frá þeim hefur ekki verið vikið. Það er aðdáunarvert hve vel listamaðurinn Guðmund- ur hefur fylgt eftir hugmyndum sínum að búningi og kistu. Hann hefur falið færasta handverks- og listafólki verkið. Síðan var það Lydia sem gætti búningsins vel og Sylgja á belti. Sproti á belti. skráði heimildirnar sem hafa verið varðveittar með hon- um. Búningurinn er sem nýr þó að hann sé orðinn 50 ára gamall. Ljósni. Binni Búningurinn eins og hann er geymdur í kistunni. Kistan sem gerð var til að geyma búninginn. 28 HUGUROG HÖND 2006

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.