Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Erfðamengisúrval úr íslenskum kúm: 3.300 DNA-sýni farin í greiningu Þann 4. desember sl. voru fyrstu DNA-sýnin úr nautgripunum, sem ætlað er að mynda grunnerfðahóp í erfðamengisúrvali, send til Danmerkur í greiningu. Um var að ræða 3.078 vefjasýni úr kúm og kvígum sem safnað hefur verið nú á haustdögum á búum víða um land. Þá voru einnig send sæðissýni úr 275 nautum á Nautastöð BÍ, sem fædd eru á árabilinu 1990–2012 og hafa ýmist lokið eða eru langt komin í afkvæmaprófunum. Ráðgert er að senda sæðissýni úr rúmlega 220 nautum til viðbótar í þessari viku en Nautastöðin hefur tiltækt sæði úr tæplega 500 af þeim 550 nautum sem sett voru í afkvæmaprófun á framangreindu tímabili. Greiningin sem gerð verður á þessum sýnum nær yfir 54.000 einbasabreytileika (SNP) í erfðamengi gripanna og fer hún fram hjá Eurofins Genomics í Árósum, sem átti hagstæðasta tilboðið í þennan hluta verkefnisins um uppbyggingu erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt. /BHB Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, afhenti þriðjudaginn 12. desember viðurkenninguna Icelandic Lamb Award of Excellence 2017. Eru verðlaunin til þeirra sem hafa skarað fram úr í í handverki og hönnun úr sauðfjárafurðum. Við athöfn í listamiðstöðinni Mengi í Reykjavík hlutu fjórir viðurkenningar, en þeir eru: • Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu. • Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy. • Fræðasetur um forystufé. • Hönnunarmerkið WETLAND. Viðurkenningin er veitt af markaðsstofunni Icelandic lamb og er þetta í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning er veitt fyrir handverk og hönnun úr íslenskum sauðfjárafurðum, en fyrr á þessu ári voru veittar sambærilegar viðurkenningar til veitingastaða. Framvegis verður þetta árviss viðburður. Markmið að auka skilning á gæðum hráefnisins Í tilkynningu frá Iclandic lamb kemur fram að meginmarkmið viðurkenningarinnar sé að auka skilning og þekkingu á gæðum hráefnisins, vekja almenna athygli á möguleikum þess í hönnun og vinnslu undir merkjum Icelandic Lamb. Einnig að veita samstarfsaðilum verðlaun fyrir vel unnin störf. Markaðsstofan Icelandic Lamb er í samstarfi með um 150 innlendum aðilum; veitingastöðum, verslunum, framleiðendum, afurðastöðvum, listamönnum og hönnuðum. „Samstarfið er mjög mikilvægt til að auka verðmætasköpun úr íslenskum sauðfjárafurðum. Þeim er veitt viðurkenning er þykja hafa skarað fram úr. Þetta er hugsað sem hvatning til frekari verðmætasköpunar, nýsköpunar og vöruþróunar á íslenskum sauðfjárafurðum. Fimm manna dómnefnd valdi handhafa viðurkenninganna að þessu sinni. Í henni sátu Emma Eyþórsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, Rúna Thors, fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands, Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic lamb, og Ninja Ómarsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb,“ segir í tilkynningunni. Helstu verkefni Icelandic lamb snúa að markaðssetningu til erlendra ferðamanna á Íslandi og inn á sérvalda markaði í útlöndum. Þetta er meðal annars gert með öflugri verðlaunaherferð á samfélagsmiðlum og samstarfi við um 150 aðila í veitingarekstri, verslun, hönnun og fleiru. Tilgangurinn er að stuðla að því að íslenskum sauðfjárafurðum sé skapaður veglegur sess með sérstöku merki til að auðkenna íslenskar sauðfjárafurðir með tilvísun til uppruna, gæða, hreinleika og sérstöðu. FRÉTTIR Handhafar Icelandic Lamb Award of Excellence árið 2017 voru Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu, Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy, Fræðasetur um forystufé og hönnunarmerkið WETLAND. Mynd / Geirix Hættulegar efnavörur í matvöruverslunum: Merkingum ábótavant í 85% tilvika Merkingar á hættulegum efnavörum koma til skila upplýsingum um eðli hættunnar og hvernig eigi að bregðast við eða komast hjá henni og skulu þær vera á íslensku. Þeir sem setja á markað vörur sem innihalda hættuleg efni eru ábyrgir fyrir því að umbúðir varanna séu rétt merktar. Seljendum er óheimilt að hafa í sölu hættulegar vanmerktar vörur. Þetta er megininntakið í reglum um merkingar hættulegra efna sem gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins og öðluðust fullt gildi þann 1. júní 2017 eftir langt aðlögunartímabil. Það þýðir að merkingar samkvæmt eldri reglum skulu nú alfarið heyra sögunni til. 60 vörur skoðaðar Umhverfisstofnun stóð nýlega fyrir eftirlitsverkefni með merkingum á vörum sem innihalda hættuleg efni og náði umfang þess til algengra neysluvara fyrir almenning eins og uppþvottavélaefna, uppþvottalaga, stíflueyða, uppkveikilaga og salernis-, uppþvottavéla-, bletta-, ofna- og grillhreinsa. Farið var í 12 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Akureyri og skoðað úrtak með 60 vörum í ofangreindum vöruflokkum sem þar voru í sölu, til að athuga hvort merkingar þeirra væru í samræmi við reglur. Oft vantar íslenskar merkingar Einungis 15% varanna sem lentu í úrtaki reyndust standast allar kröfur um merkingar. Algengasta frávikið var að vörurnar vantaði algerlega íslenskar merkingar, eða í 38% tilvika. Um 42% varanna voru merkt á íslensku samkvæmt núgildandi reglugerð en með einhver misalvarleg frávik. Þá reyndust þrjár vörur (5%) vera merktar samkvæmt eldri reglum. Langflestir bregðast vel við Öllum birgjum sem ábyrgir voru fyrir vörum sem báru ófullnægjandi merkingar var sent bréf þar sem krafist var viðeigandi úrbóta. Langflestir brugðust við á fullnægjandi hátt innan frestsins sem gefinn var, en í nokkrum tilfellum kom þó til eftirfylgni. Voru þeim birgjum send áform um áminningu, en þar sem þeir brugðust við kröfum stofnunarinnar innan tilsettra tímamarka kom ekki til frekari eftirfylgni. Þörf á lagfæringum Niðurstöður eftirlitsins gefa til kynna að merkingum á efnavörum hér á landi sé verulega ábótavant og að þörf sé á átaki til lagfæringa hjá birgjum sem bera ábyrgð á því að þessar vörur séu rétt merktar. Umhverfisstofnun mun áfram fylgjast náið með merkingum hættulegra efnavara á markaði og standa fyrir eftirliti til að fylgja því eftir að farið sé að reglum hvað þetta varðar. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. /MÞÞ Icelandic lamb veitir viðurkenningar fyrir handverk og hönnun: Prjónakerling, gærukollur, Fræðasetur um forystufé og Wetland hlutu verðlaun Lífland keypti um tvö hundruð tonn af byggkorni frá Laxárdal – Eru með um 160–200 hektara undir bygg Það er ekki á hverju hausti sem íslenskt byggkorn er selt í stórum skömmtum til íslenskra fóðurframleiðenda enda framboðið óreglulegt og oftar sem ræktendur nota það fyrst og fremst fyrir eigin búskap. Nýverið gekk Lífland frá samningi um kaup á um 200 tonnum af íslensku gæðakorni frá svínabændunum í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Bændurnir í Laxárdal hafa undanfarin ár staðið að umfangsmikilli kornræktun í landi Gunnarsholts á Rangárvöllum, auk þess sem þar er fullkomin þurrkstöð fyrir kornið. Uppskeran er mest til eigin nota sem svínafóður, en umframframleiðslu hafa þeir selt. Uppskera í haust var með besta móti í Gunnarsholti, eða um 3–4,5 tonn af þurru byggkorni af hektaranum og uppskáru feðgarnir í Laxárdal rúm 650 tonn alls. Jóhannes Baldvin Jónsson, deildarstjóri ráðgjafar og vöruþróunar hjá Líflandi, segir kornið úr Gunnarsholti hafa verið með góða fyllingu og rúmþyngd sambærilega við það sem best verður á kosið í innfluttu byggkorni. Hann segir vægi hráefna af íslenskum uppruna óvenju hátt um þessar mundir í fóðurgerðinni. „Lífland keypti til viðbótar við byggið nokkra tugi tonna af höfrum og graskögglum af íslenskum ræktendum þetta haustið. Við notum líka talsvert af íslensku fiskimjöli til fóðurgerðar og því má segja að vægi hráefna af íslenskum uppruna sé nú með mesta móti hjá okkur. Ég hef starfað í þessum fóðurgeira í tæp fimm ár og þetta er það mesta sem ég hef séð af innlendu byggkorni á markaði,“ segir Jóhannes. Um 160–200 hektara undir bygg Björgvin Harðarson, svínabóndi í Laxárdal, segir að þeir hafi byrjað á að kaupa bygg af bændum og Landgræðslunni í kringum aldamótin. „Það gekk ágætlega en bæði var magnið ekki nægilega mikið þannig að það tæki því að fjárfesta í betri móttökubúnaði og svo voru gæði byggsins of breytileg. Við byrjuðum því árið 2007 að rækta sjálf korn í Gunnarsholti og settum bygg í um 30 ha fyrsta árið. Síðan óx ræktun byggsins samfara því að við byggðum stórt síló heima þar sem hægt var að koma fyrir allri uppskerunni, eða 450 tonnum. Mest höfum við skorið upp af um 300 ha. Það var bæði bygg og hveiti. Núna síðustu ár höfum við verið með um 160 til 200 ha í byggi og um 40 ha í nepju. En nepjuna notum við í fóður án þess að kreista olíuna úr og hún er möluð heil þannig að dýrin fá alltaf ferskt malað fóður bæði úr nepjunni og bygginu,“ segir Björgvin. Setja upp eigin kjötvinnslu „Í fyrra settum við aftur niður hveiti og uppskárum í haust. Það gekk ágætlega og höldum við því eitthvað áfram. En eftir því sem liðið hefur á ræktunina hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að úða akrana með varnarefnum gegn augnflekk og illgresi. Bæði eykur það uppskeruna og ræktunaröryggið ásamt því að gæði kornsins verður meira. Í dag fer 70 til 80 prósent af fóðrinu í svínin, okkar framleiðsla og íslenskt fóður. Við höfum verið að selja afurðir okkar beint en hingað til hefur það mest verið í hálfum skrokkum. Mest af því er til einstaklinga en einnig á veitingastaði og kjötvinnslu í Reykjavík. Kjötvinnsla á Selfossi hefur unnið kjöt fyrir okkur, en hún hætti starfsemi í ágúst síðastliðinn. Við ákváðum þá að setja upp okkar eigin vinnslu sem verður opnuð fyrri part næsta árs. Þar verður hægt að fá svínakjöt beint frá býli, alið á íslensku fóðri,“ segir Björgvin Harðarson í Laxárdal. /smh Breytingar í Seglbúðum í Landbroti: Ábúendur hætta sauðfjárbúskap – Sláturhúsið í biðstöðu Sauðfjárbændurnir í Seglbúðum í Landbroti hafa hætt búskap með sauðfé. Ábúendurnir, Erlendur Björnsson og Þórunn Júlíusdóttir, tóku í gagnið lítið handverkssláturhús steinsnar frá íbúðarhúsinu fyrir um þremur árum. Þar slátruðu þau sínum lömbum og unnu, auk þess sem þau keyptu lömb af nágrannabæjum sínum til slátrunar og slátruðu fyrir aðra. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær þar verður slátrað aftur. Erlendur segir að það hafi verið talsvert högg fyrir þau þegar Matvælastofnun lokaði hjá þeim vinnslunni og stöðvaði sölu í tvær vikur í byrjun árs 2016, að hans sögn vegna misskilnings. „Það má segja að þá hafi viðskiptamódelið sem við lögðum upp með að einhverju leyti brugðist. Svo hefur það ekki verið til að bæta stöðuna hvernig þróunin í greininni hefur verið að undanförnu. Rekstur afurðastöðva er erfiður, en við vorum að greiða um þriðjungi hærra verð en gengur og gerist. Við slátruðum í haust öllum okkar gripum en keyptum ekkert af bændum,“ segir Erlendur. Erlendur býr ennþá með hross í Seglbúðum en Þórunn starfar í Reykjavík sem leikskólastjóri. Hann er með ferðaþjónustu í Landbrotinu; bæði silungsveiði í hluta Grenlækjar og rekur fjögurra herbergja gistihús. „Ég einbeiti mér nú að því sem gengur vel hér, en við finnum jákvæða strauma í ferðaþjónustunni.“ /smh Frá kornþreskingu í landi Gunnarsholts síðastliðið haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.