Bændablaðið - 08.05.2017, Side 23

Bændablaðið - 08.05.2017, Side 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Þremur tonnum af rusli var safnað í Aðalvík í árlegri hreinsunarferð á Hornstrandir í lok maí. Alls tóku 31 sjálfboða- liði til hendinni, þar af hópur frá haf- og strandsvæðastjórnun í Háskólasetri Vestfjarða, auk Landhelgisgæslunnar á varð- skipinu Þór sem ferjaði hópinn frá Ísafirði. „Við ætluðum upphaflega að fara í Bolungarvík á Ströndum. En stíf norðaustanátt gerði það að verkum að það var ólendandi í vík- inni, þannig að það var farið í plan B – sem var að fara í Aðalvík. Þar var hreinsað daglangt allar þrjár víkurnar, Látra, Miðvík og Sæból,“ segir Gauti Geirsson, upphafsmaður hreinsunarferðarinnar. Uppskeran var, eins og fyrr sagði, tæp þrjú tonn af rusli sem að megn- inu til var plast sem hefur nú verið komið í endurvinnslu. „Aðalvík er ekki mikið rekasvæði og því hefur ruslið ekki safnast þar upp gegn- um árin eins og í mörgum öðrum fjörðum. Hins vegar urðum við vör við rusl sem augljóslega fýkur ofan af landi, s.s. kókómjólkurfern- ur, pylsusinnepsumbúðir og nammibréf,“ segir Gauti. Hugað að neysluvenjum Þetta var fjórða árið sem blás- ið var til hreinsunarátaksins. „Hugmyndin á rætur sínar að rekja til þess þegar hingað kom franskur ljósmyndari til að mynda fegurð Hornstranda. Honum ofbauð svo ruslið í fjörðunum að hann endaði með að taka bara myndir af plastinu og hélt svo sýningu í Frakklandi um umhverfissóð- ana Íslendinga. Þetta stakk mig og ég vildi gera eitthvað í málunum,“ segir Gauti, sem er ættaður af svæðinu. Hann hrinti því af stað þessu árlega hreinsunarátaki. „Við reynum að gera mikið á stuttum tíma, einu sinni á ári,“ segir hann og bætir við að eftir um þrjú ár verði búið að fara í alla firði Hornstranda. Verkefninu er þó ekki síst ætlað að vekja athygli á afleiðingum neysluvenja mannsins. „Við viljum fá fólk til að líta í eigin barm. Við verðum að huga að neyslu okkar í tengslum við plast og hvernig við göngum um umhverfi okkar. Hornstrandir er ósnortið svæði sem lítið er búið að hreyfa við af mannavöldum. Nema hvað, þar er þetta mikla magn af plasti. Þessi andstæða ósnortinnar náttúru við plastrusl sýnir okkur svo skýrt að svona á þetta ekki að vera,“ segir Gauti Geirsson. /ghp Sölumenn Plast Verð án vsk. Polybale 750 –Hvítt 9.390 kr. Polybale 750 – Grænt 9.490 kr. Polybale 750 – Svart 9.190 kr. Polybale 500 – Hvítt 8.390 kr. Polybale Pro 750 – Hvítt 10.900 kr. Net - Cordex Agri Rúllunet 3600m 23.800 kr. Rúllunet 4200m 28.700 kr. Aðrar vörur Bindigarn 3.500 kr. Stórbaggagarn 7.490 kr. Agribale plast fyrir net 23.000 kr. Verð Polybale er 5 laga hágæða plast sem hefur sannað sig á íslenskum markaði í 20 ár. Polybale er framleitt af Bpi.agri í Bretlandi sem er einn stærsti framleiðandi rúlluplasts í heiminum. Kostir Polybale Pro Meira plast per kefli Engar frekari stillingar á tækjum Sannreynt af fagaðilum víða um Evrópu Umhverfisvænt (minni úrgangur) Sparar tíma og fjármagn Ráðlagður fjöldi umferða: 6 Ráðlögð forstrekking: 70% Polybale Pro er forstrekkt rúlluplast sem gerir það að verkum að hvert kefli nýtist á fleiri heyrúllur. Með því að forstrekkja plastið fæst 30% meira af plasti sem leiðir af sér lægri kostnað á hverja rúllu. Þó svo plastið sé þynnra en hefðbundið, heldur það góðum eiginleikum í einangrun, styrk og slitþoli. Norðausturland Hallgrímur Hallsson sími: 464 1067 gsm: 893 4094 hallgrimurh@simnet.is Eyjafjörður Karl Heiðar Friðriksson Brekku Dalvík gsm: 867 6417 brekka80@simnet.is Norðvesturland Eymundur Þórarinsson Saurbæ, Skagafirði gsm: 892 8012 eymundur@saurbaer.is Borgarfjörður, Kjós og Hvalfjörður Einar Guðmann Örnólfsson Sigmundarstöðum gsm: 862 5075 einargudmann@vesturland.is Austurland Steinn Björnsson Þernunesi gsm: 896 0314 steinnb@visir.is Hornafjörður og Suðausturland Eyjólfur Kristjónsson Ási gsm: 840 8871 harpaey@simnet.is Árnessýsla Bjarni Másson Háholti gsm: 862 4917 801haholt@internet.is V-Skaftafellssýsla Einar Bárðarson Breiðabólsstað gsm: 844 5252 einar.rvik@gmail.com Mýrar og Snæfellsnes Sigurjón Helgason Mel Sími: 867 8108 melursf@gmail.com Sölustjóri Lúðvík Bergmann sími: 444 3009 gsm: 840 3009 bergmann@skeljungur.is Eyjafjörður Þórarinn Ingi Pétursson Grund gsm: 899 3236 grytubakki@gmail.com Búðardalur og Reykhólar Kolur ehf. Búðardal www.skeljungur.is/landbunadur Varðskipið Þór lagði hreinsunarátaki Hornstranda lið: Skýtur skökku við að sjá plastrusl í ósnortinni náttúru Myndir / Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir Blönduós: Lífleg sala á fasteignum Töluverðar framkvæmdir hafa undanfarið verið á Blönduósi en í skýrslu sveitarstjóra Blönduósbæjar, sem fjallað var um á fundi sveitarstjórnar nýver- ið, kemur fram að unnið sé við lagfæringar og breytingar á hót- elinu á Blönduósi, nýir eigendur að Retró við Blöndubyggð 9 vinni að úrbótum hjá sér og Aðalgata 8 hefur verið seld og nýir eigendur ætla að nýta eignina til ferðaþjón- ustu. Fram kemur í skýrslu sveitarstjóra að mikil og lífleg sala hafi verið á fasteignum á Blönduósi undanfarnar vikur, margar eignir hafi verið seldar. „Er það afar jákvætt að mikill áhugi sé fyrir eigum hér og eru nokkrir aðilar að leita að húsum,“ segir í skýrslunni. Einnig er nefnt að verið sé að ljúka breytingum á pósthúsinu og að stefnt sé að því að starfsemin flytji aftur þangað inn um miðjan maí, sem og að miklar framkvæmdir standi yfir við veiðihúsið Ásgarð við Laxá á Ásum þar sem verið sé að tvöfalda stærð hússins. Þá er nefnt í skýrslunni að vinnu við viðhald í Íþróttamiðstöðinni sé lokið. Verið er að skoða að koma fyrir hleðslustöð fyrir rafmagns- bíla upp við gafl íþróttahússins, en Orkusalan gaf bæjarfélaginu slíka stöð. Um sé að ræða einfalda aðgerð og við frágang lóðarinnar var sett rör inn í kjallara sundlaugarinnar úr brunni við húsgaflinn. „Með þessari tengingu værum við að setja okkur enn grænni markmið,“ segir í skýrslu sveitarstjóra sem gat þess að við byggingu sundlaugarinn- ar var sú ákvörðun tekin að nota ekki hefðbundið klórkerfi til sótthreinsun- ar heldur var farið út í eigin fram- leiðslu úr salti á klórgasi, „og rekum við þar með eitt umhverfisvænasta sundlaugarmannvirki á Íslandi sem hlotið hefur verðskuldaða athygli,“ segir sveitarstjóri í skýrslu sinni.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.