Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Síða 10

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Síða 10
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 S Ö G U L E G U R F R Ó Ð L E I K U R Þórunn Ástríður Björnsdóttir yfirsetukona var fædd að Vatnshorni í Skorra- dal árið 1859. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi við almenn bústörf. Hún skráði sjálf endurminningar sínar (óútgefnar), en í frásögn um hana í Íslenskum ljósmæðrum, sem skráð er af Steindóri Björnssyni (1957), er stuðst við það rit. Þegar Þórunn var lítil stúlka heyrði hún af því að hægt væri að óska sér hvers sem vera skyldi, ef maður kæmist undir enda friðarbogans. Á fallegu túnunum heima á Vatnshorni hljóp hún því ávallt af stað þegar til friðarbog- ans sást, en henni til mikillar gremju náði hann alltaf að flýja um leið og hún nálgaðist. „Óskin, sem fram átti að bera var alltaf hin sama: að biðja guð að gefa mér að ég yrði góð yfirsetukona, þegar ég yrði stór.“ Að mati Þórunnar var það drottinn sjálfur sem gaf henni strax í æsku þessa ríku þrá til ljós- móðurstarfsins. Hún var að lokum bænheyrð því að ljósmóðir varð hún og það af lífi og sál. En sú ganga var þó ekki þrautalaus. Þórunn Á. Björnsdóttir var forvitin ung stúlka og nálgaðist ætíð viðfangsefni sín af vísindalegri nákvæmni. Sem barn beindist áhugi hennar sérstaklega að leyndardómum fæðingarinnar. Hún skráði hjá sér samtöl þeirra sem vit höfðu á og lýstu meðal annars fæðingum dýra, svo sem lamba og kálfa. Hún skráði samviskusamlega hvernig fæðinguna bar að, bæði þegar allt gekk eðlilega en ekki síður þegar eitthvað var að. Þannig minntist hún til dæmis fyrstu fæðingarinnar sem hún sá; „Hugur minn lyft- ist til Guðs í hrifningu og þakklæti, þegar ég sá þarna, að ég hafði hugsað rétt, að höfuðið kæmi fyrst eitt og handleggir svo með brjóstinu“ (Steindór Björnsson, 1957, bls. 21). Þórunn lauk prófi í ljósmóðurfræðum 12. desember árið 1882. Hún starf- aði fyrstu tvö árin í Lundareykjadal og þar á eftir á heimaslóðum í Andakíls- umdæmi. Þá fór hún utan til framhaldsnáms til Kaupmannahafnar og lauk þar framhaldsprófi vorið 1891. Árin eftir heimkomuna reyndust Þórunni erfið. Hún var án ljósmóðurumdæmis næstu árin og vann fyrir sér með því sem til féll: húshjálp, saumaskap og bústörfum. Árið 1895 fékk hún loksins minnsta umdæmi landsins í sína umsjá, Þingvallasveit, en ómögulegt var að hún gæti framfleytt sér með því starfi. Árið 1897 fékk hún boð um að koma til Reykjavíkur af þáverandi landlækni, Guðmundi Björnssyni, án þess þó að hafa formlega skipun. Í kjölfarið flutti hún til Reykjavíkur það sama ár. Hún hafði lítið að gera og vann samhliða við önnur störf til að framfleyta sér „og svo var að henni sorfið, að hún neyddist til að selja sparipeysufötin sín til þess að geta lifað“ (Steindór Björnsson, 1957, bls.25). Næstu árin tókst henni þó að byggja upp gott orðspor í höfuðstaðnum og svo kom að því að hún var skipuð formleg ljósmóðir í Reykjavík árið 1902. Þórunn Á. Björnsdóttir var frumkvöðull í stétt okkar ljósmæðra. Strax í upphafi síns starfsferils hafði hún áhyggjur af því hvað verkleg kennsla í ljósmóðurnámi væri af skornum skammti. Að eigin frumkvæði bauð hún landlækni að taka að sér ljósmóðurnema til að vera við fæðingar strax árið 1898, eftir að hún var byrjuð að vinna sér inn traust í Reykjavík. Sú samvinna við landækni hélt áfram og árið 1912 varð hún svo kennari við Yfirsetuskólann og gegndi því starfi allt til ársins 1930. Þórunn beitti sér mjög fyrir bættum starfsaðstæðum og aukinni fræðslu til ljósmóðurstéttar- innar. Hún hafði alla tíð áhuga á því að bæta menntun ljósmæðra og það var að hennar tilstuðlan að bætt var úr kennslu ljósmæðranema árið 1920, ári eftir að Ljósmóðurfélagið var stofnað. Þá var Þórunn ein af þremur ljós- mæðrum í fyrstu stjórn Ljósmæðrafélagsins. Þar var hún kjörin ritari. Eitt af helstu baráttumálum stjórnarinnar voru kjaramál, en að frumkvæði Þórunnar voru menntamálin ofarlega á dagskrá (Helga Þórarinsdóttir, 1984). NOKKRAR SJÚKRASÖGUR – ÚR FÆÐINGARBÓK ÞÓRUNNAR Á. BJÖRNSDÓTTUR Þeirri iðju sem Þórunn hafði strax byrjað á sem barn – að skrá hjá sér allt varðandi undur og stórmerki fæðingarinnar – hélt hún áfram eftir að hún varð ljósmóðir. Hún skráði hjá sér allar fæðingar „þar sem eitthvað fór úrskeiðis þannig að hægt væri fyrir hana og aðra að læra af“ (Þórunn Á. Björnsdóttir, 1929, bls. III). Þessar fæðingarsögur gaf hún út undir heitinu „Nokkrar sjúkrasögur. Úr fæðingarbók Þórunnar Á. Björnsdóttur.“ Bókina gaf hún út á eigin kostnað á 70 ára afmælisári sínu árið 1929. Í bókinni sem spannar tímabilið 1897-1929 skráir Þórunn og lýsir 510 tilfellum er varða áhættufæðingar. Bókin skiptist upp í 15 bókakafla, sem bera meðal annars heitin: Tvíburafæðingar, Sitjandastöður og fótstöður, Tangatök, Naflastrengur fallinn fram og annað þess háttar, Fæðingar- krampar, Ýmisleg vandkvæði með fylgjuna og Fósturmissir. Í inngangi bókarinnar segir Þórunn: Guð hefur gefið mér í hendur 4238 börn. Af þeim voru svein- börn 2152, en meybörn 2131. Fyrstu fæðingar hjá 1058 konum, ógiftar mæður 869. Tvíburar 74. Naflastrengur vafinn um háls, 808. Ég get hugsað mér að einhverjum kynni að finnast svo, að eftir tölu fæðinganna sé það óvenjulega oft, sem eitthvað hefur verið athugavert við þær. En þar er til að svara, að næstum því fjórða hver fæðing er fyrsta fæðing, en við þær er oft eitthvað athugavert....Svo hafa konur nokkuð oft vitjað mín, eftir læknis- ráði, ef þær hafa búist við einhverjum erfiðleikum við fæðinguna. (Þórunn Á. Björnsdóttir, 1929, s.IV) Hver kafli í bókinni inniheldur tímasettar fæðingarlýsingar, gefin er stutt- leg lýsing á viðkomandi konu, hennar fæðinga- og félagssögu og upphafi fæðingar gerð skil. Lesandinn fær þannig innsýn inn í ótrúlega veröld ljós- móðurstarfsins í upphafi síðustu aldar en ekki síður í veröld fæðandi kvenna, þar sem fæðingarreynslan getur reynt á öll þolrif konunnar og útkoma fæðingarinnar oft sársaukafull. Sumar aðstæður eru um margt kunnar en að „AÐ BIÐJA GUÐ AÐ GEFA MÉR AÐ ÉG YRÐI GÓÐ YFIRSETUKONA“

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.