Bændablaðið - 08.05.2017, Side 25

Bændablaðið - 08.05.2017, Side 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 TIL SÖLU LÍKAN AF SÆNSKA VASASKIPINU Skipið er 2,50 m á lengd og 2,50 m á hæð með fullum seglum. Allar nánari upplýsingar í síma 694 4429. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Breiðdælingar móta framtíðina Styrkjum, samtals að upphæð 5,3 milljónir króna úr verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina var úthlutað fyriri skömmu. Alls hlutu 14 verkefni sem efla sam- félagið í Breiðdalshreppi styrk að þessu sinni, en þetta er í þriðja sinn sem styrkjum er úthlutað vegna þessa verkefnis. Áætlaður heildarkostnaður verk- efna er um 40 milljónir króna en sótt var um styrki fyrir 11,7 milljónum króna. Jöfn kynjahlutföll voru á milli styrkþega þar sem 7 konur og 7 karlar hlutu styrki. Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Hæsta styrkinn, 900 þúsund krónur hlaut Sigríður Stephensen Pálsdóttir vegna verkefnis sem nefnist Þvottaveldið, tveir styrkir voru að upphæð 700 þúsund krónur, vegna hársnyrtistofu og vöruþróunar hjá útgerðarfélaginu Einbúa, þá hlaut Breiðdalsbiti 600 þúsund króna styrk. Hið Austfirzka Bruggfjélag hlaut 450 þúsund krónur vegna starfsleyfisumsókna fyrir Beljandi Brugghús. Aðrir styrkir voru að upphæð frá 100 þúsund krónum og upp í 400 þúsund og má þar nefna verkefni eins og gerð nýrrar heimasíðu fyrir Breiðdalssetur, landbúnaðartengd hostel í Breiðdal og gerð frisbígolfvallar. Skoðanir íbúa fái að njóta sín Markmiðið með verkefninu Brothættum byggðum er m.a. að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra. Samtal við íbúa Breiðdalshrepps á vegum verkefnisins Brothættra byggða hófst með íbúaþingi í nóvember 2013 og hlaut heitið „Breiðdælingar móta framtíðina“. Alls voru 15 málaflokkar til umræðu á þinginu. Atvinnumál skoruðu hæst í stigagjöf íbúa varðandi málaflokka. Þar var m.a. rætt um fjölgun atvinnutækifæra út frá sérstöðu svæðisins. Einnig var rætt um ferðaþjónustu, um nýtingu frystihússins, opnun slipps, matvælaframleiðslu, um Einarsstofu og eflingu Breiðdalsseturs, svo nokkur dæmi séu nefnd. Nánari upplýsingar veitir Hákon Hansson (hih@eldhorn.is), oddviti Breiðdalshrepps í síma 862-4348.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.