Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 66

Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 MENNING&LISTIR Bakkabræður frá Bakka í Fljótum – Úr áttunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar eftir Hjalta Pálsson frá Hofi um þjóðsöguna og íbúa á Bakka (Meiri-Bakki – Stærri-Bakki) á Bökkum Bakkabræður eru þjóðsagna- persónur, frægar fyrir atferli sitt og frábæra heimsku. Sveitfesti þeirra hefur verið nokkurt deilumál því ýmsir hafa viljað eigna sér Bakkabræður, Fljótamenn, Svarfdælingar og jafnvel Öxndælir. Elsta prentaða gerð sagnanna um Bakkabræður er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar sem prentaðar voru árin 1862 og 1864. Handrit þeirra sagna var skrifað af utansveitarmanni, Jóni Borgfirðingi, og lætur hann þá vera frá Bakka í Svarfaðardal. Guðbrandur Vigfússon las hinsvegar prófarkir af sögunum, sem voru prentaðar suður í Leipzig, og hann hefur bætt við neðanmáls: „Mun eiga að vera Bakki í Fljótum“ og vitnar í fyrsta árgang tímaritsins Ármann á Alþingi, prentaðan 1829, sem skrifaður var af Baldvin Einarssyni frá Hraunum í Fljótum. Baldvin segir þar um Sighvat sem er einn sögumanna ritsins: „Enginn getur sagt það um hann Sighvat að hann sé heimskingi og þó er sagt að hann sé ættaður úr Fljótum í Skagafirði sem ætíð hefur verið í munnmælum jafnað saman við Flóa að aulahætti eins og stefið sannar: Tvær eru sveitir, Flói og Fljót/sem flestir saman jafna.“ Eftir að þjóðsögurnar komu út 1864 hóf Jón Norðmann prestur á Barði að safna saman og skrá af Bakkabræðrum margar sögur sem lifandi voru í Fljótum um miðbik 19. aldar og tengir prestur þær tvímælalaust við Bakka á Bökkum. Rekur hann ætt frá Gísla Bakkabróður til Guðmundar Bjarnasonar bónda á Miðmói 1864, en eitthvað mun þó vanta í þá ættfærslu. Nefnir Jón 14 sögur „sem eg man víst eftir að eg hafi heyrt um Bakkabræður.“ Bakkabræðurnir fjórir Álitið er að faðir Bakkabræðra hafi búið á Bakka á öndverðri 17. öld og heitið Þorsteinn. Synirnir hétu Eiríkur, Þorsteinn, Gísli og Jón. Þeir bræður voru ákaflega samrýmdir svo að þegar einn ávarpaði annan höfðu þeir jafnan sama formálann; „Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón.“Þrír þeirra létust af slysförum sem rekja verður til frámunalegrar óaðgæslu og vitsmunaskorts. Fyrsti bróðirinn drepinn af hákarli Fyrsti bróðirinn slysaðist með þeim hætti að þeir voru á sjó allir saman þegar einn þeirra dró brettingshákarl og urðu þeir ráðalausir með að innbyrða hann. Loks fer einn þeirra til og rekur ofan í hann handlegginn og ætlar að kippa honum inn á tálknunum. En hákarlinn beit þegar af honum handlegginn og rak þá maðurinn upp hljóð. Þá segir einn hinna: „Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón, hann hljóðar.“ „Hann hljóðar af fögnuði“, segir annar. Áður en þeir komust í land var maðurinn dauður, og urðu þetta ævilok fyrsta bróðurins. Annar bróðir deyr við kolagerð Einhvern tímann síðar fara bræðurnir þrír upp í fjall að rífa víði til kolagerðar. Rífa þeir nú í ákafa og binda í stóra byrði sem þeir ætla að velta ofan, en verða þá mjög hugsi hvernig þeir geti látið byrðina velta beint ofan að Bakka. Loks segir einn þeirra: „Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón, ég sé ráð til þess: Bindiði mig á byrðina, ég skal stýra henni heim að Bakka.“ Að þessu ráði fengnu bundu þeir hann á byrðina, veltu henni svo ofan og lauk þar ævi hans. Nú voru þeir Jón og Eiríkur dauðir en Þorsteinn og Gísli bjuggu áfram á Bakka og byrjuðu sem fyrri ræður sínar með orðunum; Eiríkur, Gísli, Þorsteinn, Jón. Þau urðu ævilok Gísla að hann drukknaði í Stafá á mörkum Reykjarhóls og Heiðar. Sú á er að jafnaði hrælítil og hét þar síðan Gíslavað, en Þorsteinn bjó á Bakka til elliára með konu sinni einsýnu Gróu. Ekki kunna menn lengur til víss að benda á Gíslavað. Stórundarleg tilviljun Árið 1703 bjó á Bakka Þorsteinn Eiríksson 47 ára ásamt Guðrúnu Jónsdóttur konu sinni og þremur börnum þeirra. Þar var þá einnig búandi Þorkell Gíslason 31 árs og systir hans Guðrún Gísladóttir, 36 ára vinnukona bróður síns. Ekkert er kunnugt um ættir þessa fólks. En það er í meira lagi athyglisvert að þessi nöfn, Þorsteinn, Gísli og Eiríkur, skuli saman komin á Bakka árið 1703. Faðir þeirra Bakkabræðra skal hafa heitið Þorsteinn, en þrjár af söguhetjunum Gísli, Eiríkur og Þorsteinn. Ef þetta er helber tilviljun má hún kallast stórundarleg. Að endingu er ein saga af þeim feðgum. Faðir vor kallar kútinn „Einu sinni sem oftar reri Þorsteinn karl á sjó með þá alla syni sína. Höfðu þeir með sér blöndukút til að drekka úr og var hann látinn vera frammi í bátnum. Fá þeir góðan afla. Þorsteinn karl sat aftur á bita; fer hann nú að þyrsta mjög og segir: „Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón, ljáið mér kútinn.“ Þá gegnir einn bróðirinn til og segir: ,,Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón, faðir vor vill fá kútinn“ Nú er seilst eftir kútnum; þá segir annar: ,,Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón, faðir vor vill fá kútinn, en ekki það sem í honum er.“ Keppa þeir nú allir við að drekka upp úr kútnum, tæma hann og rétta svo karlinum, en hann er þá útaf hniginn og tekur ekki við kútnum. ,,Hérna er kúturinn, faðir vor," segja þeir, en hann gegnir ekki. Fara þeir þá að gá betur að karlinum. Loks segir einn þeirra: ,,Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón, faðir vor er dauður.“ Þá segir annar: ,,Ertu dauður, faðir vor?“ Þá segir hinn þriðji: ,,Segðu til þín, faðir vor, ef þú ert dauður.“ En engu gegnir karlinn. Loks gegnir hinn fjórði og segir: ,,Já, víst hefir faðir vor þyrstur verið, fyrst hann er dauður.“ Með það héldu þeir í land.“ Friðrik bóndi Jónsson á Bakka á Bökkum í Fljótum sá sjóhund vorið 1869, eða Írisarvorið, sem svo er nefnt, því að þá fórst skip á Siglufirði, sem Íris hét. Það var ísavor mikið. Friðrik var þá á gangi niður hjá Sigurðarhóli um hábjartan dag, en hann er skammt fyrir ofan sjóinn fyrir neðan Bakka. Sjóhundur þessi var jarpur að lit og á stærð við nýkastað folald, slapeyrður, með ákaflega stór eyru. Heldur var hann í loðnara lagi, eftir því sem hundar gerast. Rófu hafði hann langa og lét hana slapa. Kleppur var á enda rófunar, og virtist Friðriki hundurinn hringa upp kleppinn. Nasirnar voru flenntar mjög út og trýnið mjög fyrirferðarmikið að framan. Friðrik sá og annan sjóhund hér um bil 1860. Hann lá inni í fjárhúsi, en hljóp til sjávar, jafnskjótt og vart varð við hann. Sjóhundur þessi var leirljós á lit og afar stór. Hann var blautur og loðinn, kaldur viðkomu og mjög frár á fæti. Sjóhundar Páll Guðmundsson (1917-2011), síðar bóndi á Miðmói, átti heima á Bakka hjá foreldrum sínum 1921-1926. ,,Það var eitthvað hér á Bakka sem ég einhvern veginn kunni ekki við“, sagði Páll í viðtali haustið 1999. „Mér fannst oft ég ekki vera einn, þó að ég væri einn. Ég sá einhvern tímann einhvern mann hér, sem ég kannaðist ekkert við.“ Síðan sagði Páll frá þegar hann talaði við huldukonuna: „Ekki veit ég hvort var huldufólk í Bakkahólunum, en þegar ég var á Bakka talaði ég við huldukonu. Það var svoleiðis, að ég var úti á hlaði þegar kom kona heim að bænum og spyr mig: ,,Er mamma þín heima“?, Já, já, ég sagði að hún væri heima, hún væri inni í eldhúsi. ,,Viltu fara á undan mér inn“, segir hún. Já ég fetaði mig inn göngin og opnaði dyrnar að baðstofunni og þá var mamma rétt innan við dyrnar. Konan gengur að henni og segir eitthvað, sem ég heyrði ekki hvað var. Hún var með stóran skurð gapandi á hálsinum en blæddi ekki úr honum. Sýnir hún mömmu skurðinn. Svo þegar hún er búin að vita að mamma hafi séð hann þakkar hún henni fyrir og biður mig að fara með sér út aftur og það gerði ég. Hún sagði mér að hún héti Helga. Hún var á bláum kjól sem náði dálítið niður fyrir hnéð og svörtum sokkum, en um skóbúnaðinn man ég ekki. Hún gæti hafa verið um þrítugt og var myndarleg stúlka með mikið dökkt hár sem náði langt niður á bak. Svo kvaddi hún mig og þakkaði mér fyrir og fór síðan götuna suður og upp á öxlina upp á veginn, en hún beygði ekki á veginn heldur hélt áfram beina leið upp melinn og hvarf upp í dalinn. Þegar ég hafði horft á eftir konunni fór ég inn aftur til mömmu og spurði hana eftir hvað þessi manneskja hefði verið að gera. Hún sagði að það hefði enginn komið til sín. Ég vildi nú ekki trúa því, ég hefði fylgt þessari konu inn og síðan út aftur. Hún sagði að þetta hefði verið helber vitleysa. En þetta var alveg ljóslifandi fyrir mér og ég gerði mér enga grein fyrir að þetta væri ekki lifandi manneskja.“ Huldukona kemur í bæinn „Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón, ég sé ráð til þess: Bindiði mig á byrðina, ég skal stýra henni heim að Bakka.“ Bakki (Meiri-Bakki – Stærri-Bakki) á Bökkum í Fljótum. Loftmynd af túni á Bakka sumarið 2016. Í miðju eru steypuveggir fjárhúshlöðu. Til vinstri, úti undir Stóralæk, eru fjárhústóftir þar sem áður var húsmanns- býlið Bakkakot. Efst á mynd, dálítið til vinstri, ofan túngarðs, er kvíatóft. Til hægri og neðar á mynd er bæjarhóllinn og algróinn öskuhaugur sem neðra horninu til vinstri. Hugsanlega var þar búseta á árunum 1976-1880.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.