Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Hefur þú tryggt þér tæki fyrir heyskapinn? Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Leiðandi framleiðandi í gólfum fyrir gripahús naut - svín - hross - sauðfé FORTÍÐ NÚTÍÐ FRAMTÍÐ Hefðbundnir gólfbitar Rastaðir gólfbitar Velferðargólf - gúmmi og steinsteypa G. Skaptason, Starengi 13, 800 Selfoss. Sími 481 1020 gsm 893 4334, netfang: gskapta@internet.is Sala og ráðgjöf Norðurland: Benedikt Hjaltason, Akureyri. Sími 894 6946, netfang: bigben@simnet.is AB Andersbeton www.andersbeton.com (VDV benton) Mikil samstaða hjá norskum bændum UTAN ÚR HEIMI Undanfarna daga og vikur hafa bændur í Noregi mótmælt kröft- uglega um allt land vegna þess að samningaviðræður forsvarsmanna norsku bændasamtakanna og rík- isins runnu út í sandinn. Bændasamtökunum norsku fannst mikilvægt að sýna þjóðinni hversu reiðir bændur væru með þessa niðurstöðu og hvöttu til samstöðu. Viðbrögð bænda létu svo sannarlega ekki á sér standa. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar loguðu og gáfu bændunum byr undir báða vængi í baráttunni. Sama dag og samningaviðræður við ríkið, þann 16. maí, sigldu í strand byrjuðu bændur að hengja upp plaköt víða um landið. Tveimur dögum síðar tóku flestöll búnaðarsambönd landsins þátt í herferð að líma límmiða á mjólkurfernur í verslunum sem á stóð „Láttu okkur búa til matinn þinn“. Um 300 þúsund límmiðar voru límdir á norskar landbúnaðarvörur á nokkrum dögum og tóku kaupmenn vel í átakið. Þann 19. maí byrjuðu bændur og forsvarsmenn félaga þeirra daginn snemma og lokuðu leiðum að 25 lagersvæðum stóru verslanakeðjanna en um þúsund bændur tóku þátt í þeirri aðgerð. Fjórum dögum síðar urðu mestu mótmælin við Stórþingið í Osló þar sem fjögur þúsund bændur gengu fylktu liði í fallegu veðri að þinginu og létu skýrt í ljós að tilboð ríkisstjórnarinnar væri ekki í samræmi við landbúnaðarstefnu þingsins. Um leið létu þeir landbúnaðarráðherrann, sauðfjárbóndann og kjötiðnaðar- manninn Jon Georg Dale sannarlega heyra það. Aðgerðum norskra bænda er lokið í bili og nú er það undir þinginu komið hver málalok verða en 16. júní næstkomandi fer málið til afgreiðslu. Í síðustu viku gáfu Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri það út að þeir muni ekki styðja tilboð ríkisstjórnarinnar sem nú fer fyrir þingið. Stuðningsflokkarnir vilja heldur fara í viðræður við stjórnarandstöðuna um samning sem er betri fyrir norskan landbúnað. /ehg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.