Bændablaðið - 24.08.2017, Síða 8
8
Allt bendir til góðrar berjasprettu
á Norðurlandi ef ekki gerir frost
næstu vikurnar. Sprettan sunn-
an- og vestanlands er minni. Að
Völlum í Svarfaðardal er berjum
pakkað til sölu og búin til úr þeim
sulta, saft og vín.
Bjarni Óskarsson á Völlum í
Svarfaðardal, sem oftast er kenndur
við veitingahúsið Nings, hefur um
nokkurra ára skeið ræktað ber auk
þess sem hann kaupir villt ber og
pakkar þeim og selur til verslana.
Lítur vel út
„Berjasprettan lítur ágætlega út fyrir
norðan og við erum byrjuð að pakka
og senda ber til verslana. Þetta eru
bæði krækiber og aðalbláber og
sprettan hefur verið góð til þessa.“
Bjarni segir erfitt að segja hvern-
ig sprettan komi til með að vera í
ár miðað við undangengin ár. „Hún
byrjaði vel og það komu prýðisgóð
ber en svo þarf ekki nema eitt næt-
urfrost til að eyðileggja allt. Maður
veit því aldrei hvernig staðan er fyrr
en á endanum. Þetta lítur ágætlega
út eins og er.
Það eru líka að koma sólber á
runnana á sólberjaakrinum hér á
Völlum.“
Minna af berjum sunnan- og
vestanlands
„Ég hef heyrt að það sé minna af
berjum sunnan- og vestanlands en
hér fyrir norðan. Berin fyrir sunn-
an geta líka verið seinna á ferðinni
vegna rigninga og svo er örugglega
hægt að finna góð berjalönd fyrir
vestan án þess að ég viti það fyrir
víst.“
Verslar með ber
Bjarni kaupir mikið af berjum af
fólki sem tínir þau og er magnið
nokkur hundruð kíló eða í tonnum
talið á ári eftir framboði.
„Duglegasta fólkið sem safnar
berjum og selur okkur eru taílenskar
konur sem búa á Dalvík, það eru
helst þær sem nenna að tína og það
eru þær sem sjá mér fyrir mest af
berjum.
Markaður fyrir ber er góður og að
mínu mati eigum við að nýta ber mun
meira en við gerum í dag.“
Auk þess að selja ber í verslanir
vinnur Bjarni ber í sultur og saft sem
hann selur í versluninni að Völlum.
Í versluninni er einnig hægt að fá
reykta osta, bleikju, lax og makríl.
„Ég bý líka til berjavín til eigin nota
og til að bjóða gestum.“ /VH
Lýðheilsa:
Mítlar hafa ekki fundist í búrhænum
á Íslandi í marga áratugi
Skordýraeitrið fipronil hefur
nú fundist í eggjum í 15 ríkjum
Evrópusambandsins og í Hong
Kong. Efnið hefur verið notað til
að drepa mítla og lýs á hænum en
notkun þess er stranglega bönnuð
í matvælaiðnaði. Mítlar hafa ekki
fundist í búrhænum á Íslandi í
marga áratugi.
Þorsteinn Sigmundsson, formað-
ur félags eggjabænda og eggjabóndi
í Elliðahvammi, segir að vandamál
með mítla hafi ekki verið vanda-
mál í hænsna- eða eggframleiðslu
á Íslandi í marga áratugi. „Ekki í
búrhænum sem eru aldar innanhúss.
Þorsteinn segir að erlendis finnist
mítlar helst í hænum sem fá að ganga
úti enda smitist hænurnar utandyra.
„Þetta er nýmóðins vandamál sem
tengist lausagöngu á hænum eða það
sem kallast Free range hænur. Mítlar
og lýs þekkt ust á hænum á Íslandi
í gamla daga þegar þær voru hýstar
í fjósinu og gengu lausar og lifðu á
fjóshaugnum.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Hildi Traustadóttur hjá Félagi eggja-
bænda hefur hún ekki upplýsingar
um að mítillinn sem um ræðir hafi
fundist í hænum á Íslandi. „Enda
eggjahús á Íslandi lokuð og fuglinn
verndaður inni í þeim og því litlar
líkur á að slík óværa komist inn í
húsin.“
Mast skoðar innfluttar
eggjaafurðir
Í tilkynningu á vef Matvæla-
stofnunar segir að heil egg á mark-
aði hérlendis séu af íslenskum
uppruna. Unnar eggjaafurðir, til
dæmis gerilsneyddar eggjarauður,
eggjahvítur og eggjaduft eru fluttar
til landsins og samkvæmt athugun
Matvælastofnunar eru þær upprunn-
ar í Bretlandi, Danmörku, Hollandi
og Þýskalandi.
Búið að innkalla milljónir eggja
Eggin sem um ræðir koma aðallega
frá Hollandi. Eftir að upp komst
um notkun Fipronil á eggjabúum í
Hollandi fyrr í sumar létu yfirvöld
í Þýskalandi og víðar í Evrópu
eyða milljónum eggja frá Hollandi.
Á annað hundrað eggjabúum í
Hollandi hefur verið lokað vegna
málsins.
Samkvæmt Alþjóða heil brigðis-
málastofnuninni, WHO, telst fiprol-
in til mjög hættulegra efna sem
geta við inntöku valdið alvarlegum
skemmdum á lifur, skjaldkirtli og
nýrum svo dæmi séu tekin.
Smituð egg finnast víða í Evrópu
Við rannsókn málsins, sem er rann-
sakað sem glæpamál, hefur eggja-
búum í, auk Hollands, verið lokað
í Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi
og vitað er að egg frá þessum lönd-
um hafa verið seld til Bretlandseyja,
Svíþjóðar, Austurríkis, Írlands,
Ítalíu, Lúxemborgar, Póllands,
Rúmeníu, Slóveníu, Slóvakíu,
Danmerkur og Sviss. Efnið hefur
einnig fundist í eggjum í Hong Kong
sem hafa verið flutt inn frá Hollandi.
Tveir handteknir
Lögreglan í Hollandi, í samvinnu við
lögregluna í Belgíu, hafa handtek-
ið tvo menn í tengslum við málið.
Þeir eru grunaðir um að hafa seld
hænsnaaflúsunarefni sem var bland-
að með fipronil til eggjabænda með
og án þeirra vitneskju. Talið er að
efnið hafi verið notað árum saman
til að drepa mítla í hænum þrátt fyrir
að notkun þess sé stranglega bönnuð
í matvælaframleiðslu. /VH
Nýtt kjötmatskerfi
fyrir nautgripakjöt
– Gott fyrir þá sem skila inn betri gripum í slátrun
Nýtt kjötmatskerfi fyrir
nautgripakjöt tók gildi í júlí
síðastliðnum og er það veruleg
frábrugðið því kerfi sem hefur
verið í gildi í allmörg ár. Með
nýju kjötmatskerfi verður
holdfyllingarflokkunin mun
ítarlegri og mun því gagnast
þeim bændum sem skila inn betri
gripum til slátrunar.
Óli Þór Hilmarsson, starfsmaður
Matís, hafði umsjón með gerð
fræðslubæklings um nýja kerfið
sem heitir EUROP-nautakjötsmat.
Hann segir að nýja kerfið sé
í megindráttum sambærilegt
við kjötmat kinda, en þó með
ítarlegri sundurgreiningu þar
sem „+“ og „–“ eru við hvern
matsflokk. Í kindakjötinu eru
holdfyllingarflokkarnir E, U, R, O
og P en í nautgripamatinu verða
þeir P-, P, P+, O-, O, O+ og svo
framvegis. Í kindakjötsmatinu
hefur aðeins einn undirflokkur
verið notaður en það er
fituflokkurinn 3+. Sem sagt mun
ítarlegri flokkun í þeim flokkum
sem nýtast í nautgripamatinu.
Ástæðan er sú að minna hefur
verið um ræktun nautakjöts til
kjötframleiðslu en í kindakjötinu.
Segja má að ræktun kindakjöts
sé alfarið kjötframleiðsla, en
mestmegnis mjólkurframleiðsla
í nautgriparæktuninni og því
flokkast þeir gripir mun neðar á
EUROP matsskalanum. Til að fá
góða sundurgreiningu flokka þá er
matskerfið nýtt eins og kostur er,“
segir Óli Þór.
Gagnast best þeim sem skila inn
betri gripum til slátrunar
Nýja kjötmatskerfið er
unnið í samvinnu Matís og
Matvælastofnunar. Einar Kári
Magnússon, fagsviðsstjóri kjötmats
hjá Matvælastofnun, segir að málið
hafi haft talsverðan aðdraganda en
sé nú loksins komið til framkvæmda.
„Í skýrslu starfshóps um eflingu
nautakjötsframleiðslu, sem skilað
var til ráðherra atvinnuvega og
nýsköpunar sumarið 2013, var
mælt með upptöku á EUROP mati.
Í framhaldinu fól atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið MAST
að gera áætlun um innleiðingu
á kerfinu ásamt samráðshópi
hagsmunaaðila.
Annmarkar eldra íslenska
kjötmatsins eru helst hvað
holdfyllingarflokkar eru fáir og lítil
sundurgreining á efri enda skalans
í holdfyllingu. Þar af leiðandi er
mikill breytileiki í holdfyllingu
innan hvers flokks. Um 85
prósent af öllum ungneytum fara
í sama holdfyllingarflokk (UNI)
samkvæmt eldra mati. Norðmenn
hafa notast við kerfið í um 20 ár og
hefur ábatinn af kerfisbreytingunum
þar verið umtalsverður, mjög mikill
hjá holdanautabændum en einnig
hefur flokkun nautgripakjöts
almennt batnað.
Það má því segja að kerfið gagnist
þeim helst sem skila betri gripunum
til slátrunar. Vonir standa líka til þess
að þetta hvetji menn almennt til að
skila inn betri gripum til slátrunar.
Þá eru einnig bundnar vonir við að
kerfið geti verið grunnur að eflingu
holdanautaræktunar á landinu – þar
sem kjötmatsupplýsingarnar verði
nýttar í ræktunarstarfi,“ segir Einar
Kári.
Nýja kjötmatsbæklinginn má
nálgast í gegnum vef Landsambands
kúabænda, naut.is. /smh
FRÉTTIR
Berjahorfur:
Góð berjaspretta á Norðurlandi
Endurgreiða áleggið
ef börnin klára ekki
Nú hefur Nortura í Noregi
hrundið af stað nestisátaki í til-
efni af skólabyrjun sem kallast
nestistrygging Gilde.
Herferðin snýst um það að ef
foreldrar finna afgang af áleggi sem
merkt er Gilde í nestisboxum barna
sinna þá geta þeir haft samband
við neytendaþjónustu fyrirtækis-
ins og fengið endurgreiðslu fyrir
áleggskaupunum. Tryggingin gildir
fyrir öll álegg frá Gilde, kjötálegg
og kæfur. Forsvarsmenn fyrirtæk-
isins segja að þar sem þeir fram-
leiði svo mörg vörumerki í áleggi
af bestu mögulegu gæðum eru
þeir öruggir um að næstum öll
börn klári úr nestisboxum þar sem
þeirra vörur eru á brauðsneiðunum.
Herferðin verður keyrð í um mánuð
í öllum fjölmiðlum í Noregi en inn
í hana fléttast einnig boðskapur um
að henda minna af mat. /ehg