Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017
Ræktun býflugna hefur aldrei
verið mikilvægari en nú þegar
villtum býflugum fer hratt fækk-
andi í heiminum, segir Eyvind
Petersen, fyrrverandi býflugna-
bóndinn, sem ferðast um heim-
inn til að fræða um býflugnarækt.
Eyvind hefur margsinnis komið
til Íslands en var núna að öllum
líkindum í sinni síðustu heimsókn.
„Þörfin fyrir býflugur hefur aldrei
verið meiri en núna,“ segir Eyvind
Peterson, fyrrverandi býflugnabóndi
á Nýja-Sjálandi. „Býflugur eru
nauðsynlegar til að frjóvga margar
nytja- og villiplöntur en því miður
fer þeim fækkandi í náttúrunni og
því nauðsynlegt að ala fyrir þeim
önn og rækta þær.“
Býflugur sjá meðal annars um
að frjóvga epli, perur, jarðarber og
fjölda annarra ávaxta- og berja-
plantna auk bómullar og fleiri
nytjaplantna. Reyndar er talið að um
þriðjungur allar nytjaplantna í heim-
inum séu frjóvgaðar af býflugum.
Dani sem flutti til Nýja-Sjálands
Eyvind er Dani sem flutti rúmlega
tvítugur til Nýja-Sjálands. Hann og
eiginkona hans, Nina, ræktuðu lengi
býflugur sér til gaman en eftir að
þau fóru á eftirlaun hófst ræktunin
fyrir alvöru. Um tíma voru þau með
hátt á annað hundrað bú sem hvert
og eitt gaf af sér um hundrað kíló af
hunangi. Að sögn Eyvind er mesta
magn af hunangi sem þau fengu úr
einu búi um 160 kíló.
Eyvind er 84 ára og að mestu
hættur að sinna ræktinni en þess í
stað ferðast hann um heiminn og
kynnir og kennir býflugnarækt. Hann
hefur nokkrum sinnum komið til
Íslands. Blaðamaður Bændablaðsins
hitti hann í síðustu heimsókn hans
hér á landi í lok júlí síðastliðinn að
Lambhaga þar sem hann var gestur
Hafbergs Þórissonar garðyrkju-
mógúls.
Frjóvgar hvítsmára
„Eftir að ég fækkaði búunum lagðist
ég í ferðalög um heiminn til að kynna
fyrir fólki og ekki síst bændum
mikilvægi býflugna og ræktunar á
þeim. Býflugur gefa ekki bara af
sér hunang því þær sjá líka um að
frjóvga blómplöntur. Í mínum huga
er ein mikilvægasta plantan sem þær
frjóvga fyrir hefðbundinn landbúnað
hvítsmári, því eins og flestir vita
bætir smári jarðveginn þar sem hann
vex og er gott fóður. Ekki síst fyrir
mjólkurkýr sem gefa af sér betri nyt
sé þeim beitt á smára.“
Eyvind hefur undanfarin ár farið
heimshorna á milli til að fræða um
býflugnarækt. Hann hefur nokkrum
sinnum komið til Íslands og ráðlagt
áhugasömum um býflugnarækt. Í lok
dvalar sinnar hér í júlí var hann á
leiðinni til Danmerkur til að kynna
boðskapinn.
Hugsjónastarf
„Satt best að segja lít ég á það sem
hugsjónastarf eða köllun að ferðast
um heiminn og kynna býflugnarækt.
Allt sem ég geri er þeim sem þiggja
aðstoð mína og hlusta á fyrirlestrana
að kostnaðarlausu. Mér þykir gaman
að fræða og hjálpa fólki að komast
áfram með ræktunina.“
Eyvind hefur mikla trú á
býflugnarækt á Íslandi. „Mín
skoðun er að íslenskir bændur eigi
að leggja stund á býflugnarækt í
stórum stíl. Ekki endilega bara til
að safna hunangi heldur líka til að
auk frjóvgun á blómplöntum á landi
sínu.“
Sjúkdómavarnir nauðsynlegar
„Líkt og í allri ræktun er mjög mik-
ilvægt að halda býflugum sem aldar
eru á Íslandi lausum við sjúkdóma og
flytja eingöngu inn flugur frá sjúk-
dómalausum svæðum.
Það er gríðarlega dýrt komi
upp sjúkdómar í flugunum og
því fá býflugnabændur á Nýja-
Sjálandi að kynnast annað slagið.
Sjúkdómaeftirlit í landinu er strangt
og komi upp sýking í búi er því og
nærliggjandi búum umsvifalaust
eytt.
Íslendingar flytja sínar flugur
inn frá býlum á Álandseyjum sem
eru laus við sjúkdóma. Utan við
sunnanverða Ástralíu er eyja sem
heitir Kangaroo-eyja og það er eini
staðurinn fyrir utan Álandseyjar og
Ísland sem ég veit að er að finna
sjúkdómalausar býflugur.“
Kuldinn vandamál
Eyvind segist vita að kuldinn á
Íslandi sé vandamál við ræktunina
og að mörg bú drepist á veturna.
„Ég held að Íslendingar eigi eftir að
komast upp á lagið með að halda
búunum lifandi allt árið því sumpart
stafar dauði flugnanna af reynslu-
leysi ræktendanna,“ segir Eyvind
Peterson býflugnahvíslari. /VH
Growth-Train er svokallaður
viðskiptahraðall með áherslu
á vaxtarfyrirtæki í matvæla-
og/eða heilsufæðisgeiranum.
Viðskiptahraðallinn nær yfir sjö
vikur með sex ólíkum lotum þar
sem farið er í gegnum möguleika
fyrirtækja og stefnu. Falast er
eftir fyrirtækjum frá Íslandi til
þátttöku, en umsóknarfrestur er
til 1. september.
Eyþór Ívar Jónsson er í forsvari
fyrir verkefnið sem er staðsett
í Suður-Jótlandi. „Hugmyndin
er að auka stækkunarmöguleika
fyrirtækja og búa til tengslanet sem
hjálpar fyrirtækjunum að ná árangri
mun hraðar en ella. Við erum einnig
með fjárfesta, bæði viðskiptaengla
og fjárfestingasjóði, sem hafa
áhuga á að efla fyrirtæki í matvæla-
og/eða heilbrigðisgeiranum.
Viðskiptahraðallinn hefst þann
13. október næstkomandi og
uppskeruhátíð verður haldin 1.
desember.
Við erum að keyra verkefnið í
fyrsta skipti og þess vegna verður
það í Suður-Jótlandi í Danmörku þar
sem ég er staðsettur, nánar tiltekið
í Nykobing-Falster. Við höfum
í hyggju að keyra The Growht-
Train víðar á næstu misserum þar
sem „konseptið“ er að mörgu leyti
nýstárlegt. Við höfum sendiherra
í um þrjátíu löndum og Ingi
Björn Sigurðsson frumkvöðull
er sendiherra okkar á Íslandi.
Sjávarklasinn er samstarfsaðili
okkar þar. Tengslanet sendiherranna
nær út um allan heim.“
Leita að íslenskum fyrirtækjum
„Við höfum mikinn áhuga á að fá
eitt til tvö fyrirtæki frá Íslandi sem
hafa náð verðskulduðum árangri á
Íslandi og vakið athygli fyrir nýsköp-
un og frumkvæði,“ segir Eyþór. „Við
getum hjálpað til við að opna leiðir
sem geta aukið vaxtarlíkur þessara
fyrirtækja verulega. Við erum með
samstarfssamning við stórar ráð-
stefnur og fyrirtæki sem sérhæfa
sig í matvælum.“
Lærir meira á sjö vikum
en hingað til
Eyþór Ívar er nokkuð viss um að sá
frumkvöðull sem tekur þátt í verkefn-
inu muni læra mjög mikið á stuttum
tíma. „Ég held að viðkomandi muni
læra meira á þessu verkefni en hann
hefur lært hingað til í viðskiptum og
rekstri vaxtarfyrirtækja. Þetta munu
verða krefjandi sjö vikur sem munu
breyta möguleikum fyrirtækisins og
frumkvöðulsins til framtíðar. Við
erum með mjög flott ferli og mentora
sem munu hjálpa til við að skapa ný
tækifæri og vaxtarmöguleika. Við
höfum notað líkingu við lestarferð,
þetta verður eins og að fara í hrað-
lest í þeim tilgangi að skapa árangur,
þekkingu og tengslanet.“
Að sögn Eyþórs Ívars er Growth-
Train verkefnið ekki eingöngu fyrir
frumkvöðla eða sprotafyrirtæki – og
hvetur alla sem áhuga hafa til að
sækja um. Í lok verkefnisins kynna
fyrirtækin sig fyrir hópi af fjár-
festum í Danmörku, einnig hópi af
alþjóðlegum „englafjárfestum“ og
að endingu hópi frá Ítalíu.
Það kostar ekkert að taka þátt
fyrir þau fyrirtæki sem eru valin
fyrir utan ferðakostnað og uppihald.
Fyrir utan vinnusmiðjurnar og
kynningarmöguleika á vörunum þá
fá fyrirtækin aðgang að einhverju
viðamesta drefikerfi í Danmörku á
Suður-Jótlandi.
Frekari upplýsingar má finna á.
http://growth-train.dk/. /smh
The Growth-Train:
Viðskiptahraðall fyrir
íslensk matvælafyrirtæki
Te og hunang krabbameinsvaldandi
FRÉTTIR
Ferðast um heiminn og kennir býflugnarækt:
Býflugnaræktun aldrei
mikilvægari en núna
Löngum hefur verið varað
við óhóflegri neyslu á ýmsum
fæðutegundum vegna krabba-
meinsvaldandi efna sem þau
kunna að innihalda. Samkvæmt
ýmsum rannsóknum ber manni
að forðast sykur, kaffi, áfengi, fitu
og rautt kjöt og halda sig frekar
við trefjar, grænmeti og ávexti.
Samhliða vitundarvakningu um
betri heilsu hefur neysla á ýmsum
náttúrulegum fæðubótarefnum auk-
ist til muna. Nú sjá sérfræðingar
Matvælaöryggisstofnunar Evrópu
(EFSA) ástæðu til að hafa áhyggjur
af ofneyslu á ýmsum jurtavörum
vegna hugsanlegra krabbameins-
hvetjandi áhrifa þeirra.
Um 3% blómstrandi planta í
heiminum framleiða beiskjuefnin
Pyrrolizidín til að verjast skordýr-
um. Efnin, sem eru um 660 talsins,
geta borist inn í fæðukeðjuna með
ýmsum hætti og finnst meðal annars
í dýraafurðum. Neysla þeirra getur
valdið eitrun og langvarandi skað-
legum heilsufarsáhrifum og árið
2011 réð Matvælaöryggisstofnunin
foreldrum frá því að gefa ungbörn-
um hunang í stórum skömmtum af
þeirri ástæðu.
Samkvæmt uppfærðri skýrslu
stofnunarinnar um hættu
beiskjuefnanna á heilsu manna og
dýra er sjónum meðal annars beint
að náttúrulegum fæðubótarefnum,
grasalyfjum og tei sem innihalda
plöntur sem verja sig með
beiskjuefnum Pyrrolizidín. Í
skýrslunni er mælt með ítarlegri
rannsóknum og eftirliti á
eiturverkunum sautján beiskjuefna
sem oftast finnast í matvælum og
fóðri.
Ýmis te geta innihaldið efnin
samkvæmt rannsókninni s.s.
grænt te, svart te, kryddbaldursbrá
(e. camomile), piparmynta
og rauðrunnate, sem setur
tedrykkjufólki nokkrar skorður ætli
það að forðast eiturefni algerlega.
Reyndar er það svo að
efnainnihald jurta, og þar með
magn eiturefna, eru breytileg
eftir vaxtarstað og efnainnihaldi
jarðvegs og því skiptir máli hvaðan
viðkomandi plöntur koma. /ghp