Bændablaðið - 08.05.2017, Page 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017
Hefur þú tryggt þér
tæki fyrir heyskapinn?
Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Leiðandi framleiðandi í gólfum fyrir gripahús
naut - svín - hross - sauðfé
FORTÍÐ NÚTÍÐ FRAMTÍÐ
Hefðbundnir gólfbitar Rastaðir gólfbitar Velferðargólf - gúmmi og steinsteypa
G. Skaptason, Starengi 13, 800 Selfoss. Sími 481 1020 gsm 893 4334, netfang: gskapta@internet.is
Sala og ráðgjöf Norðurland: Benedikt Hjaltason, Akureyri. Sími 894 6946, netfang: bigben@simnet.is
AB Andersbeton www.andersbeton.com (VDV benton)
Mikil samstaða hjá
norskum bændum
UTAN ÚR HEIMI
Undanfarna daga og vikur hafa
bændur í Noregi mótmælt kröft-
uglega um allt land vegna þess að
samningaviðræður forsvarsmanna
norsku bændasamtakanna og rík-
isins runnu út í sandinn.
Bændasamtökunum norsku
fannst mikilvægt að sýna þjóðinni
hversu reiðir bændur væru með þessa
niðurstöðu og hvöttu til samstöðu.
Viðbrögð bænda létu svo sannarlega
ekki á sér standa. Fjölmiðlar og
samfélagsmiðlar loguðu og gáfu
bændunum byr undir báða vængi í
baráttunni.
Sama dag og samningaviðræður
við ríkið, þann 16. maí, sigldu í strand
byrjuðu bændur að hengja upp plaköt
víða um landið. Tveimur dögum
síðar tóku flestöll búnaðarsambönd
landsins þátt í herferð að líma
límmiða á mjólkurfernur í verslunum
sem á stóð „Láttu okkur búa til
matinn þinn“.
Um 300 þúsund límmiðar voru
límdir á norskar landbúnaðarvörur á
nokkrum dögum og tóku kaupmenn
vel í átakið. Þann 19. maí byrjuðu
bændur og forsvarsmenn félaga
þeirra daginn snemma og lokuðu
leiðum að 25 lagersvæðum stóru
verslanakeðjanna en um þúsund
bændur tóku þátt í þeirri aðgerð.
Fjórum dögum síðar urðu mestu
mótmælin við Stórþingið í Osló
þar sem fjögur þúsund bændur
gengu fylktu liði í fallegu veðri að
þinginu og létu skýrt í ljós að tilboð
ríkisstjórnarinnar væri ekki í samræmi
við landbúnaðarstefnu þingsins. Um
leið létu þeir landbúnaðarráðherrann,
sauðfjárbóndann og kjötiðnaðar-
manninn Jon Georg Dale sannarlega
heyra það.
Aðgerðum norskra bænda er
lokið í bili og nú er það undir þinginu
komið hver málalok verða en 16. júní
næstkomandi fer málið til afgreiðslu.
Í síðustu viku gáfu Kristilegi
þjóðarflokkurinn og Vinstri það
út að þeir muni ekki styðja tilboð
ríkisstjórnarinnar sem nú fer
fyrir þingið. Stuðningsflokkarnir
vilja heldur fara í viðræður við
stjórnarandstöðuna um samning sem
er betri fyrir norskan landbúnað.
/ehg