Bændablaðið - 08.05.2017, Qupperneq 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017
Útskrift frá Háskólanum á Hólum fer fram 9. júní:
Praktíkin heillar
HROSS&HESTAMENNSKA
Guðrún Hulda Pálsdóttir
gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com
Tæplega sextíu nemendur
útskrifast frá Háskólanum
á Hólum föstudaginn 9.
júní. Meðal þeirra er Sarah
Høegh, sem gekk hlaðin
verðlaunagripum frá reiðsýningu
brautskráningarnema í
reiðmennsku og reiðkennslu sem
fram fór í maí.
Sarah Høegh hlaut
viðurkenningu Háskólans á Hólum
fyrir besta árangur á lokaprófi í
reiðmennsku. Einnig vann hún
Morgunblaðshnakkinn, sem veittur
er fyrir besta heildarárangur í öllum
reiðmennskugreinum í BS-námi í
reiðmennsku og reiðkennslu.
Sarah er 25 ára frá Danmörku
en hefur búið hér á landi í sex
ár. „Ég kom til landsins þegar ég
var 19 ára og ætlaði að vera hér
í þrjá mánuði. Síðan fannst mér
svo gaman að ég sá fram á að
vera hérna,“ segir Sarah sem réði
sig í vinnu á hrossaræktarbúinu
Grænhóli í Ölfusi.
Árin urðu þrjú og Sarah gat ekki
hugsað sér að leggja neitt annað
fyrir sig en hestamennsku og skráði
sig ásamt vinkonu sinni í nám í
reiðmennsku og reiðkennslu við
Háskólann á Hólum.
Hún segir námið hafa veitt
sér dýpri skilning á fjölbreyttum
þáttum hestamennskunnar. „Af
hverju þær aðferðir, sem beittar
eru í þjálfun hestsins, eru notaðar
og af hverju þær virka. Maður
fer að skilja betur eðli hestsins,
hvernig hann hugsar og lærir.
Ég hafði einnig mikið upp úr því
og var að læra hvernig líkami
hestsins virkar, allt í tengslum
við þjálfunarlífeðlisfræði og
fóðurfræði hans. Þetta hefur allt
áhrif á þjálfun hans,“ segir Sarah.
Rannsakaði áhrif
hófhlífa á brokk
Sarah skrifaði lokaverkefni um
áhrif hófhlífa á fótlyftu, skreflengd
og skreftíðni á brokki á hlaupa-
bretti. „Við létum átta hross brokka
á hlaupabretti án hlífa og síðan
með 240 g hlífar. Við tókum þau
upp á háhraðamyndavél og út frá
myndum mældum við skreflengd
og skreftíðni. Einnig mældum við
hnélyftu og vinkla á framfótum.
Niðurstaðan leiddi í ljós að
skreflengd og svif breytist ekki við
hófhlífanotkun. En maður sækist
eftir því að ná því fram í keppni.
Hins vegar lyfta hross meira með
hlífar,“ segir Sarah en bendir þó á
að niðurstöðurnar taka aðeins til
áhrifa hófhlífa því hrossin voru
knapalaus í rannsókninni.
Hún segir það hafa verið fróð-
legt að vinna með vísindalegu hlið
hestamennskunnar en sjái þó ekki
fyrir sér að leggja rannsóknir fyrir
sig. „Ég vil frekar vera í praktíska
hlutanum, það er að segja að þjálfa
hross og keppa. Ég held að það
gæfist aldrei tími til að leggja báða
þætti fyrir sig samhliða,“ segir hún.
Þjálfar og temur í Þorleifskoti
Sarah hefur nú hafið störf við
tamningar og þjálfun á Þorleifskoti
hjá Selfossi, en þar vinnur hún með
kærasta sínum, Bjarna Sveinssyni.
„Aðaláherslan verður lögð á
að þjálfa upp kynbóta- og keppn-
ishross, en mér þykir gaman að
byggja upp hross til lengri tíma til
að sjá hverju hægt sé að ná fram
úr þeim. Þá þarf maður alltaf að
halda áfram að frumtemja, því
maður lærir svo mikið af því,“
segir hún og ber náminu á Hólum
góða söguna.
„Þetta voru frábær þrjú ár þar
sem ég lærði svo margt. Auk þess
kynntist ég fullt af fólki sem ég get
leitað til í framtíðinni.“
Sarah Høegh hlaut tvær viðurkenningar eftir reiðsýningu brautskráninganema. Hún er hér ásamt hryssunni sinni,
Frigg frá Austurási. Mynd/ Helle Høegh
Útskriftarnemar í reiðmennsku og reiðkennslu stilla sér upp eftir að hafa fengið hina bláu einkennisjakka Félags
tamningamanna. Mynd/ Helle Høegh
Sarah og Frigg á sundspretti. Mynd/ Linda Gustafsson
Til að bæta mat á gangtegundum
hrossa í kynbótasýningum
verða settir upp hljóðnemar
við brautirnar á öllum
sýningarsvæðum í ár.
„Þetta er gert til þess að dómarar
heyri vel takt hestsins í öllum tilfell-
um og mun bæta öryggi dómsins en
einnig mun þetta vonandi bæta sam-
ræmi í dómum á milli sýningarstaða
en sums staðar eru aðstæður þannig
að dómarar sjá og heyra vel en sums
staðar heyra þeir ekki neitt inni
í dómsskúrum. Þetta var prófað á
tveimur sýningum í fyrra, þannig að
nokkur reynsla er komin á útfærslur
og verður spennandi að þróa þessa
nýjung áfram,“ segir Þorvaldur
Kristjánsson, ábyrgðarmaður í
hrossarækt hjá Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins.
Nýjung í mati á gangtegundum
Tinnusvartur fjögurra
vetra stóðhestur, Hylur frá
Flagbjarnarholti, hlaut á
dögunum 8,96 fyrir sköpulag á
kynbótasýningu á Sörlastöðum.
Mun það vera hæsta einkunn sem
fjögurra vetra stóðhestur hefur
hlotið í sögunni, og er jafnframt
fjórði hæsti dómur sem kveðinn
hefur verið upp fyrir sköpulag á
íslenskum hesti.
Hylur hlaut
einkunnina 9,5
fyrir samræmi
og prúðleika,
9,0 fyrir hófa,
fótagerð, háls,
herðar og bóga,
bak og lend, 8,5
fyrir höfuð og 7,5
fyrir réttileika. Í
athugasemdum
dómara stendur
að Hylur sé létt-
byggður, fóta-
hár, sívalvaxinn
með vöðvafyllt
bak og góða baklínu, jafna lend,
reistan, langan og mjúkan háls og
háar herðar.
Þægur og meðfærilegur
Faðir Hyls er Herkúles frá
Ragnheiðarstöðum sem sjálfur
hlaut 8,66 fyrir sköpulag
á Landsmóti hestamanna í
fyrra. Móðir hans er Rás frá
Ragnheiðarstöðum en sú hlaut
aðeins 7,93 fyrir sköpulag þegar
hún var sýnd árið 1998. Hún
hefur hins vegar gefið vel sköpuð
afkvæmi samkvæmt Worldfeng,
upprunaættbók íslenska hestsins.
Hylur er í eigu Arnars
Guðmundssonar og Sindrastaða
ehf. en eigendur þess eru Ísólfur
Líndal Þórisson og Vigdís
Gunnarsdóttir.
„Hreyfieðli Hyls er að okkar
mati einstaklega skemmtilegt.
Hann er mjög léttstígur og á auð-
velt með að bera sig, með fallegum
hreyfingum og höfuðburði. Hann
hefur mikið fas og útgeislun, algjör
sjarmör. Geðslagið er líka gott,
hann er þægur og meðfærilegur,“
segir Vigdís.
Byrjað var að temja Hyl á liðnu
hausti en Vigdís segir að þau stefni
á að sýna hann í reið næsta sumar.
„Hann er orðinn ágætlega tam-
inn en það hefur farið mikil orka
hjá honum í að stækka og með svo
miklar hreyfingar að við tókum
ákvörðun um að gefa honum lengri
tíma til að ná upp styrk og jafnvægi
fyrir sýningu í reið. Hann er mjög
gengur og sýnir allan gang undir
sjálfum sér.“
Hyli var sleppt í hryssur eftir
dóminn, og mun þjóna hryssum
í hólfi á Lækjamóti í sumar. /ghp
Meteinkunn fyrir sköpulag:
Glæsigripurinn Hylur
Hylur mun taka á móti hryssum í Lækjarmóti í sumar.
Mynd/Vigdís Gunnarsd.
Hylur hlaut m.a. einkunnina 9,5 fyrir samræmi og prúðleika.
Mynd/Arnar Guðmundsson
Bændablaðið
á bbl.is og líka á Facebook
Smáauglýsingar 56-30-300