Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Landsmót hestamanna á félagssvæði Fáks í Víðidal næsta sumar: Góðar viðtökur við forsölutilboði sem lýkur á gamlársdag HROSS&HESTAMENNSKA Á næsta ári eru 27 ár liðin frá því að tölvukerfið Fengur var tekið í þjónustu hrossaræktar á Íslandi. Tölvukerfið Fengur var loka- verkefni þriggja útskriftarnema frá Tölvuháskóla Íslands (forveri Háskóla Íslands) í kerfisfræði. Einn þeirra var undirritaður, sem var síðan ráðinn til Búnaðarfélags Íslands sem forstöðumaður tölvudeildar félagsins í maí 1991. Í þessum greinaflokki verður farið yfir helstu þætti í sögu Fengs; frá Feng til WorldFengs. Fyrir tíma Fengs Fengur var fyrsta skýrsluhaldskerfi í hrossarækt, en skipulagt skýrsluhald í hrossarækt hafði verið tekið upp skömmu fyrr. Fyrir tíma Fengs árið 1991 voru aðeins um 9 þúsund hross skráð í gagnagrunn, sem voru hross sem höfðu komist í ættbók, og voru notuð við útreikning á kynbótamati (BLUP), sem var reiknað í fyrsta skipti með aðferðum dr. Þorvaldar Árnasonar nokkrum árum fyrr. Kynbótamatið var umdeilt í upphafi ásamt ýmsu öðrum framfaramálum sem þáverandi landsráðunautur Búnaðarfélags Íslands í hrossarækt, Kristinn Hugason, tók ákvörðun um og hrinti í framkvæmt. Þannig var ákvörðun um að taka upp einkvæmt fæðingarnúmer og að leggja niður eldra ættbókarnúmerakerfi gagnrýnt af mörgum sem fannst hér heldur langt gengið í kerfisbreytingum. Kaflaskil Óhætt er að segja að ákveðin kaflaskil hafi orðið á þessum árum í tíð Jónasar Jónssonar, búnaðarmálastjóra, þar sem lagður var traustari grunnur í ræktunarmálum íslenska hestsins m.a. með útgáfu árbókar um hrossaræktina, Hrossaræktarritinu, í ritstjórn Kristins Hugasonar. Í ritinu kom fram yfirlit yfir árangur í hrossarækt ársins, allir kynbótadómar með grunnupplýsingum um hvert kynbótahross svo sem ætt, ræktanda og eigendum. Jafnframt var birtar kynbótamatstöflur með hæstu kynbótahrossum og frjósemishlutfall stóðhesta. Við samningu þessa hluta ritsins var tölvukerfið Fengur notaður, sem vann efnið með sjálfvirkum hætti í formi gangaskrár upp í hendurnar á prentsmiðjunni. Árið 1991 þegar Fengur var að hefja göngu sína þá er rétt að hafa þetta í huga, ásamt því að ekkert samræmt ættbókarkerfi var til fyrir íslenska hestinn, hvorki hér á landi né erlendis þar sem íslenski hesturinn var ræktaður. Sömuleiðis voru ekki til staðar staðlaðar reglur um kynbótadóma í aðildarlöndum FEIF, alþjóðasamtökum eigenda íslenska hestsins, ekkert sameiginlegt tölvukerfi fyrir kynbótasýningar, né samstarf eða samræming í ræktunarmálum íslenska hestsins á alþjóðavísu. Og auðvitað var ekki til alþjóðlegur gagnagrunnur fyrir íslenska hestinn né alþjóðlegt kynbótamat. Fengur hefur göngu sína Tölvukerfið Fengur var strax tekið í notkun hjá Búnaðarfélagi Íslands í maí 1991, en eins og áður sagði var um að ræða lokaverkefni kerfisfræðinema frá Tölvuháskóla Íslands. Þá hófst skipuleg skráning á öllum hrossum á Íslandi og ætterni þeirra í ættbók, eins langt aftur í ættir og unnt var að rekja. Jafnframt hófst skráning á kynbótasýningum um allt land ári síðar inn í miðlægan gagnagrunn Fengs. Þetta var fyrir tíma Internetsins og því var notast við miðlara/biðlara tækni með símasambandi og mótöldum. Það gat tekið á þegar símasamband var lélegt að ná að skrá alla kynbótadóma, og tók það stundum langt fram á nótt að ljúka þeirri skráningu með farsælum hætti. En það var þess virði, því með þessu móti var tryggt að allir kynbótadómar væru komnir í örugga höfn og rétt skráðir í miðlægum gagnagrunni Fengs í Bændahöllinni. Áður voru til dæmi um að heilu kynbótasýningarnar hafi farið á flakk í einkatölvum skipuleggjenda sýninga sem tafði yfirferð dóma og skapaði hættu á að gögn glötuðust. Í næsta hluta verður sagt frá hinum ýmsu útgáfum af Feng í þessi 27 ár og farið yfir undirbúning að smíði alþjóðakerfisins WorldFengs, upprunaættbókar íslenska hestsins. Jón Baldur Lorange, verkefnisstjóri WorldFengs verkefnisins – „Miðasalan fer mjög vel af stað,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, sem fram fer á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík á komandi sumri. Gert er ráð fyrir að 10 til 12 þúsund gestir sæki mótið, en það stendur yfir í viku, frá 1. til 8. júlí. Forsala miða á Landsmót stendur út desembermánuð. Verð á vikupassa í forsölu fyrir fullorðna er 15.900 krónur og eru 3.500 miðar boðnir á því verði. Fullt verð á vikupassa við upphaf móts verður 23.500 krónur. Sprenging í sölu á gamlárdag Áskell Heiðar segir þess þegar vart að mikill áhugi sé fyrir mótinu og einkum megi merkja aukinn áhuga útlendinga sem þegar hafa í nokkrum mæli fest kaup á miðum. „Sala til útlendinga er hlutfallslega meiri nú en við höfum áður séð,“ segir hann. „Það eru fjölmargir sem ætla sér á Landsmótið og eru því ekki neitt að bíða með miðakaupin, enda verðið hagstætt nú fram til áramóta. Það er vaxandi þungi í sölunni og greinilegt að eitthvað verður um að miði á mótið rati í jólapakka hestamanna,“ segir hann. Slíkt var einnig upp á teningnum fyrir tveimur árum, fyrir Landsmótið á Hólum, en þá varð algjör sprengja í sölu miða síðasta daginn sem tilboðið var, á gamlársdag. Þórdís Anna mótsstjóri Áskell Heiðar segir undirbúning ganga að óskum. Þórdís Anna Gylfadóttir hefur verið ráðin mótsstjóri og er þetta fjórða mótið sem hún tekur þátt í að undirbúa og framkvæma. Þessa dagana er verið að hnýta síðustu hnútana í samningum við styrktaraðila, auk þess sem skipulag ýmissa þátta viðburðarins er komið á fullt. Auglýst hefur verið eftir áhugasömum veitingasölum, en stefnt er að því að bjóða fjölbreytt framboð af mat á mótssvæðinu og þá hefur einnig verið auglýst eftir fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja selja varning og þjónustu á mótinu. Drög að dagskrá mótsins liggja fyrir inni á vef mótsins, landsmot. is, en börn og ungmenni verða í öndvegi fyrsta dag þess. Mótssvæðið sjálft er glæsilegt, en m.a. hefur ný áhorfendabrekka verið gerð við aðalvöllinn og kynbótavöllur hefur verið færður nær áhorfendum og betrumbættur. Síðast var Landsmót haldið á Fákssvæðinu árið 2012. Beint í æð frá Rússlandi Þó svo að hestar og knapar verði í aðal- hlutverki á Lands- móti hittist svo á að karlalandslið Íslands í knattspyrnu tekur á sama tíma þátt í HM í Rússlandi og segir Áskell Heiðar að svo verði búið um hnúta að knattspyrnuunnendur muni ekki missa af neinu. „Við munum útbúa fyrsta flokks aðstöðu á mótssvæðinu þannig að okkar gestir njóta beinnar útsendingar á risaskjá, við lofum svo auðvitað góðri stemningu,“ segir hann. „Við finnum fyrir miklum spenningi fyrir mótinu, Fákur, sem nú heldur mótið, er fjölmennt félag og þar ætla allir að leggjast á eitt að halda frábært Landsmót og taka vel á móti gestum. Ég veit að hestakosturinn verður glæsilegur og er því sannfærður um að þetta verður hin besta skemmtun,“ segir Áskell Heiðar. /MÞÞ Mynd / HKr. Mynd / MÞÞ Ferðalag með Feng – 1. hluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.