Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 5.100 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Mikill umræða hefur verið um
vanda sauðfjárbænda. Ekki hafa
fjármálaráherra og velferðarráðherra
látið þar sitt eftir liggja með því að
sparka duglega í bændur í fjölmiðlum í
stað þess að setjast niður og ræða málin.
Það er alveg ljóst að engin starfsgrein
lifir það af að verða fyrir allt að 56%
launaskerðingu á einu ári eins og
sauðfjárbændur horfa nú fram á í kjölfar
tekjusamdráttar á síðasta ári. Þá hefur líka
verið kastað fram hugmyndum um að skera
niður fjárstofninn um 20%, eða um hart nær
100 þúsund fjár. Fyrir þá er ekkert kjararáð
til að redda málum eins og gert var fyrir
ráðherrana sællar minningar.
Í umræðu um íslenskan landbúnað hefur
sjónarmiðum verslunarinnar verið haldið
mjög á lofti. Meira að segja þegar talsmenn
heildsala hafa verið spurðir um ástæður
þess að verslunin lækkaði ekki vöruverð
áður en Costco settist hér að, þá vísa þeir
gjarnan á vonda bændur. Það sé ekki hægt
að selja svo mikið sem hjólbörudekk eða
gatslitnar nærbuxur nema á uppsprengdu
verði vegna meintra ofurtolla á matvælum!
Þeir vilja samt ekkert ræða þá staðreynd
að um allan heim eru verndartollar notaðir
til að verja innlenda framleiðslu. Líka í
Evrópusambandinu. Evrópusambandið
tilgreinir sérstaklega að tollar á innfluttar
landbúnaðarvörur séu settir til að verja
landbúnað í aðildarlöndunum. Það sama
hefur verið gert á Íslandi.
Evrópusambandið er t.d. með mjög
lága tolla á innflutning á óbrenndum
kaffibaunum frá Afríku. Ef bændum í
Afríku dytti hins vegar sú vitleysa í hug
að fara að brenna kaffibaunirnar sjálfir og
jafnvel mala og flytja til ESB-ríkja, þá er
yfir ókleifa tollmúra að fara. ESB er með
því að vernda kaffibrennslur og iðnað innan
sinna landamæra. Múrarnir eru jafnvel enn
hærri þegar kemur að unnum vörum úr
súkkulaði og svo má lengi telja.
Í Bændablaðinu í dag eru umfjallanir um
stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum
til Íslands. Einnig um rannsóknir sem gerðar
hafa verið af hátt skrifuðum stofnunum úti
í Evrópu. Þar er tekið á þeirri alvarlegu
stöðu sem blasir við heimsbyggðinni vegna
ofnotkunar sýklalyfja. Þessi ofnotkun hefur
leitt til þess að ofursýklar hafa myndað
ónæmi gagnvart nær öllum lyfjum sem
hugsanlegt er að beita sem lokaúrræði til
að bjarga mannslífum.
Tilurð þessara ofursýkla er engin
tilviljun. Þegar bændur víða um heim áttuðu
sig á því að það var hægt að halda sýkingum
í dýrum sem alin voru í miklum þrengsum
í lágmarki með því að dæla stöðugt í þau
sýklalyfjum, stukku margir þeirra á þann
vagn. Að auki komust menn að því að
þannig mátti líka auka vaxtarhraða svo um
munaði til að svara kalli verslunarinnar um
lágmarks afurðaverð. Úr varð sannkallaður
verksmiðjubúskapur með tilheyrandi
veldisaukningu í notkun fúkkalyfja,
skordýra- og illgresiseiturs.
Íslenskir bændur hafa ekki farið þessa
leið enda vel meðvitaðir um ábyrgð sína
á að skila frá sér heilsusamlegum vörum.
Af þeim sökum er hvergi í heiminum en
á Íslandi notað minna af sýklalyfjum í
landbúnaði nema þá kannski í Noregi. Það
er því ekki við íslenska bændur að sakast að
ofursýklar séu nú að skekja heilbrigðiskerfi
heimsbyggðarinnar. Það verður hins vegar
á ábyrgð stjórnvalda ef þeim tekst að
eyðileggja þann árangur sem hér hefur náðst
við framleiðslu heilsusamlegra matvæla
án eiturefna og sýklalyfja. Það á við allar
okkar búgreinar, líka alifuglarækt sem víða
um heim er í skelfilegri stöðu hvað notkun
sýklalyfja og skordýraeiturs varðar. Þar
má sannarlega hafa máltækið góða í huga;
enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. /HKr.
Vandi á höndum
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Mynd / Hörður Kristjánsson
Þann 20. júlí sl. birtist hér í blaðinu leiðari
með fyrirsögninni „Samtal um ekki neitt“
þar sem lýst var óánægju með viðræður
við ráðherra landbúnaðarmála um vanda
sauðfjárræktarinnar, eftir bréf sem barst
frá ráðherranum þann 11. júlí sl.
Það hreyfði greinilega við ýmsum því að
margir stjórnmálamenn hafa tjáð sig um efnið
síðan með ýmsum hætti.
Óskað eftir meiri Costco-áhrifum
Fyrstur til þess varð félagsmálaráðherra sem
óskaði eftir meiri Costco-áhrifum í landbún-
að. Hann nefndi þó ekki að ástæða þess að
Costco sá tækifæri á íslenskum markaði
var hin ótrúlega arðsemi í verslun á Íslandi
sem var keyrð áfram af hárri álagningu.
Sérstaklega hefur þetta átt við um innfluttar
vörur eins og fram hefur komið í skýrslu sem
Bændasamtökin gáfu út fyrir nokkru. Hagar
stýrðu markaðnum í krafti einokunarstöðu
sem Costco virðist nú vera að brjóta niður
að einhverju leyti.
Að því sögðu þá kemur það á óvart að
ráðherra ríkisstjórnar sem vinnur að aðgerð-
aráætlun í loftslagsmálum skuli boða óheft-
an innflutning á matvælum með tilheyrandi
kostnað fyrir umhverfið. Við gerð aðgerð-
aráætlunarinnar hlýtur að þurfa að horfa til
þess hvernig hægt er að stuðla að því að mat-
vörur sé framleiddar sem næst neytendum til
þess að lágmarka útblástur vegna flutninga
og annan umhverfiskostnað. Gott dæmi um
Costco-áhrifin er að Costco selur ekkert
íslenskt grænmeti. Það er allt flutt inn. Ef
innflutningur á kjöti myndi lúta sömu lögmál-
um og innflutningur á grænmeti má leiða að
því líkum að allt kjöt í Costco væri innflutt.
Einnig verður að ítreka að kröfur um
dýravelferð, takmarkanir á lyfjanotkun og
umhverfisáhrif má ekki setja til hliðar bara
til að hægt sé að tryggja lægsta verðið. Það
er afar ólíklegt að þær ódýrustu innfluttu
landbúnaðarafurðirnar í boði uppfylli þessar
kröfur því að matvara sem það gerir kostar
meira. Ég á reyndar bágt með að trúa því að
þetta sé skoðun félagsmálaráðherrans, miklu
frekar yfirsjón af hans hálfu, því að ef þetta
er hans skoðun þá er hann væntanlega líka
tilbúinn til að gefa eftir eitthvað af réttindum
venjulegs verkafólks og öðru sem auðvitað
hefur líka áhrif á vöruverð. Því mun ég seint
trúa upp á hann.
Ekki búvörusamningum að kenna
Fjármálaráðherra Viðreisnar var næstur í
röðinni. Það var alveg rétt hjá honum að
útflutningur á kindakjöti er ekki í samræmi
við væntingar. Fyrir því eru einkum fjórar
ástæður. Enga þeirra gátu bændur ráðið við
og ekki þýðir að kenna búvörusamningum um
neina þeirra heldur. Þar er ekkert fjallað um
þær og það er reyndar ekki fyrr en 10. ágúst
sem fyrsta kindakjötið kom á markað á gild-
istíma hans. Ríkið og bændur voru sammála á
fyrri stigum um að byggja upp sterkari stoðir
á erlendum mörkuðum.
Deilur ESB og Rússa hafa sett markaði
fyrir landbúnaðarafurðir í Evrópu í uppnám.
Verðfall er á mörgum afurðum með tilheyr-
andi tekjutapi fyrir bændur. ESB hefur gripið
til ýmissa aðgerða til að bæta bændum að
einhverju leyti það tjón sem hlotist hefur af
þessum völdum. Þótt viðskiptabann Rússa nái
ekki til innflutnings á lambakjöti frá Íslandi
setur verðfall á mörkuðum sitt strik í reikn-
inginn.
Fríverslunarsamningur við Kína var undir-
ritaður fyrir rúmum þremur árum. Það var
ekki ljóst af kynningunni þá að það þyrfti
tímafrekt vottunarferli fyrir hverja einustu
afurð. Það er fyrst núna í haust að það er
að fara í gang fyrir lambakjöt. Hvenær því
lýkur vitum við ekki. Ekki liggur neitt fyrir
um hvenær samningurinn tekur að fullu gildi,
en það var svo sannarlega talið að það tæki
styttri tíma en fjögur ár.
Noregur lokaðist fyrir okkur vegna sjón-
armiða sem við hljótum að sýna skilning.
Þeir vernda sína framleiðslu eins og við og
þegar ljóst var að þeir væru sjálfir farnir að
framleiða nóg fyrir innanlandsmarkað sinn
var dyrunum einfaldlega lokað. Það var
vissulega ekki hentugt ofan á annað, en við
skiljum hvers vegna. Sterkt gengi krónunnar
og gengisfall breska pundsins þarf ekki að
fjalla frekar um. Það veldur öllum útflutningi
vanda, þar með talið þessum, og leggst þungt
ofan á það sem þegar er talið.
Fyrirheit um aðkomu ríkisins
Fjármálaráðherrann hefur reyndar síðar lýst
skilningi á vandanum og gefið fyrirheit um
aðkomu ríkisins sem eru jákvæðar fréttir.
Samhliða hafa formaður atvinnuveganefndar
Alþingis og forsætisráðherra jafnframt stigið
fram og lýst yfir að leysa þurfi vandann og
að staðið verði við samninga við bændur.
Það eru einnig ánægjulegar fréttir sem sýna
að stjórnmálamenn hafa verið að kynna sér
málið og gera sér grein fyrir þeirri alvarlegu
stöðu sem uppi er.
Samtalið við ráðherra landbúnaðarmála
hefur líka gengið betur. Viðræður hafa
staðið yfir og nú í þessari viku hafa okkur
verið kynntar tillögur ráðherrans í málinu.
Tillögurnar eru spor í rétta átt og sýna vilja til
að leysa málið. Útfærsla þeirra er ekki fylli-
lega ljós enn og því miður ekki hægt að kynna
þær í smáatriðum í þessu blaði, sem er miður,
því að tíminn er vissulega hlaupinn frá okkur
þegar sláturtíð er að byrja og fóðuröflunum
fyrir komandi vetur er lokið að mestu eða öllu
leyti. En ég get að minnsta kosti sagt að eins
og er, sé þetta samtal um lausnir.
En tillögurnar hafa einn stóran galla því
þær taka ekki á birgðavandanum og leysa
því ekki málið í heild. Það er skaði því miklu
skiptir að klára málið núna svo að það komi
ekki í bakið á okkur aftur að ári. En hingað til
hefur ráðherrann og ríkisstjórnin ekki verið
tilbúin í slíkt. Það er misráðið og á eftir að
hafa ófyrirséðar afleiðingar.
Sindri Sigurgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
sindri@bondi.is
Samtal um lausnir
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson
smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir – ghp@bondi.is – Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga:
augl@bondi.is – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu –
Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621