Bændablaðið - 24.08.2017, Qupperneq 36

Bændablaðið - 24.08.2017, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Breska blaðið The Guardian greindi frá því 20. ágúst sl. að vax- andi fjöldi Breta hafi smitast af lifrarbólgu E við neyslu á innfluttu unnu svínakjöti á undanförnum árum. Smit af þessum toga getur í sumum tilvikum leitt til dauða. Um er að ræða pylsur og skin- ku sem seldar hafa verið í einum ónefndum leiðandi stórmarkaði. Að sögn sérfræðinga hjá breska heilbrigðiseftirlitinu (Public Health England - PHE) hafa innkaupavenjur og neyslumynstur þeirra sem smitast hafa af lifrarbólgu E verið rannsak- að. Yfirvöld sögðu í síðasta mánuði að ekkert smit hafi fundist í vörum unnum í bresku svínakjöti svo líklega kæmi smitið úr vörum sem unnar eru utan Bretlands. Lifrarbólga E stafar af ssRNA veiru úr flokki Caliciviridae og yfirleitt verður smit vegna saurmengunar í drykkjarvatni. Sjúkdómurinn er til staðar í mörgum þróunarlöndum í Asíu, Afríku og Mið- og Austur-Ameríku segir í riti HÍ um mannasjúkdóma. . Nafni verslunar haldið leyndu Heilbrigðiseftirlitið vill ekki skella skuldinni á ónefnda breska stórmark- aðinn og Matvælaeftirlit Bretlands (Food Standars Agency – FSA) seg- ist heldur ekki vilja gefa upp nafnið á stórmarkaðinum. Heilbrigðis eftir litið segir að frá 2010 hafi orðið vart við verulega aukningu á smittilfellum vegna lifrarbólgu E hjá fólki sem ekki hefur verið að ferðast úr landi. Tölur sýna að skráðum smittilfellum hefur fjölgað úr 368 tilfellum árið 2010 í 1.243 árið 2016. Yfirleitt eru afleiðingar smitsins vægar en geta verið mjög alvarlegar hjá fólki sem á við lifrarsjúkdóma að stríða og eins hjá ófrískum konum. Einkennin líkjast oft flensu. Hins vegar þekkist smitið á því að húð verður gul og einnig augun. Þá verður fólk vart við slappleika, fær hita og missir matarlyst. Í einstaka tilfellum getur smit leitt til lifrar- bilunar og dauða. Áætlað að hundruð þúsunda hafi smitast Í Sunday Times er greint frá því að í rannsókn sem gerð var á árunum 2014 til 2016 hafi verið áætlað að á milli 150.000 og 200.000 Bretar smituðust á ári af vírus sem bær- ist með innfluttu svínakjöti. Hefur blaðið eftir talsmanni heilbrigðis- eftirlitsins að smitið kæmi úr pyls- um úr svínakjöti sem þarfnast suðu fyrir neyslu og úr skinku sem tilbúin er til neyslu. Fundu sérfræðingar út að pylsur sem seldar voru undir nafni stórmarkaðarins voru mjög tengdar smiti á lifrarbólgu E. Talsmaðurinn tók þó fram að hætt- an á smiti væri lítil ef svínaafurð- irnar væru mjög vel eldaðar. Hefur Matvælaeftirlitið ráðlagt neytendum að sjóða allt svínakjöt í gegn fyrir neyslu. /HKr. Áningarstaðir fyrir ferðamenn vekja heimsathygli Fyrir rúmum 20 árum fékk norska Vegagerðin (Statens vegvesen) ábyrgðarhlutverk í að byggja upp 18 þjóðlega ferðamannavegi í landinu þar sem aðstaða og upplifun fyrir ferðamenn eru sett á oddinn. Verkefnið er langt á veg komið en því lýkur árið 2023 og eru margir staðir í því orðnir að fjölförnustu ferðamannastöðum í Noregi. Til að tryggja gæði verkefnisins var í byrjun skipað gæðaráð en einnig ráð arkitekta sem hefur það hlutverk að tryggja sjónræn gæði á útsýnis- og áningarstöðunum. Í arkitektaráðinu er einn arkitekt, einn landslagsarkitekt og myndlistarmaður og er mikið lagt upp úr því að fara nýjar leiðir á stöðunum til að hámarka upplifun þeirra sem eiga þar leið hjá. Yfir 50 arkitektar, landslagsarkitektar, hönnuðir og listamenn, jafnt ungir sem eldri og reyndari, hafa komið að verkefnunum þar sem mikil áhersla er lögð á nýsköpun og sköpunarkraft. Útkoman er ævintýraleg þar sem mörg verkefnin hafa leitt til margfaldra heimsókna fólks sem á leið um þá og nokkur þeirra hafa unnið til alþjóðlegra arkitektaverðlauna. Búið er að betrumbæta 1850 kílómetra vegakafla víðs vegar um landið þar sem hver af þeim 18 leiðum sem valdar voru til verkefnisins hafa fengið sín sérkenni. Þau 114 verkefni sem lokið hefur verið við eru ýmist í formi útsýnispalla, upplýsingamiðstöðva fyrir ferðamenn, salernisaðstaða, listaverk og uppsetningar á upplýsingaskiltum. Öll verkefnin hafa verið í höndum norskra arkitekta fyrir utan eitt þeirra og hafa í sumum tilfellum verið stökkpallur fyrir þá til stærri verkefna. Þegar verkefnunum lýkur verður búið að verja 3,4 billjónum norskra króna til þeirra sem er stjarnfræðileg upphæð en hugmyndin og framkvæmdin er engu að síður góð og gæti verið hvatning fyrir íslensk stjórnvöld til að ráðast í viðlíka aðgerðir á helstu ferðamannastöðum hérlendis. /ehg Mynd / Roger Ellingsen/Statens vegvesen. Mynd / Jarle Wæhler/Statens vegvesen. Mynd / Jarle Wæhler/Statens vegvesen. . Mynd / Fredrik Fløgstad/Statens vegvesen. - Mynd / Per Ritzler/Statens vegvesen. Mynd / Vegar Moen/Statens vegvesen. - Mynd / Jarle Wæhler/Statens vegvesen. UTAN ÚR HEIMI Veruleg aukning á smiti af lifrarbólguvírus úr innfluttu unnu svínakjöti í Bretlandi – Smit sem getur reynst banvænt berst með innfluttri skinku og pylsum sem seldar eru í ónefndum leiðandi stórmarkaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.