Bændablaðið - 08.05.2017, Page 6

Bændablaðið - 08.05.2017, Page 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 5.100 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Það er athyglisvert að fylgjast með þróun verslunar á Íslandi þessa dagana. Þar er eitthvað að gerast sem okkur hefur verið talin trú um að væri utan marka þess mögulega. Fyrir skömmu var opnuð stórverslun í Garðabæ frá Costco Wholesale Corporation. Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 1983 í Seattle í Bandaríkjunum. Á vefsíðu fyr- irtækisins segir að allar verslanir Costco byggi á meðlimaaðild. Þegar verslunin í Garðabæ var opnuð undir lok maí var engu líkara en Íslendingar hefðu aldrei séð dagvöruverslun fyrr. Allar götur síðan hefur nánast verið fullt út úr dyrum og öll bílastæði á stóru svæði, líka hjá stórverslun IKEA, hafa verið troðfull af bílum viðskipavina Costco. Talsmenn verslunar á Íslandi og einkum fulltrúar Samtaka verslunar og þjónustu hafa af kurteisi sagst fagna þessari nýju samkeppni. Samt dylst engum að mikill órói er hjá eigendum gömlu verslanarisanna á íslenska markaðnum. Hjá flestum verslunum hefur tilkoma Costco haft þau áhrif að verð hefur verið lækkað á ýmsum varningi, jafnvel um tugi prósenta. Eitthvað sem alla tíð hefur verið fullyrt við neytendur að væri ómögulegt. Því hefur gjarnan verið borið við að smæð íslenska markaðarins kallaði á hærra vöruverð, einnig dýrir flutningar og fjarlægð frá helstu viðskiptalöndum. Í mörg undanfarin ár hafa samtök verslunarinnar hamast í fjölmiðlum við að „upplýsa“ fávísa alþýðu landsins um að helsta ástæðan fyrir háu matvöruverði væri ómögulegt landbúnaðarkerfi, hátt verð frá bændum og það sem sumir hafa kallað ofurtolla á matvæli. Reynt hefur verið að telja almenningi trú um að kerfið á Íslandi væri einstakt hvað þetta varðar. Upplýstir neytendur vita þó mæta vel að sambærilegt fyrirkomulag er haft á hvað varðar stuðning við innlenda matvælaframleiðslu í öllum okkar helstu viðskiptalöndum. Talsmönnum verslunarinnar hefur á liðnum árum tekist að knýja fram tollaniðurfellingar á ýmsum vörum. Þrátt fyrir það gekk ansi hægt að skila lækkuðu innkaupsverði sem þar fékkst áfram til neytenda. Var þar ýmsu borið við, eins og lagerstöðu og ýmsum innlendum kostnaðarþáttum. Í allri þeirri orðræðu hafa menn samt forðast í lengstu lög að ræða kostnað vegna mikillar yfirbyggingar í íslenskum verslunum og kostnað við óhóflegt verslunarhúsnæði. Á þessum forsendum hefur verslun á Íslandi haldið uppi háu vöruverði með miklu hærri álagningu en eðlilegt getur talist. Þetta er nú að koma í bakið á íslensku verslunarrisunum um leið og erlend verslunarkeðja sýnir fram á að álagning þarf ekki að vera í hundruðum prósenta. Forsvarsmenn verslunar á Íslandi hafa með sinni óbilgirni verið besta auglýsingin fyrir Costco sem hugsast getur. Viðbrögð sumra verslunareigenda hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum verið að sniðganga íslenska birgja sem voga sér að eiga viðskipti við Costco. Neytendur hafa því orðið varir við að ákveðin vörumerki sjást ekki lengur í sumum verslunum. Costco selur matvörur eins og margt annað. Þar er m.a. á boðstólum kjöt frá íslenskum bændum, oft að því er virðist á þokkalegu verði. Þar eru líka á boðstólum lyf á verði sem Íslendingar hafa aldrei áður kynnst í innlendum apótekum. Vondir bænd- ur og vont landbúnaðarkerfi á Íslandi, vondir tollar og lítill markaður eru því greinilega ekki ástæðan fyrir því að Costco getur boðið mun lægra verð á flestum vöruflokkum en kollegar þeirra á Íslandi. Kannski íslenskir stórkaupmenn fari að átta sig á því að það dugar heldur ekki lengur að kenna íslensk- um landbúnaði um hátt matvælaverð á Íslandi. /HKr. Hið ómögulega ÍSLAND ER LAND ÞITT Mynd / HKr. Tíðarfar síðasta vetur fór mildum höndum um landsmenn og hefur orðið til þess að gróður á vormánuðum var mjög fljótur til og grasspretta ein sú besta sem elstu menn muna. Væntanlega mun sláttur hefjast af fullum krafti innan skamms og sýnist bænd- um það vera ávísun á að slá verði þau tún þrisvar í sumar. Þessu fagna þeir sem eiga allt undir því hvað landið gefur af sér. Ekki er gott að átta sig á hvort þetta sé það sem við munum eiga von á næstu árin. Mikill annatími Nú er uppskerutími hestamennsk- unnar í hámarki, kynbótasýningar um allt land, íþróttakeppni, gæð- ingakeppni og þar með úrtökur fyrir Heimsmeistaramótið sem fer fram í Hollandi í ágúst. Þetta er mikill anna- tími hjá sýnendum og keppendum. Að baki hverju hrossi eru eigend- ur, einn eða fleiri, sem sumir setja vonarstjörnurnar sínar í hendurnar á atvinnumönnum og bíða spenntir eftir útkomunni. Þetta er tími gleði og von- brigða því auðvitað vilja allir skora hátt. En oftast má finna hlutverk fyrir þennan fjölhæfa gæðing sem íslenski hesturinn er, þó svo hann standi ekki efstur á kynbótabrautinni, né sé á leið á landsmót eða heimsmeistaramót. Þarf að viðhalda áhuga ungs fólks Til að framtíð hestsins sé björt þarf að viðhalda áhuga ungs fólks á honum því þeirra er að halda fána hans á lofti. Það er margt sem keppir um áhuga unga fólksins og það er okkar sem eldri erum að stuðla að því að sem flestir fái að kynnast þessari dásamlegu skepnu. Ekki fæðast allir inn í hestafjölskyldur en langar engu að síður að komast á hestbak eða einfaldlega kemba og eignast góðan vin. Margir eru hræddir við að leyfa hinum og þessum að fara á bak því alltaf getur komið fyrir óhapp og nú á tímum eru allir bótaskyldir. Engu að síður langar flesta sem eiga hross að leyfa öðrum að njóta, ekki síst þeim sem aldrei hafa tök á að komast á hestbak. Sú upplifun að teyma undir ungum knapa í fyrsta skipti er oft einstök, finna hvernig óttinn breytist í traust á skepnuna sem oft og tíðum gerir sér grein fyrir verðmætunum sem hún er með á bakinu. Gagnkvæm væntumþykja er fljót að myndast hjá ungum knapa og hesti. Nú er sá tími sem hrossaræktendum finnst hvað skemmtilegastur, það er þegar taka þarf ákvörðun um hvaða hesta hryssurnar eiga að fara undir. Margir eru búnir að liggja yfir stóðhestabókum og blöðum í allan vetur, aðrir bíða eftir kynbótasýningunum til að sjá nýjar stjörnur. Þetta er oft sýnd veiði en ekki gefin því stjörnurnar rísa og falla milli ára og erfitt að henda reiður á ef eingöngu á að fara eftir tölum. Mörgum finnst nauðsynlegt að sjá hestana en þá mundi viðkomandi lítið gera annað og það er ekki í boði á þessum árstíma. Ábyrgð dómara er mikil og ekki öfundsverð. Sem betur fer hentar ekki öllum hryssum það sama og ekki öllum ræktendum, því þá yrði hjörðin frekar einsleit og það viljum við ekki. Samt má gagnrýna það hve oft er einblínt á sömu hest- ana, oft þá sem einhverra hluta vegna fá mikla umfjöllun. Þá virðast aðrir falla í skuggann og er þá verið að tala um tugi hesta sem fá mjög góða dóma. Það er engri ræktun til framdráttar að allt kvenkynið fari undir sama karlinn. Gríðarlegar framfarir Allt er lýtur að íslenskri hesta- mennsku hefur tekið gífurlegum framförum. Uppeldi, umhirða, frumtamning, áframhaldandi tamn- ing og þjálfun, sýningar, umgjörð sýninga, framkoma og klæðnað- ur knapa, allt til fyrirmyndar ef á heildina er litið, en að sama skapi er umgjörðin öll orðin óþarflega dýr og talað um hestamennskuna sem dýrt sport. Vel hirtur og fóðraður hestur með knapa sem er vel til fara og situr vel er stórkostleg sjón og hrífur alla, líka þá sem ekkert vit hafa á hross- um. En ef sá sem ætlar að koma sér upp öllum herlegheitunum og sér hnakkinn á 300 þúsund, beislið á 20 þúsund, reiðúlpuna á 40 þúsund, reiðbuxurnar á 30 þúsund og svona mætti lengi telja (og þetta eru miðlungsverðin ) er nema von að hann reyni að fá gæðinginn á 250 þúsund? Því í þéttbýlinu er tekið eftir þér ef þú mætir í afgangs vinnuúlpu og Nokia stígvélum í hesthúsið. En þarna er sem betur fer ekki við hestamennina sjálfa að sakast, það er einfaldlega allt sem tengist sporti dýrt. Sumarið er tíminn sagði einhver og er það orð að sönnu, reiðtúr um íslenska náttúru gerir alla menn betri því þar nýtur íslenski gæðingurinn sín best. Gunnar Kr. Eiríksson stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands Og golan kyssir kinn Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir – ghp@bondi.is – Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is – www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.