Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Vilko ehf. á Blönduósi fékk í haust vottun til framleiðslu á lífrænum kryddum. Vottun sem þessi er ekki einungis vottun til að framleiða lífrænt vottaðar matvörur heldur einnig viðurkenning á að Vilko sé með framleiðsluferli sitt í góðu lagi. Fram kemur á heimasíðu Vilko að allt húsnæði fyrirtækisins hafi verið tekið út, allar skráningar í gæðakerfi, framleiðsluskýrslur, vottanir birgja, ferli sýnatöku og fleira. Auk vottunar fáist með þessu framtaki einnig endurskoðun á öllu framleiðsluferli þess. Kári Kárason, framkvæmda- stjóri Vilko á Blönduósi, segir að vottunin sé ekki bara vottun á lífrænni vöru Vilko heldur allri framleiðslu Vilko, því ef aðrir hlutar vinnslunnar væru ekki í lagi fengist ekki lífræn vottun. Kári þakkar starfsfólki fyrir þolinmæði sína í ferlinu sem og Uppbyggingarsjóði SSNV fyrir framlag þess til vöruþróunar sem leiddi til vottunar. /MÞÞ Vilko á Blönduósi: Lífræn framleiðsla á kryddum Byggðaráð Norðurþings: Stuðningur við frumúttekt á smávirkjunum Byggðaráð Norðurþings styður að farið verði í frumúttekt á smávirkjunum en erindi frá framkvæmdastjóra Atvinnu- þróunarfélags Þingeyinga varðandi afstöðu sveitarfélagsins þar um var tekin fyrir á fundi byggðaráðs á dögunum. Um er að ræða frumúttekt á smávirkjanakostum á Eyþings- svæðinu af stærðargráðunni 50 kW til 10 MW. Markmið verkefnisins er að kanna möguleika á aukinni sjálfbærni í raforkunotkun með smávirkjunum og vinna greinargerð sem gefur áhugasömum virkjanaaðilum yfirsýn yfir virkjanakosti á svæðinu. Verkið felst í að metnir verða 50–60 kostir og mun úttektin innihalda kortlagningu vatnsfalla samkvæmt loftmyndakorti og áætlað vatnasvið. Helstu kennistærðir verða metnar, s.s. rennsli, fallhæð afl og framleiðsla og mat lagt á miðlunarmöguleika. Einnig verður horft til líklegra umhverfisáhrifa og mat lagt á tengingar við dreifikerfi. Smávirkjanir eru allar virkjanir sem eru undir 10 MW og þurfa að jafnaði ekki í umhverfismat. Meirihluti byggðarráðs styður að farið verði í frumúttekt á smávirkjunum og samþykkir verkefnið. Óli Halldórsson formaður byggðaráðs lagði fram bókun þar sem hann setti fyrirvara á að sveitarfélög, þeirra samtök eða stofnanir séu að vinna undirbúningsvinnu af þessu tagi fyrir áhugasama virkjunaraðila. „Undanfarið hafa einkafjárfestar verið að sækja á náttúruauðlindir til minni virkjana víða um land, sumar hverjar mjög umdeildar vegna umhverfisáhrifa. Þetta hefur verið bæði í landi í ríkis- og einkaeigu. Það er ekki hlutverk sveitarfélaga að hvetja sérstaklega til virkjunarfjárfestinga af þessu tagi. Eðlilegra er að gera frekar þá sjálfsögðu kröfu til ríkisrekinna orku- og raforkuflutningsfyrirtækja að fundnar verði viðunandi leiðir til að afhenda orku sem nýtist atvinnulífi um land allt,“ segir í bókun Óla. /MÞÞ FRÉTTIR Matvælaframleiðsla í Noregi hefur aldrei verið meiri Jon Georg Dale, landbúnaðar- og matarráðherra Noregs, lítur björtum augum til framtíðar þegar kemur að norskri matvælaframleiðslu. Segir hann meðal annars að lykilhlutverk þegar kemur að samkeppnishæfni greinarinnar séu fjárfestingar og nútímavæðing. Í viðtali við Bændablaðið segir Jon Georg það jafnframt mikilvægt að leyfa sköpunarkrafti bóndans að leika lausum hala til að stuðla að nýsköpun og að gera umhverfi greinarinnar aðlaðandi fyrir unga bændur til að þeir velji sér framtíð innan landbúnaðar. Jon Georg Dale tók við stöðu landbúnaðar- og matarráðherra Noregs fyrir tveimur árum í ríkisstjórn Ernu Solberg. Hann er meðlimur í Framfaraflokknum og hafði áður en hann settist á þing reynslu af sveitarstjórnarstörfum í Mæri- og Raumsdal þar sem hann ólst jafnframt upp. Jon á óðalsrétt að ættarsveitabænum Dale í Dalsfirði og er kjötiðnaðarmaður að mennt. Áður en hann sneri sér að pólitíkinni starfaði hann meðal annars hjá afurðastöðvafyrirtækinu Nortura. Matvælaframleiðsla í hæstu hæðum Árið 2017 eru 40.500 sveitabæir í rekstri í Noregi með tæplega 44 þúsund ársverk. Í norska búnaðarlagasamningnum er 14,5 milljörðum norskra króna úthlutað til landbúnaðar, tæplega 200 milljörðum íslenskra króna. „Undanfarin fjögur ár höfum við náð okkar helstu markmiðum þegar kemur að stefnu í landbúnaðarmálum og við sjáum það að matvælaframleiðsla í Noregi hefur aldrei verið meiri eins og nú. Nýliðun eykst stöðugt og ungt fólk hefur meiri áhuga en áður á að starfa við landbúnað sem er mjög jákvætt. Við sjáum einnig að vilji þeirra sem eru í framleiðslunni til að framleiða meira er stór og allt helst þetta vel í hendur, það er samkeppnishæft rekstrarumhverfi og jákvæðni í garð greinarinnar, jafnt innan hennar sem utan,“ segir Jon Georg og bætir við: „Tekjur í landbúnaði eru að aukast og á tímabilinu frá 2014 til 2018 munu bændur hér í Noregi fá tekjuaukningu sem er meira en helmingi stærri en hjá öðrum hópum í samfélaginu. Sé litið á alla þessa þætti þá munum við halda áfram eftir sömu stefnumörkun og hefur verið og halda þessari góðu vinnu áfram sem búið er að byggja undir.“ Skilningsleysi gagnvart beingreiðslum Jon Georg viðurkennir þó að ýmis erfið mál hafi komið inn á borð í sinni ráðherratíð eins og gengur og gerist. Það séu þá helst kjaramál bænda sem hafi verið umdeild, stefna í rándýraveiðum, offramleiðsla sauðfjárbænda og sú ákvörðun að þurfa að útrýma hreindýrastofninum á ákveðnum svæðum á hálendinu vegna taugasjúkdóms. „Það hefur verið ýjað að því á vettvangi fjölmiðla að stuðningur ríkisins við fjárfestingar innan sauðfjárræktarinnar sé mikilvægasta ástæða þess að það sé offramleiðsla og að ríkið eitt og sér beri eitt ábyrgð á stöðunni. Þetta er því miður alvarleg einföldun á ástandinu og sýnir svo ekki verður um villst að ákveðið skilningsleysi ríkir gagnvart því af hverju við erum með það fyrirkomulag að vera með beingreiðslur þegar kemur að fjárfestingum,“ útskýrir Jon Georg og segir jafnframt: „Fjárfesting í landbúnaði er framkvæmd með aukna framleiðslu í huga yfir margra ára tímabil. Frá árinu 2016 sjáum við að færri fjárfestingabeingreiðslur eru greiddar til sauðfjárbúa, úr 18% árið 2015 í 11% árið 2016. Stuðningurinn er einnig á niðurleið á þessu ári en Innovasjon Norge (Nýsköpunarmiðstöð Noregs), hefur veitt styrki til eins sauðfjárbús, þar sem bændurnir höfðu ekki slíkan búskap áður, en árið 2016 voru veittir 7 styrkir til sambærilegra verkefna. Ég hef talað fyrir því að nauðsynlegt sé að skoða nýjar nálganir í vöruþróun, halda áfram þeirri vinnu að betra aðgengi sé að vörunni í verslunum og að hafa virka markaðssetningu til að auka sölu á lambakjöti.“ Styrkja kornrækt og plöntuframleiðslu Bendir norski landbúnaðar- ráðherrann einnig á að hægt væri að líkja stuðningi við sauðfjárbændur saman við styrki til mjólkurbænda. Árið 2016 fór um 80% af styrkjum til fjárfestinga í hefðbundnum landbúnaði til mjólkur- og sauðfjárbænda. Rúmlega 80% af styrkjunum sem Innovasjon Norge veitti til mjólkurbænda það ár leiddi til aukinnar framleiðslu. „Við munum halda áfram að styrkja grassvæði fyrir kýr og sauðfé og hvetja til meiri notkunar á úthögum. Einnig verður áhersluatriði hjá okkur að örva enn frekar kornrækt og plöntuframleiðslu þar sem best skilyrði eru til þess. Það eru miklar fjárfestingar í norskum landbúnaði og sjáum við það til dæmis á því að meira en einn þriðji af kúm í Noregi eru nú mjólkaðar með róbótum og það er hæsta hlutfall í heiminum. Við munum endurnýja, fjárfesta og taka nýja tækni í notkun. Með því að leyfa sköpunarkrafti bóndans að leika lausum hala til að ná sem bestri hagræðingu í rekstrinum ásamt nýsköpun er ákveðnum markmiðum náð fyrir greinina í heild. Okkar hlutverk er meðal annars að gera umhverfið aðlaðandi fyrir unga bændur að velja sér framtíð innan landbúnaðar.“ /ehg Loka Gestastofunni á Þorvaldseyri Fjölskyldan á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hefur ákveðið að loka Gestastofunni sem hefur verið rekin við bæinn undanfarin tæp sjö ár. Hún var opnuð ári eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli og þar gátu gestir fræðst um eldgos og upplifað það upp að vissu marki hvernig líf undir eldfjalli getur verið, því kvikmynd um gosið og hvernig bærinn reis síðan úr öskunni var þar sýnd. Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt Gestastofuna á þessum árum og segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, að þetta hafi verið góður tími. „Þetta var bara komið gott samt og tími til kominn að fara að sinna búskapnum að fullu og ýmsum hliðum hans. Vinnan á Gestastofunni hefur nefnilega lagst mjög á heimilisfólkið og það er erfitt að fá starfsfólk.“ Aðalbúgreinin á Þorvaldseyri er kúabúskapur, auk nauta kjöt- framleiðslu, en bærinn er einnig mjög kunnur fyrir bygg- og repjurækt. „Við erum með alls konar starfsemi í kringum þessa ræktun og mikil eftirspurn eftir þessum afurðum. Við framleiðum korn og mjöl, repjuolíu og fleira – og erum með ýmislegt á prjónunum sem við ætlum nú að sinna að fullu,“ segir Ólafur. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.