Bændablaðið - 08.05.2017, Síða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017
„Við tókum við jörðinni síðast-
liðið haust og höfðum aðeins
verið hér viðloðandi áður, en
foreldrar mínir búa á næsta
bæ,“ segir Karen, sem býr í
Víkum á Skaga.
„Jörðin var í fullum rekstri en
þak á fjárhúsum og hlöðu voru orðin
léleg svo þau voru endurnýjuð fyrir
veturinn.“
Býli: Víkur á Skaga.
Staðsett í sveit: Austur-
Húnavatnssýsla.
Ábúendur: Jón Helgi Sigurgeirsson
og Karen Helga Steinsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Sem stendur erum við hér 5 því
við njótum enn dyggrar aðstoðar
fyrri ábúenda, þeirra Lilju, Finns og
Valgeirs, Karls barna, en þau flytja á
Blönduós í sumar.
Einnig er hér hundurinn Skotta og
einn köttur á leiðinni.
Stærð jarðar? Um 1.650 hektarar.
Gerð bús? Sauðfjárbú.
Fjöldi búfjár og tegundir?
Vetrarfóðraðar kindur voru um 420
og erum með um 15 hross.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Eins og á öðrum sauðfjárbúum
getur hann verið mjög breytilegur
en á veturna eru það náttúrlega
gegningar kvölds og morgna og
önnur bústörf þess á milli þegar
ekki er verið við vinnu utan búsins.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Sauðburðurinn er
skemmtilegur tími en fjárrag að
hausti er ekki síðra. Það er alltaf
gott þegar frágangi og þrifum að
loknum sauðburði er lokið.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm
ár? Það verður áframhaldandi
sauðfjárbúskapur í svipuðum
horfum en ræktarland hefur vonandi
aukist og bústofninn í framför
þó við séum heppin með það að
taka við vel ræktuðu fé af þeim
systkinum.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Höfum
kannski ekki kynnst þeim nógu vel
ennþá til að hafa stór orð um þau.
Hvernig mun íslenskum landbúnaði
vegna í framtíðinni? Dásamlega,
trúum ekki öðru.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í útflutningi íslenskra
búvara? Okkur líst rosa vel á þessa
lúxusmarkaði sem þeir eru að vinna í
að koma okkur inn á þar sem lögð er
áhersla á hreinleika afurðanna.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Ekki komin reynsla á það þar sem
við erum enn á hótel Lillý. En hún
á alltaf til mjólk, ost, egg, jógúrt eða
súrmjólk og lýsi.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Lambalærið rennur
alltaf ljúflega niður.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Búskaparsaga okkar er
nú ekki löng en það var óneitanlega
mjög góð tilfinning þegar nýja þakið
var komið á fjárhúsin síðasta sumar.
Svo fengum við rafveiturafmagn
rétt fyrir jólin þó það tengist ekki
beint bústörfum. Annars hafði verið
notast við ljósavél á bænum fram
að því.
BÆRINN OKKAR
Focaccia og lambahryggvöðvi
Grillað grænmetis-focaccia-brauð
Það er frábær leið til að nýta afgangs
grænmeti í kælinum að baka bragð-
mikið focaccia-brauð og það er mik-
ilvægt að nýta grillið vel í sumar.
Grillað grænmetið sekkur inn í
brauðið meðan deigið rís upp við
baksturinn. Prófið álegg, eins og
þunnt sneidda tómata eða sveppi
og beikon ofan á focaccia-deigið.
› 1 pakki þurrger (um 2 teskeiðar)
› 4 tsk. sykur
› 1 1⁄3 bolli heitt vatn (35–40 gráður)
› ¼ bolli extra virgin ólífuolía, skipt í
tvennt (annar hlutinn fer ofan á
deigið)
› 3 bollar brauðhveiti
› 2 tsk. þurrkað oregano
› 1 ½ tsk. salt, skipt í tvennt (annar
hlutinn fer ofan á deigið)
› ½ tsk. fennelfræ
Meðlæti ofan á brauðdeigið
› 2 msk. balsamic-edik
› 1 stk. kúrbítur, skera í sneiðar
› 1 rauðlaukur, skera í sneiðar
› ½ tsk. fersk malaður svartur pipar
› ¼ bolli rifinn ostur
› ¼ búnt ferskt basil
Látið ger og sykur leysast upp í 1
-
ur matskeiðum af olíu í skál. Látið
standa í fimm mínútur.
oregano, einni teskeið af salti og
fennelfræjunum. Hrærið vel saman.
Bætið hveitiblöndunni við ger-
blönduna og hrærið saman. Færið
deigið úr skálinni og út á borð sem
búið er að strá hveiti yfir. Hnoðið þar
til deigið er slétt og teygjanlegt (um
það bil 5 mínútur). Bætið þá restinni
verður klístrað. Setjið deigið í stóra
skál með eldhúsplastfilmu yfir. Látið
hefast á heitum stað (35 gráðum) í
um eina og hálfa klukkustund eða
þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
Setjið í olíuborið ofnfast fat, látið
eldhússtykki yfir og látið rísa í um
30 mínútur til viðbótar.
Hitið grillið.
Blandið tveimur matskeiðum af
olíu saman við balsamic-edikið í
lítilli skál. Hellið yfir kúrbítinn og
laukinn. Kryddið með afgangnum
Setjið grænmeti á grillplötu sem
búið að pensla með smá olíu. Grillið
kúrbítinn (eða sveppi) í fjórar mín-
útur á hvorri hlið eða þar til græn-
metið er eldað í gegn. Grillið laukinn
í sex mínútur á hvorri hlið, eða þar
til hann er vel brúnaður. Fjarlægið
grænmetið af grillinu. Kælið alveg.
Hitið ofninn (eða grillið) í 225 gráð-
ur.
Raðið grænmetinu jafnt yfir yfirborð
brauðdeigsins og stráið osti yfir.
Bakið við 225 gráður í 27 mínútur
eða þar til gullin skorpa er komin á
brauðið. Skreytið með basil. Látið
kólna í 10 mínútur fyrir framreiðslu.
Lambahryggvöðvi með
granateplagljáa
Granatepli eru falleg en líka bragð-
góð og er hér lambakjötsuppskrift
sem passar vel með granateplagljáa
og góðum sveppum.
Granateplagljái
› 2 stk. / 250 ml granateplasafi (hægt
að kaupa tilbúin í fernum) eða kreista
fersk granatepli
› 1–4 msk. sykur
› 1 msk. smjör
Gott er að geyma nokkur
granateplafræ til skrauts.
Blandaðu granateplasafa og sykri
saman í potti.
Setjið yfir háan hita og látið sjóða
þar til safinn byrjar að þykkna.
Lækkið hitann. Hrærið smjörinu
saman við og haldið volgu.
Hvítlauksrósmarín krydd-rub
› 4 geirar hvítlaukur, gróft hakkaður
› 1 tsk. gróft salt
› ½ tsk. þurrkað rósmarín
› ¼ tsk. þurrkuð salvia
› ¼ tsk. þurrkað timjan
› ¼ tsk. ferskur malaður svartur pipar
› 1 msk. ólífuolía
Blandið hvítlauk, grófu salti, krydd-
jurtum og pipar saman í mortéli eða
matvinnsluvél. Myljið í duft.
Bætið ólífuolíu við og blandið vel
saman. Setjið til hliðar.
Lamb og sveppir
› Lambahryggvöðvi (lambafile)
› 500 g sveppir (eða shiitake-sveppir),
hreinsaðir
› 1 skalottlaukur, sneiddur fínt
› 2 msk. ólífuolía
› 3 msk. vatn
› ¼ bolli rauðvín
› Salt og pipar, eftir smekk
Hitið ofninn í 230 gráður.
Nuddið kryddinu yfir lambið.
Hitið pönnu yfir miðlungs hita.
Setjið olíu á pönnuna og brún-
ið lambið á báðum hliðum þar
til það er gullbrúnt, í um eina til
tvær mínútur á hlið. Takið kjötið
af pönnunni og penslið allar hliðar
með granateplagljáa þar til það er
allt vel þakið. Leggið til hliðar.
Minnkið hitann. Setjið laukinn á
pönnuna, eldið í eina mínútu eða
tvær. Bætið við vatni og setjið í
ofninn, fituhliðina upp.
Dreifðu sveppum í kringum lambið.
Steikið í ofni þar til innra hita-
stigið hefur náð 58 gráðum (fyrir
miðlungs steikt), um 12–16 mín-
útur.
Takið pönnuna úr ofninum. Takið
lambið og setjið til hliðar í nokkr-
ar mínútur áður en það er skorið í
sneiðar.
Setjið pönnu með sveppum yfir
miðlungs hita. Bættu við rauðvíni
og látið sjóða, kryddið með salti og
pipar og bætið granateplagljáanum
við, ef eitthvað er eftir af honum.
Skerið lambahryggvöðvann og
framreiðið með kartöflum og græn-
meti að eigin vali og skreytið með
fallegum granateplum.
MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI
Víkur á Skaga