Bændablaðið - 08.05.2017, Síða 30

Bændablaðið - 08.05.2017, Síða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Á síðustu tveimur áratugum hafa svæðisbundin samvinnnufélög bænda í Noregi sprottið upp í mörgum fylkjum landsins og eru enn að bætast við ný slík félög. Hér sjá bændur sér hag í að vinna saman við að koma vörum sínum, með svæðisbundnum merkingum, á markað og neytendur virðast kunna vel að meta framtakið. Blaðamaður Bændablaðsins heyrði í tveimur forsvarsmönn- um slíkra félaga í Noregi, annars vegar hjá Lærdal Grønt í Sognfirði og hins vegar Gudbrandsdalsmat í Guðbrandsdalnum í austurhluta landsins. Lærdal Grønt var stofnað árið 1999 þegar tvö pökkunarfyrirtæki voru sameinuð í eitt. Í dag eru 43 framleiðendur sem afhenda sínar vörur til fyrirtækisins. „Hugsunin með stofnun fyrirtæk- isins var að hagræða í framleiðsl- unni með því að fá meira magn inn en einnig að fá meiri völd gagnvart markaðnum og vera sýnilegur þátt- takandi þar inni. Þetta eru aðallega bændur frá Lærdal sem eru með en þó eru þrír framleiðendur utan þess svæðis sem afhenda vörur til okkar,“ segir Harald Blaaflat Mundal, fram- kvæmdastjóri Lærdal Grønt. Veltan um 83 milljónir n.kr. Hjá Lærdal Grønt eru sjö starfs- menn í fullri vinnu og á háanna- tíma eru um 40 starfsmenn í vinnu við pökkun hjá fyrirtækinu. „Við pökkum kartöflum, gul- rótum, mórelluberjum og frosnum hindberjum. Þar að auki tökum við á móti og dreifum áfram ferskum hindberjum, jarðarberj- um, rifsberjum, stikkilsberjum, bláberjum, sumarkáli, blómkáli og rófum. Við sækjum hindber og mórelluber hjá bændunum en aðrar vörur keyra þeir sjálfir inn til okkar. Við vinnum einnig að framleiðslu- og markaðssetningar- þróun fyrir framleiðendurna undir merkjum Lærdal Grønt. Hér rekum við í sama hús- næði samvinnufélagsverslun (Felleskjøpet) þar sem eiga að vera til allar þær vörur sem bóndinn þarf á að halda eins og áburður, varnarefni, vatnsúðunarkerfi og svo framvegis. Í versluninni eru einnig vörur fyrir aðra hópa en bændur sem koma einnig töluvert hingað til okkar,“ segir Harald og bætir við: „Á þennan hátt geta bændurnir einbeitt sér að framleiðslunni á meðan við sjáum um afganginn fyrir þá, vonandi á betri hátt og fyrir lægri kostnað en ef allir væru að vinna í sínu horni. Á síðasta ári var velta fyrirtækisins 83 milljónir norskra króna þar sem um 18 milljónir komu í gegnum verslunina en hitt með vörum frá bændunum, ávextir, grænmeti og ber.“ Bylting fyrir bændur Hjá Gudbrandsdalsmat eru 26 framleiðendur sem skila inn til fyrirtækisins til pökkunar og dreifingar. Hér eru það bændur og lítil og meðalstór vinnslufyrirtæki sem sameinast undir merkjum fyrirtækisins sem telur nú þrjú og hálft ársverk og veltan var 15 milljónir norskra króna árið 2016. „Ferðamannaiðnaðurinn hafði í lengri tíma beðið um svæðisbundn- ar vörur en fannst það erfitt og ná litlum árangri að vera í sambandi við hvern og einn framleiðanda. Margir framleiðendur voru farnir að framleiða mikið og áttu í erfið- leikum með að inna söluvinnuna af hendi að auki. Í nokkur misseri áður hafði verið reynt að koma á fót matarverkefnum sem gengu ekki en síðan tóku 17 framleiðend- ur sig til og fóru í samstarfsverk- efni sem átti í aðalatriðum að vinna að sölu og dreifingu,“ segir Anette Svastuen, framkvæmdastjóri Gudbrandsdalsmat, sem var stofn- að árið 2006. „Í dag snýst þetta um tengslanetavinnu, samvinnu við ferðamannaiðnaðinn og margt fleira. Við seljum og dreifum svæðisbundnum matvælum í versl- anir, til hótela og veitingastaða og í sérverslanir. Fyrir marga bændur hefur þetta verið algjör bylting að hefja þetta samstarf. Hjá öllum sem eru með hefur salan aukist og leiðir yfirleitt af sér aukna framleiðslu því með því að vinna saman komumst við á stærri markað með góða dreifingu. Við eigum í samstarfi við mjólkursamlagið Tine um dreifingu á vörunum sem hefur gengið mjög vel. Núna erum við með um 400 vörutegundir þar sem kjöt er stór hluti í okkar sölu en einnig fiskur, egg, ostar, bjór, sultur, ber, hunang, grænmeti, te, krydd, jurtir og bakstursvörur svo fátt eitt sé nefnt. Síðan er ýmis önnur vinna sem við sinnum fyrir bændurna en að selja og dreifa, við höfum gefið út matarhefti með uppskriftum og bjóðum fólki upp á að kaupa gjafabréf frá okkur með mismunandi vörutegundum í. Svo þetta snýst einnig mikið um að vera alltaf á tánum varðandi frekari þróun, framleiðendum og neytendum til hagsbóta.“ /ehg UTAN ÚR HEIMI Góður árangur svæðisbundinna samvinnufélaga norskra bænda Gulrætur eru stór söluþáttur hjá Lærdal Grønt sem selja grænmeti, ávexti og ber til verslana.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.