Bændablaðið - 08.05.2017, Side 28

Bændablaðið - 08.05.2017, Side 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Félagsmenn í Gjálp vilja nýta auðlindir Þjórsár til uppbyggingar fyrir samfélagið í sveitinni: Fyrirhuguð Hvammsvirkjun setur stórt strik í reikninginn – að mati Önnu Bjarkar Hjaltadóttur, formanns Gjálpar, sem segir rangt að jákvæðni sé út af virkjuninni einni og sér Ungt fólk með sterk tengsl við Skeiða- og Gnúpverjahrepp vill nýta auðlindir Þjórsár til upp- byggingar fyrir samfélagið í sveitinni í stað þess að virkja ána og senda orkuna til uppbyggingar kísilvera á Reykjanesi. Þau telja mikla möguleika í atvinnuupp- byggingu á svæðinu og vinna nú að því að framkvæma nokkrar hugmyndir sveitunga. Gjálp er ársgamalt félag sem beit- ir sér fyrir atvinnuuppbyggingu við Þjórsá. Kveikjan að félaginu voru orð úr úrskurði Skipulagsstofnunar um endurskoðun á umhverfismati fyrir Hvammsvirkjun. Í úrskurðin- um segir: „Umfang og vægi ferðaþjónustu hefur gjörbreyst á stuttum tíma, í því felast tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar.“ „Það voru þessi tækifæri sem við vildum skoða og láta verða að veruleika. Það er fullt af tækifær- um á þessu svæði til atvinnuupp- byggingar og hægt að nýta auðlind- ir Þjórsár í annað en að virkja og flytja orkuna af svæðinu til að nota t.d. í kísilveri á Reykjanesi eins og áætlanir eru um,“ segir Anna Björk Hjaltadóttir, formaður Gjálpar. Truflar framtíðaráætlanir Anna Björk ólst upp á Fossnesi í Gnúpverjahreppi en starfar sem viðskiptafræðingur í Reykjavík. Hún vill þó gjarnan flytja heim í sveitina en fyrirhugaðar virkjunar- framkvæmdir við bæjarhlaðið aftri þeim áformum. „Minn draumur er að reka mitt eigið hugbúnaðarfyrirtæki sem skapar atvinnu fyrir tækni- og hug- búnaðarmenntað fólk á svæðinu. Innviðirnir eru til staðar, en ljós- leiðari liggur inn á hvern einasta bæ. Annar möguleiki fyrir mig væri að taka við ferðaþjónustunni sem mamma er með í Fossnesi.“ Fyrirhuguð Hvammsvirkjun setji stórt strik í reikninginn „Virkjunin á að koma beint fyrir framan bæinn, sem takmarkar framtíðarmöguleika á uppbyggingu ferðaþjónustu og nýtingu jarðarinnar til frekari uppbyggingar sumarhúsa vegna áhrifa virkjunarinnar á útsýni frá bænum. Að sama skapi er ég ekki spennt fyrir því að byggja hús þarna fyrir sjálfa mig ef það á svo að skemma útsýnið. Þessi virkjun truflar því mínar framtíðaráætlanir og á meðan hún er á borðinu held ég að mér höndum, eins og fleiri sem eru í svipuðum sporum,“ segir Anna Björk. Skrifstofuklasi sem suðupottur Gjálp hélt hugmyndasmiðju í nóv- ember síðastliðnum þar sem íbúar og annað fólk tengt sveitinni veltu upp hugmyndum að atvinnutæki- færum í eftirfarandi málaflokkum; ferðaþjónustu, tækni, hugbúnaði, heilsu, menningu og nýsköpun í landbúnaði. Um 40 manns sátu fund- inn sem uppskáru yfir 100 tillög- ur. Kosið var um bestu tillögurnar, sem félagið hyggst nú vinna betur að í samstarfi við sveitarstjórn og atvinnumálanefnd sveitarfélagsins. „Efst á blaði var hugmynd að skrifstofuklasa þar sem einyrkjar og fyrirtæki gætu leigt skrifstofu- aðstöðu. Í slíku húsnæði getur fólk í fjarvinnu í mismunandi greinum farið af heimilinu á vinnustað í stað þess að vinna heima. Þarna skapast aðstæður þar sem margar atvinnu- greinar koma saman og mynda suðupott sem ýtir undir uppsprettu hugmynda, verkefna og jafnvel fyr- irtækja. Svona skrifstofuklasi gefur líka vel menntuðu og tekjuhærra fólki tækifæri til að flytja í sveitina sem auðgar samfélagið og og hækkar útsvarstekjur sveitarfélagsins,“ segir Anna Björk. Hún bætir við að slíkt húsnæði myndi einnig nýtast fyrir bænda- markað þar sem matur og handverk úr héraði yrði selt og myndi það ýta undir frekari verðmætasköpun í land- búnaði. Þar væri líka hægt að reka veitingastað sem nýtist bæði heima- og ferðamönnum. Hugmyndir tengd- ar slíku húsnæði nutu mikils fylgis í hugmyndasmiðjunni og voru þær meðal fimm bestu tillagnanna. Hugmyndin er nú þegar farin að gerjast innan sveitarfélagsins. „Verið er að vinna að atvinnu- málastefnu fyrir sveitarfélagið og þar eru hugmyndir sem eru í sam- hljómi við tillögu okkar,“ segir Anna Björk. Af öðrum hugmyndum sem fengu kjörgengi á hugarflugsfund- inum var tillaga að uppbyggingu Þjórsárdalslaugar, tillaga að snjall- forriti sem lýsir staðarháttum, inni- héldi fróðleik og sögu um svæðið og gæti haft áhrif á umferð ferðafólks, sem og nokkuð skemmtilega hug- mynd að aparólu frá Hagafjalli inn í Þjórsárdal. Landsvirkjun kaupir sér velvild með brúarsmíð Þá er brú yfir Þjórsá félagsmönnum Gjálpar hugleikin og eru þau ekki hrifin af nálgun Landvirkjunar að fyrirhugaðri brúarsmíð sem Anna telur óásættanlega. „Okkur gremst að það sé verið að setja samasemmerki milli nýrr- ar brúar yfir Þjórsá og virkjunar, eins og brúin komi eingöngu ef virkjunin verði að veruleika,“ segir Anna Björk. Brú yfir Þjórsá yrði mikil samgöngubót fyrir sveitar- „Virkjunin á að koma beint fyrir framan bæinn, sem takmarkar framtíðarmöguleika á uppbyggingu ferðaþjónustu og nýtingu jarðarinnar til frekari uppbyggingar sumarhúsa vegna áhrifa virkjun- arinnar á útsýni frá bænum,“ segir Anna Björk, sem ólst upp á Fossnesi í Gnúpverjahreppi, en virkjunarframkvæmdir munu hafa mikil áhrif á fallegt útsýni frá bænum (sjá mynd neðar). Anna Björk Hjaltadóttir, formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá. Útsýnið frá Fossanesi mun breytast töluvert ef af virkjunarframkvæmdum verður, eins og sjá má á þessari mynd. Kynningartími á mati á umhverfis- áhrifum Hvammsvirkjunar er hafinn. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar og nálgast má allar frekari upplýsingar á vef stofnun- arinnar, skipulag.is. Einnig er hægt að skoða útprentuð eintök hjá Landsvirkjun og Skipulagsstofnun. Landsvirkjun kynnir matið með rafrænni útgáfu á hvammur.landsvirkjun.is en þar er enn fremur hægt að nálgast ítarefni. Kynningartími stendur yfir í 6 vikur, eða frá 24. maí til 6. júlí 2017, að því er fram kemur á vef Landvirkjunar og Skipu- lagsstofnunar. Á þeim tíma er öllum frjálst að kynna sér verkefnið og senda inn ábendingar eða athugasemdir. Athugasemdir við frum- matsskýrslu skulu vera skriflegar og send- ast til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b eða á netfangið skipulag@skipulag.is. samkvæmt kynningarmyndbandi Landsvirkjunar. Athugasemdafrestur til 6. júlí

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.