Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2019, Page 25

Ljósmæðrablaðið - Dec 2019, Page 25
25LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 „Ef aurskriður í Vestur-Afríku eru ein afleiðing þessarar ógnar, þurrkar í Miðausturlöndum önnur og hækkandi sjávarborð hjá eyþjóðum Kyrrahafsin sú þriðja þá birtist vandinn í okkar heimshluta meðal annars í aukinni tíðni sjúkdóma sem rekja má til streitu, í vaxandi ójöfnuði... Þetta snýst um útbrunnið fólk á útbrunninni plánetu.“ - Malena Ernman, móðir Gretu Thunberg Fyrir fimm árum síðan var ekki hlaupið að því fyrir nýútskrifaða ljós- móður að fá vinnu við hæfi og hægt að prísa sig sæla með þriggja mánaða lausráðningar í senn. Landslagið sem blasir við okkur í dag er frábrugðið og mætti í raun segja að algjör viðsnúningur hafi orðið. Erfiðlega gengur að manna stöður ljósmæðra bæði á landsbyggðinni en nú undanfarið líka á höfuðborgarsvæðinu. Það erfiðlega, að jafnvel engar umsóknir berast um lausar stöður og hafa hjúkrunarfræðingar nú verið ráðnir í störf ljósmæðra í auknum mæli. Ljósmæður finna fyrir sívaxandi álagi og hraða, veikindi starfsfólks eru mikil og undirmönnun á vöktum algeng. Margar finna sig knúnar til að minnka við sig vinnu og sumar hafa jafnvel sagt upp störfum og leitað á ný mið. Eðli málsins samkvæmt eykst mönnunarvandinn og álagið við þessa þróun og enn erfiðara verður að ráða inn nýtt fólk. Fólk- inu sem fyrir er líður verr, það minnkar meira við sig og er oftar veikt... og álagið eykst... og vítahringurinn heldur áfram og áfram, spírallinn snýst hraðar og hraðar. Mig svimar við að skrifa þetta niður. Í haust sótti ég árlega ráðstefnu breska ljósmæðrafélagsins, The Royal Collage of Midwives (RCM), þar sem þessi mál voru ofarlega á baugi. Þar í landi hefur viðvarandi ljósmæðraskortur ríkt í nokkur ár og áætlað að það vanti um 2500-3500 ljósmæður. Afleiðingarnar hafa nú verið að koma upp á yfirborðið með skýrari hætti og ljósmæður segja stéttina vera að fuðra upp af álagi og kulnun sé nánast orðin eðlilegur hluti af starfinu. Ég hlustaði á Dr. Billie Hunter kynna glænýja rannsókn sína á andlegri líðan og kulnun meðal breskra ljósmæðra og óhætt er að segja að salur- inn hafi verið sleginn yfir niðurstöðunum. Í ljós kom að 83% ljósmæðra upplifðu kulnun í persónulega lífinu, ég endurtek 83%! Þessar niður- stöður staðfesta tilfinningu ljósmæðra um alvarleika málsins. Einnig lýstu 67% ljósmæðranna meðal- eða mikilli vinnutengdri kulnun og rúmlega þriðjungur skoraði yfir meðallagi og upp í alvarlega hátt í mælingum á kvíða, þunglyndi og/eða streitu (Hunter, Fenwick og Henley, 2019). Þetta eru háar tölur og erfitt að ná utan um þann veruleika sem býr að baki; svefnleysi, pirringur, skapsveiflur, kvíði, þunglyndi, áhugaleysi, félags- lega einangrun, streita, minnistruflanir og jafnvel alger andleg og líkam- leg örmögnun. Þegar fólk lendir í kulnun tæmast batteríin ekki þannig að nóg sé að stinga í hleðslu, taka því rólega yfir helgi og mæta ferskur á mánudegi. Kerfið bræðir úr sér og þarfnast mun flóknari viðgerða. Fólk er lengi að ná sér, ár, jafnvel lengur. Þetta er alvarlegt ástand og slæmt fyrir alla, þjónustan líður fyrir þetta, starfsfólkið og stofnanir. Ég fór að hugsa um það af hverju allt kapp hafi ekki verið lagt á að sporna við þessari þróun, af hverju það sé ekki búið að setja í gang neyðaráætlun til að koma í veg fyrir að alvarlegur ljós- mæðraskortur verði hér á landi. Við höfum vísbendingar um hvert stefnir og það er ekki eftirsóknarverð vegferð. Nýjustu aðgerðir Landspítal- ans voru ekki til þess fallnar að bæta ástandið en á dögunum var boðuð launalækkun; ekki er lengur hægt að greiða ljósmæðrum álagsauka vegna þungrar vaktabyrði og undirmönnunar þó að hvoru tveggja sé enn íþyngjandi. Á sama tíma fór átaksverkefnið Vellíðan í vaktavinnu í gang á spítalanum þar sem starfsfólk er hvatt til að taka ábyrgð á eigin heilsu og huga að svefni, næringu og hreyfingu til að vera betur í stakk búið til að takast á við áskoranir starfsins. Margir voru beinlínis sárir þegar þeir fundu segla á skápunum sínum í fataklefum myndskreytta með slagorðum eins og: „Hugsaðu um þína heilsu“ og „Settu nægan svefn í forgang“ og „Gefðu þér tíma í léttar hléæfingar.“ Þetta eru allt holl ráð en því miður gefst fæstum ljósmæðrum færi á að fylgja þeim vegna álags. Við getum öll verið sammála um mikilvægi góðrar heilsu en maður veltir því fyrir sér hver ábyrgð stofnunarinnar sé og hvort það sé sanngjarnt að varpa ábyrgðinni yfir á einstaklinga með þessum hætti. Er raunhæft að fólk haldi heilsu í kerfi sem er óheilbrigt? Raunar sýna rannsóknir að kerfistengdir þættir eins og vinnufyrirkomulag og vinnumenning séu lykiláhrifaþættir þegar kemur að heilsu og líðan ljósmæðra í starfi. Undir- mönnun og mikið álag á vöktum tróna efst á þeim lista en fjöldi annarra þátta eins og langar vaktir, vaktafyrirkomulag, skortur á stuðningi, að komast ekki í pásur og matartíma og að ná ekki að veita þá umönnun sem þú hefðir viljað eru allt þættir sem tengdir hafa verið við vanlíðan og aukna tíðni kulnunar meðal ljósmæðra (Cramer og Hunter, 2018; Hunter o.fl., 2019 og RCM, 2016). Það er ljóst að átaksverkefni skila litlu af kerfið styður ekki í verki þær breytingar sem það boðar í orði kveðnu. Mér var hugsað til þess hvernig fókusinn hefur verið settur á einstaklinga í stað kerfisins í umhverfismálum, hvernig okkur er talin trú um að við séum að bjarga jörðinni með því að kaupa lífræna ávexti og flokka rusl þegar loftslagsváin er á svo stórum skala að ekkert getur raunverulega breyst nema með róttækum kerfisbreytingum. Það er kannski ekki póli- tískt rétt að bera saman kulnun fólks og loftslagsvána en það má vel færa fyrir því rök að þetta sé einmitt sitt hvor hliðin á sama peningnum. Líkt og neysla okkar og ósjálfbærni hefur gengið á auðlindir jarðar þá er þenslan, hraðinn og krafan um stöðugan hagvöxt að ganga á auðlindir fólksins. Langflestar ljósmæður sem ég þekki eru mjög metnaðarfullar í störfum sínum. Ljósmæður eru töffarar og það passar sjálfsmynd þeirra illa að kvarta yfir álagi, hvað þá að játa sig sigraðar. Þær hafa verið tilbúnar að vaða eld og brennistein, stórfljót og snjóskafla fyrir skjólstæðinga sína í aldanna rás. Í dag hlaupum við hraðar, sofum hraðar, borðum hraðar og vinnum hraðar. En stríða þessi vinnubrögð ekki beinlínis gegn okkar eigin hugmyndafræði? Við teljum okkur vera að færa fórnir fyrir skjól- stæðinga okkar en er það virkilega svo? Þetta er nú ekki starf fyrir hvern sem er segjum við gjarnan hver við aðra, svo kyngjum við kökknum og minnkum starfshlutfallið aðeins meira til að halda okkur á floti. Er ekki löngu tímabært að staldra aðeins við, hægja ferðina og spyrja okkur spurninga? Er eðlilegt að hraust ljósmóðir með fulla starfsorku treysti sér best í 60 eða í mesta lagi 70% starfshlutfall ætli hún sér að halda líkamlegri og andlegri heilsu? Þarf hún bara að vera aðeins duglegri og borða hollari mat eða er þörf á að horfa á áskoranirnar í stærra samhengi? Er hraðar, stærra, meira og sterkara alltaf rétta leiðin áfram eða getur verið að hægara sé kannski skilvirkara þegar öllu er á botninn hvolft, að mýktin sé styrkari en harkan og að velsæld sé betri mælikvarði á árangur en hagvöxtur? Steinunn Rut Guðmundsdóttir, ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. HEIMILDIR Cramer, E. og Hunter, B. (2018). Relationships between working conditions and emotional well- being in midwives. Women and Birth, 32, 521-532. http://doi.org/10.1016/j.wombj.201811.010 Hunter, B., Fenwick, J., Sidebotham, M. og Henley, J. (2019). Midwives in the United Kingdom: Levels of burnout, depression, anxiety and stress and associated predictors. Midwifery, 79, 102526. https://doi.org/10.1016/j.midw.2019.08.008 The Royal College of Midwives (RCM). (2016). Why midwives leave – revisited. Sótt 4. desem- ber 2019 af https://cdn.ps.emap.com/wp-content/uploads/sites/3/2016/10/Why-Midwives- -Leave.pdf Thunberg, G., Ernman, M., Ernman, B. og Thunberg, S. (2019). Húsið okkar brennur: Baráttu- saga Gretu og fjölskyldunnar. Reykjavík: JPV útgáfa. ÚTBRUNNIÐ FÓLK Á ÚTBRUNNINNI PLÁNETU! Ú R Þ J Ó Ð F É L A G S U M R Æ Ð U N N I

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.