Bændablaðið - 24.08.2017, Page 22

Bændablaðið - 24.08.2017, Page 22
22 Jörðin Fell og nærliggjandi þjóð- lendur voru friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs þann 25. júlí sl. Á svæðinu er einn vinsæl- asti ferðamannastaður lands- ins, Jökulsárlón, ásamt stórum hluta Breiðamerkursands og hluti Fjallsárlóns. Þar með nær Vatnajökulsþjóðgarður frá hæsta tindi landsins niður að fjöru. Gestakomur í Jökulsárlón hafa stigvaxið í samræmi við fjölgun ferðamanna hér á landi. Árið 2015 voru þeir 460.000 og fjölguðu í um 670.000 árið 2016 og í ár er gert ráð fyrir að um milljón gestir heimsæki staðinn. Svæðið mun nú tilheyra suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og horfir í viðamikil verkefni við uppbyggingu innviða og vörslu á svæðinu. Nú þegar eru landverðir á vegum þjóðgarðsins við Jökulsárlón og á svæðinu í kring til að fylgjast með og leiðbeina gestum. Næsta skref er að vinna stjórnun- ar- og verndaráætlun fyrir svæðið en slík áætlun er meginstjórntæki þjóð- garðsins og verkfæri til stefnumótun- ar. Hún á að endurspegla sameigin- legar væntingar og áform þeirra sem koma að starfsemi þjóðgarðsins og eiga hagsmuni á starfssvæðinu. Þar er m.a. sett fram stefna um náttúruvernd, útivist, byggðaþróun og landnýtingu. Skilvirkast að einkaaðilar kæmu að uppbyggingu „Ég verð ekki var við neitt annað en mikla ánægju með að friðlýsingin sé orðin að veruleika. Menn binda töluverðar vonir við það að það fari í gang öflug uppbygging. Ég vil sjá þessa uppbyggingu hefjast strax á næsta ári og að henni ljúki á þrem- ur árum,“ segir Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, en 58,7% sveitarfélagsins tilheyrir nú þjóðgarðinum. Björn Ingi segir vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hið nýfriðlýsta svæði þegar farna í gang en slíkt ferli taki alla jafna nokkra mánuði. Hann segir að líta þurfi sérstaklega til umferðaröryggis og uppbyggingu innviða á fjölförnum ferðamannastöðum eins og í kringum Jökulsárlón. Um sé að ræða kostn- aðarsamar framkvæmdir og því geti verið skilvirkast að einkaaðilar kæmu að uppbyggingunni. „Við erum afskaplega glöð að ríkið hafi stigið það skref að kaupa jörðina og eigi þessa náttúruperlu til framtíðar. Þetta eru ekki litlar upphæðir sem teknar eru af almannafé og ég tel óraunhæft að ætlast til þess, eða reikna með því, að ríkið komi svo með auka 500–1000 milljónir í viðbót til að byggja upp aðstöðu þarna. Við viljum að svæðið skili tekjum aftur til hins opinbera og til þjóðgarðsins. Ég held að slíkt geti skilað sér með því að bjóða út uppbygginguna, á grunni þess að menn greiði fyrir það leigu og vinni samkvæmt skilmálum, deiliskipulagi og ákveðinni umgjörð.“ Björn Ingi bendir á að slík nálg- un að innviðauppbyggingu á sér for- dæmi í Fjallsárlóni, sem varð einnig hluti af þjóðgarðinum með friðlýs- ingunni og hún hafi reynst vel. Beit á Breiðamerkursandi Vatnajökulsþjóðgarður er frábrugð- inn öðrum þjóðgörðum hér á landi þegar kemur að landnýtingu innan þjóðgarðsmarka. Meginhluti þjóð- garðsins er skilgreindur í verndar- flokki II sem svæði sem er einkum ætlað til verndar vistkerfum og til útivistar. Hefðbundin landnýting er heimil á nokkrum svæðum innan þjóðgarðsins. Sauðfjárbeit er leyfð á hluta Jökulsárgljúfra, afréttum á vestur-, norður- og austurhálendinu og afmörkuðum svæðum sunnan jökla. Mest er hún næst byggð sunnan og vestan jökla en minnst á afréttum norðurhálendisins, samkvæmt stjórnunar- og verndaráætlun. Þá eru innan þjóðgarðsins svæði sem flokkuð eru sem verndarsvæði með sjálfbæra nýtingu náttúruauð- linda og þar er að einhverju leyti stunduð sauðfjárbeit. Þessi landsvæði eru einnig að stórum hluta í einkaeign innan þjóðgarðsins. Sauðfé hefur verið beitt á Breiðamerkursandi í áraraðir. Friðlýsing sandsins hefur að sögn Björns Inga ekki í för með sér breytingar á því. Ákveðnar jarðir hafi afnotarétt af svæðinu og þær heimildir haldi þrátt fyrir friðlýsingu. /ghp Frá fjallstindi að fjöru – Bæjarstjóri Hornafjarðar vill sjá uppbyggingu innan þriggja ára Friðlýsing Jökulsárlóns og nærliggjandi þjóðlenda styrkir vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem nátt- úruminja á heimsminjaskrá UNESCO sem nú er unnið að. Mynd/Þorvarður Árnason hátíðlega athöfn hjá Jökulsárlóni. Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og bæjarstjóri Hornafjarðar, stendur hjá. Með friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæða bætast 190 ferkílómetrar við Vatnajökulsþjóðgarð. Kortið sýnir hið nýfriðlýsta landsvæði. Góður árangur af borunum við Hoffell í Nesjum: Heitt vatn finnst til húshitunar Góður árangur var af borun holu HF-4 við Hoffell og virðast nú allar forsendur vera fyrir hendi til að hitaveita á Höfn í Hornafirði geti orðið að veruleika. Borun á holu HF-4 lauk þann 14. júlí síðastliðinn, samkvæmt frétt á heimasíðu Rarik, og virðist holan samkvæmt fyrstu mælingum geta gefið allt að 50 lítra á sekúndu af um eða yfir 80 °C heitu vatni. Verði það raunin er það betri árangur er búist var við. Holan er 1.750 metra djúp og hiti í botni hennar er vel yfir 80° á Celsíus. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um borunina og ÍSOR sá um ráðgjöf og eftirlit. 45 rannsóknarholur Frá 2012, hefur RARIK í samstarfi við ÍSOR látið bora eftir heitu vatni við Hoffell í Hornafirði með það að markmiði að finna heitt vatn fyrir hitaveitu á Höfn. Frá 1992 til 2006 höfðu sveitarfélagið Hornafjörður í samstarfi við Jarðfræðistofuna Stapa og einnig Orkustofnun unnið að jarðhitaleit við Hoffell. Boraðar voru 33 rannsóknarholur fram til 2006, flestar grynnri en 60 metrar, en fjórar yfir 300 metrar. Hlé varð á borunum frá 2006 þar til RARIK hóf að láta bora árið 2012, en síðan þá hafa verið boraðar 12 grunnar rannsóknarholur, ein 150 m hola, þrjár 500 metra holur og fjórar djúpar rannsóknarholur, 1.100 til 1.750 metra djúpar, sem hannaðar eru þannig að þær nýtist sem vinnsluholur. Árangur hefur verið góður og er nú nægjanlegt vatn fundið fyrir hitaveitu á Höfn. RARIK mun þó bora eina djúpa holu til viðbótar, til að tryggja öryggi veitunnar þótt ein hola skemmist. Fjarvarmaveita á Höfn frá 1991 RARIK hefur rekið fjarvarmaveitu á Höfn í Hornafirði frá 1991, þar sem vatn hefur verið hitað upp með ótryggðu rafmagni og dreift um þéttbýlið. Um 75% húsa á Höfn eru tengd fjarvarmaveitunni, en önnur hús eru hituð með beinni rafhitun. Þegar ótryggt rafmagn hefur ekki verið fyrir hendi hefur vatnið verið hitað með brennslu olíu. Að mati RARIK er ekki líklegt að ótryggt rafmagn fáist á næstu árum á þeim kjörum sem nauðsynlegt er til að fjarvarmaveitan beri sig. Því var ákveðið að fara í jarðhitaleit til að freista þess að finna heitt vatn fyrir Höfn. /VH Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur í ályktun lýst yfir þungum áhyggjum vegna boðaðra lækkana á verði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð. Ályktunin var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar í liðinni viku. Sauðfjárrækt er undirstaða byggðar í héraðinu og segir í ályktuninni að þar af leiði að hrikti í byggðinni þegar fótum sé kippt undan starfseminni. Fram kemur að verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika sé rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Afleiðingarnar verði hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfelld byggðaröskun. Því þurfi að leita lausna án tafar. Engin laun til bænda „Sauðfjárbúskapur er stærsta atvinnugrein innan Húnavatnshrepps og hefur boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda gífurleg áhrif á afkomu heimila í Húnavatnshreppi og sveitarfélagsins í heild. Nú, annað árið í röð, standa sauðfjár- bændur frammi fyrir verulegri tekju- skerðingu og á komandi hausti af þeirri stærðargráðu að ekkert mun standa eftir af tekjum búanna til greiðslu á launum, þegar kostnaður við framleiðsluna hefur verið greidd- ur. Laun bænda vegna búrekstrarins verða því engin. Miklir fjárhagsörðugleikar blasa við, sérstaklega skuldsettum bændum. Kemur tekjuskerðing augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrjað búskap, sem eru í flestum tilfellum yngstu bændurnir,“ segir í ályktuninni. Ekki drepa málinu á dreif Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skor- ar á stjórnvöld, forystumenn bænda, sláturleyfishafa og aðra hlutaðeig- andi að leita allra leiða til að leysa þá grafalvarlegu stöðu sem uppi er. „Leita þarf lausna án tafar, en drepa ekki málinu á dreif með karpi um orsakir vandans.“ /MÞÞ Sveitarstjórn Húnavatnshrepps: Þungar áhyggjur vegna lækkana á afurðaverði

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.