Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2019, Side 18

Ljósmæðrablaðið - dec. 2019, Side 18
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 F R Æ Ð S L U G R E I N UMSKURÐUR KVENNA: ÁHRIF Á FÆÐINGU OG FÆÐINGARHJÁLP INNGANGUR Aðgerðir á kynfærum barna og ungmenna hafa þekkst víða um heim öldum saman. Þekkt er að sum samfélög geri slíkar aðgerðir á ungum drengjum, ýmist af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum. Aðgerðir á kynfærum stúlkna og kvenna eru einnig mjög útbreiddar á heims- vísu. Slíkar aðgerðir eru kallaðar umskurðir eða limlesting á kynfærum kvenna (e.circumcision/female genital mutilation). Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin skilgreinir umskurð kvenna sem allar breytingar eða skaði á ytri kynfærum kvenna sem er ekki gerður í lækningarskyni og hefur engan heilsufarslegan ávinning. Umskurður er talinn fela í sér alvarlegt brot á mannréttindum stúlkna og kvenna (World Health Organisation (WHO), 2018). Talið er að meira en þrjár milljónir stúlkna og kvenna séu í hættu á að verða fyrir verknaðinum ár hvert. Umskurður er oftast framkvæmdur þegar stúlkur eru á aldrinum 0 til 15 ára en þó er einnig þekkt að hann sé framkvæmdur síðar (United Nations International Children’s Emergency Fund (UNICEF), 2016). Samkvæmt upplýsingum frá UNICEF eru að minnsta kosti 200 milljónir barna og kvenna umskornar í heiminum í dag. Um það bil helmingur þeirra kemur frá þremur löndum; Indónesíu, Eþíópíu og Egyptalandi (UNICEF, 2016). Þessi verknaður er þó mun útbreiddari en það og er vitað af um það bil 30 löndum þar sem umskurðir eru framkvæmdir. Flest þeirra eru í Afríku en sum í Asíu, einkum Mið- Austurlöndum (WHO, 2018). Í Sómalíu, Gíneu, Djibouti, Sierra leone, Malí, Egyptalandi, Súdan og Eritreu er meira en 80% stúlkna og kvenna á aldrinum 15 til 49 ára umskornar (UNICEF, 2016). MENNINGARLEGUR OG SÖGULEGUR BAKGRUNNUR Sögulegur og menningarlegur bakgrunnur og uppruni umskurðar kvenna er ekki með öllu kunnur. Mikilvægt að reyna að skilja eins og kostur er hvaðan þessi siður kemur og hvers vegna hann er stundaður, einkum til þess að unnt sé að finna leiðir til að draga úr þessari framkvæmd eins og hægt er og helst að útrýma henni alveg. Sumir fræðimenn rekja uppruna umskurðar til Egypta á tímum faraóanna og er talið að þessi siður hafi verið stundaður með einum eða öðrum hætti að minnsta kosti frá árunum 2000 til 1400 fyrir Krist. Egyptar eru þannig höfundar þessa siðar en hann dreifðist svo víðar, þar á meðal til Rómverja sem eru taldir hafa hengt hringi á ytri legháls kvenþræla til að koma í veg fyrir þungun. Siðurinn dreifðist svo víðar um Afríku og Asíu eins og áður hefur verið rakið (Ofor og Ofole, 2015). Ekkert trúarrit gerir kröfu um eða styður að stúlkur og konur séu umskornar en þó er siðurinn víða talinn vera tengdur trúarbrögðum og margir sem framkvæma hann rétt- læta hann með vísun til trúarbragða (WHO, 2018). Sumir trúarleiðtogar eru fylgjandi umskurði, aðrir taka eindregna afstöðu gegn honum og enn aðrir taka ekki afstöðu til siðarins. Algengast er að umskurður eigi sér stað í samfélögum múslima en siðurinn þekkist einnig í samfélögum kristinna, gyðinga og samfélögum sem aðhyllast andatrú. Umskurður kvenna var stundaður fyrir tíma Krists og Islam svo ljóst er að uppruni hans verður ekki rakinn þaðan (Ofor og Ofole, 2015). Orsakirnar eru því líklega frekar menningarlegar en trúarlegar og kunna ástæðurnar að vera mismunandi eftir löndum. Jafnframt er það ólíkt hvers konar umskurðir eru framkvæmdir (WHO, 2018). Í þeim samfélögum þar sem umskurður er álitinn eðlilegur siður (e. social norm) er þrýstingur frá samfélaginu að framkvæma umskurð. Þá kann þrýstingurinn einnig að koma frá þoland- anum sjálfum þar sem rík þörf er fyrir að falla inn í hópinn og jafnframt kann að ríkja mikil hræðsla við höfnun samfélagsins. Í mörgum slíkum samfélögum er umskurður mjög algengur, jafnvel framkvæmdur nánast undantekningarlaust, og þykir sjálfsagður. Sums staðar er umskurður álitinn nauðsynlegur hluti af uppeldi stúlku, hann er talinn draga úr kynhvöt konunnar og auðvelda henni um leið að standast freistingar. Konur með 3. flokk umskurðar óttast sársaukann Hulda Lind Eyjólfsdóttir, ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítala. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, prófessor í ljósmóðurfræði, Hjúkrunar- fræðideild, Háskóla Íslands

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.