Bændablaðið - 24.08.2017, Síða 63

Bændablaðið - 24.08.2017, Síða 63
63Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Sími: 527 2600 VélavitS: 5272600 - www.velavit.isVarahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Við sérhæfum okkur í JCB, Hydrema, , , og nú: KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is Öryggisvesti með riflás. Uppfyllir sýnileikastaðalinn EN20471 Klassa 2. Stærðir: S-4XL. Efni: 100% pólýester Litir: Gulur, orange. Sýnileikavesti fyrir smalamennskuna Tilboðsverð með vsk og flutningskostnaði 89 0 kr Maður vanur vinnuvélum óskast Verktakafyrirtæki á Suðurlandi óskar eftir reyndum vinnuvélastjóra Æskilegt er að viðkomandi hafi - unnið á dráttarvélum með tækjabúnaði - unnið á beltagröfum - sé fær um að sinna daglegu viðhaldi og eftirliti með slíkum vélum - hafi vinnuvélaréttindi og bílpróf - reynsla af garðyrkjustörfum er kostur og að viðkomandi sé reyklaus. Um framtíðarstarf er að ræða. Nánari upplýsingar í síma 894 0444 eða garparehf@gmail.com. Fyrir sláturtíðina Hakkavél 72.000,- Hamborgarapressa 35.000,- Áleggshnífur 72.000,- Bjúgna/pylsugerðarvél 55.000,- Kjötsög 155.000,- Ath. Öll verð eru án vsk Samleið ehf Kaupi gamlar vínylplötur, kassettur og aðra tónlist, plötuspilara, gamlar græjur og segulbönd. Staðgreiði stór plötusöfn. S. 822-3710, olisigur@ gmail.com. Óska eftir vel með farinni einnar stjörnu múgavél í góðu lagi. Uppl. í síma 893-2659. FJÁRKARFA. Óska eftir fjárkörfu á vörubíl. Uppl. í síma 892-6675. Kawasaki fjórhjól. Ef einhver lumar á gömlu Kawasaki Bayou fjórhjóli, þá er ég að leita að einu slíku. Ástand skiptir ekki öllu máli. Uppl. í síma 897-4422. Atvinna Langar að komast í sveit í vetur. Er vön. Er heiðarleg, reyki hvorki né drekk. Fædd 1958. Geng ekki í þyngri verk. Sími 861-8494. 35 ára karlmaður frá Þýskalandi óskar eftir vinnu á bóndabýli eða við fiskvinnslu. Hann er við störf núna í Þýskalandi en getur verið laus eftir 3 mánuði. Nánari uppl.: wintersebastian@gmx.net Húsnæði Ferðu í skóla í Reykjavík í vetur? Vantar þig húsnæði? Er með 60 fm íbúð til leigu. Hafðu samband: steinunn654@simnet.is. Jarðir Viljum taka á leigu sauðfjárbú. Þeir sem hefðu áhuga á að leigja, leggi inn upplýsingar til Bændablaðsins, Hagatorgi 1, 107 Rvík, merkt „G-300“. Haustbeit. Friðað afgirt beitiland, ca 60 ha., með góðu aðgengi og tökuaðstöðu til leigu frá 1. sept. Staðsetning Suðurland, við þjóðveg 30, skammt frá Skeiðavegamótum. Uppl. í síma 770-6268 og mail: nuukehf@gmail.com Óska eftir Óska eftir palli fyrir krókheysi, 5-6 metra langt og 60-80 cm borðum. Uppl. í síma 893-4172. Kaupi gamlar vínylplötur, kassettur og aðra tónlist, plötuspilara, gamlar græjur og segulbönd. Staðgreiði stór plötusöfn. S. 822-3710, olisigur@ gmail.com. Óska eftir vel með farinni einnar stjörnu múgavél í góðu lagi. Uppl. í síma 893-2659. FJÁRKARFA. Óska eftir fjárkörfu á vörubíl. Uppl. í síma 892-6675. Kawasaki fjórhjól. Ef einhver lumar á gömlu Kawasaki Bayou fjórhjóli, þá er ég að leita að einu slíku. Ástand skiptir ekki öllu máli. Uppl. í síma 897-4422. Sumarhús Rotþrær og heitir pottar. Rotþrær- heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ódýrir heitir pottar- leiðbeiningar um frágang fylgja. Borgarplast.is, sími 561-2211, Mosfellsbæ. Veiði Er gæsin að eyðileggja túnin hjá þér eða að éta kornið? Ekki örvænta því lausnin er skammt undan. Við erum nokkrir ungir fjölskyldufeður sem óskum eftir að komast í gæsaveiði á Suðurlandi eða Vesturlandi. Endilega verið í sambandi í síma 612-2990. Feðgar óska eftir kornakri ellegar nýræktum til gæsaveiði. Skoðum flesta staði en æskilegast ef fjarlægð frá Reykjavík væri ekki meiri en sem nemur 2-3 tíma akstri. Staðgr. í boði. Uppl. í síma 857-5000 eða hjarnland@gmail.com Þjónusta Tek að mér viðgerðir á flestum tegundum sjálfskiptinga. Hafið samband í síma 663-9589 til að fá uppl. og tilboð. HP transmission Akureyri, email einar.g9@gmail.com, Einar G. RG Bókhald. Bókhaldsþjónusta, launaútreikningar og uppgjör, ársreikningar, vsk skýrslur, skattaframtöl. rgbokhald@gmail.com sími 696-3003. Tampa Bay Beaches Vacation Rentals í Florida í Bandaríkjunum býður Íslendingum upp á 400 gististaði. Beint flug frá Íslandi til Tampa hefst í september. Sjáið úrval gististaða á www.trsinc.com eða hringið til að bóka í síma +001 (727) 393-2534. Netfang: trs.guests@ gmail.com, TRS-Travel Resort Services, Madeira Beach, Florida. Við höfum boðið upp á þjónustu okkar í yfir 30 ár á Tampa Bay. Þróaði hrápylsur úr ærkjöti – Hugsað fyrir litlar kjötvinnslur heima á bæjum Rúnar Tryggvason hefur starfað við matreiðslu í tæp sjö ár og lauk B.S.-námi í matvælafræði nú í vor. Einn liðurinn í því námi var sérverkefni sem fólst í þróun hrápylsu úr ærkjöti. „Ég er ekki menntaður matreiðslumaður en hef unnið við matreiðslu í fullu starfi og samhliða námi síðan ég var 16 ára gamall – eða í tæp 7 ár – og hef því talsverða reynslu á því sviði. Ég hef nýlokið B.S.-námi í matvælafræði og er í dag í meistaranámi í matvælafræði sem ég áætla að ljúka í lok árs 2018. Eftir það vonast ég til að starfa innan greinarinnar, eða hugsanlega tengja saman matreiðslu og matvælafræði á einhvern hátt,“ segir Rúnar. Skyldfólk í bændastétt Að sögn Rúnars er skyldfólk hans í bændastétt – til að mynda bróðir hans – og því hafi honum þótt skemmtilegt að tengja námið sitt viðfangsefni sem tengdist því beint. „Áhugi hefur verið hjá bændum að auka heimavinnslu kjötafurða – þá sérstaklega úr verðminni kjötstykkjum – til að reyna að auka verðmæti afurða sinna. Þess vegna er mikilvægt að tryggja að öll matvælaframleiðsla, sérstaklega framleiðsla beint af býli, skili af sér heilnæmum og öruggum vörum. Markmið verkefnisins var að þróa og framleiða hrápylsur úr ærkjöti, miðað við framleiðslu beint af býli. Hægt er að lýsa verkefninu sem vöruþróun ásamt gæðaeftirliti. Þróuð var uppskrift að hrápylsum úr ærkjöti og fylgst með ýmsum gæðaþáttum í gegnum framleiðsluferlið. Niðurstöður sýndu að framleiðsla á öruggum hrápylsum úr ærkjöti er vel möguleg ef fylgt er góðum framleiðsluháttum,“ segir Rúnar. Skýrir verkferlar fyrir einfaldar kjötvinnslur Verkefnið vann Rúnar í samstarfi við Óla Þór Hilmarsson og Guðjón Þorkelsson hjá Matís. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni þar sem gerðar voru hrápylsur, það er spægipylsur og ölpylsa, eingöngu úr ærkjöti. Það eru fleiri að gera slíka hluti og mest eru það afurðastöðvar og kjötvinnslufyrirtæki, en þessi vöruþróun gekk út á að gera það við einfaldar aðstæður. Tilgangurinn var að gera skýran verkferil fyrir svona vörur sem einfaldar kjötvinnslur gætu nýtt sér. Nú er að fara í gang framleiðsla á ölpylsu í kjötvinnslunni á sauðfjárbýlinu Borgarfelli í Skaftártungu, þar sem ábúendur þar ætla að nýta sér upplýsingarnar úr verkefninu og stefna að framleiðslu, úr sínu hráefni við þær aðstæður sem þar er að finna,“ segir Óli Þór. Ýmsar pylsutegundir prófaðar Rúnar segir að það hafi verið skemmtileg vinna að fylgja framleiðslunni eftir frá upphafi til enda. „Það voru prófaðar ýmsar uppskriftir að hrápylsum, til dæmis í tyrkneskum stíl (sucuk) sem og hefðbundin salami. Einnig var mjög áhugavert að glíma við raunverulegt vandamál; uppsöfnun ærkjöts og lágt afurðaverð – sem hefur mikið verið í fjölmiðlum undanfarið. Við framleiðsluna voru notuð hefðbundin pylsugerðarefni og var markmið verkefnisins að öll framleiðslan færi fram við mjög einfaldar aðstæður en ekki eins og um háþróaða kjötvinnslu væri að ræða. Eini tæknibúnaðurinn sem þurfti var góður kælir, rakamælir og reykofn. Verkefnið snerist um að þróa ákveðna grunnuppskrift að gerjuðum hrápylsum úr ærkjöti og kanna öryggi, gæði og geymsluþol. Út frá því var svo hægt að útbúa skýran verkferil sem tryggir örugga og heilnæma matvöru svo smáframleiðendur kjötvara – til dæmis bændur – gætu nýtt sér og notað til að þróa sínar eigin vörur.“ /smh Rúnar Tryggvason hefur þróað pylsur úr ærkjöti og útbúið verkferil fyrir slíka pylsugerð, sem smáframleiðendur ættu að geta nýtt sér til að þróa eigin vörur. Hrápylsur úr ærkjöti úr smiðju Rúnars Tryggvasonar. Mynd / Rúnar Tryggvason

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.