Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 HLUNNINDI&VEIÐI Veiðin er skemmtilegt sport, félagsskapurinn og veiðin sjálf. Fyrsti laxinn, fimmti laxinn og allt þar á milli. Maríulaxinn getur oft verið merkilegur, þú ert kannski búinn að reyna og reyna að veiða hann. Fara veiðitúr eftir veiðitúr og fyrsti laxinn tekur ekki, það er gangurinn í veiðinni, stundum tekur hann alls ekki. Presturinn í Árbæjarkirkju, Þór Hauksson, var búinn að reyna og reyna að veiða, maríulaxinn vildi ekki koma. Nokkrir veiðitúrar vestur í Dali en maríulaxinn vildi alls ekki taka. En vestur í Dölum býr Hugrún, hún var ekki búin að reyna mikið að veiða maríulaxinn en hún labbaði í hylinn fyrir bæinn hjá sér og setti í maríulaxinn. Svona gerist þetta bara en presturinn var ákveðinn þegar hann kom að veiðihúsinu við Hvolsá. „Núna kemur þetta, finn það á mér,“ sagði presturinn, með sama svip og Gylfi Sig þegar hann hafði skorað mark viku áður. Presturinn var einbeittur, veiðin róleg, gekk til að byrja með, fiskurinn tók en ekki hjá prestinum. „Finn það núna“ sagði hann og reyndi maðkinn í Rófugarðshyl í Staðarhólsá, hljómar kannski ekki fiskinn staður en gaf vel hér á árum áður. Og kannski núna, fiskurinn var ekki við, hann var tregur og þó var aðeins að taka smá. Presturinn beið og beið og eitthvað var að gerast, fiskur var að taka agnið hjá honum. Hann gerði allt rétt, beið, leyfði fisknum að taka og BÚMMMMMM. Hann var á, presturinn var rólegur og landaði fisknum rétt fyrir ofan tökustaðinn. Fumlaus handtök, maríulaxinn var kominn á land. Maríulaxinn skiptir öllu fyrir veiðimenn, hvort sem maður er prestur eða húsfreyjan á Kjarlaksvöllum, það er heila málið. Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Hann er á, urriðinn stóri, og þeir feðgar spá í stöðuna við Laxá í Mývatnssveit. Maríulaxinn skiptir öllu máli Séra Þór Hauksson, prestur í Árbæjarkirkju, með maríulaxinn. Mynd / G.Bender Það eru þeir stóru sem sleppa Margir lentu í skemmtilegri og eftirminnilegri veiði í sumar. Þannig er er veiðin bara og menn og konur muna það alla tíð. Það er gott að rifja upp veiðisögur þegar er stutt í næsta veiðisumar. Hann Hafþór Bjarni Bjarnason átti eftir miðdagsvakt í Hofstaðaey í Laxá í Mývatnssveit í júlí síðastliðnum. Eftir að hafa gengið norður eyjuna og sett í nokkra fiska var komið að Skriðuflóanum. Hann veiddi á dropper, Krókinn á endann, en lítinn Phesant tail á dropperinn. Þá var vaðið út í neðarlega í flóanum og upp sandhrygginn, alveg upp undir stút. Það leið ekki á löngu uns hann hafði sett í urriða af vænni gerðinni. Það var strax ljóst að þarna var tröll á ferð, alvöru Mývatnssveitarurriði, sem ætlaði ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Eftir rúman hálftíma, hafði slagurinn borist neðar í hylinn og faðir drengsins mundaði háfinn og ætlaði að taka fiskinn. En það gekk ekki, því fiskurinn var allnokkuð stærri en háfurinn. Slagurinn endaði þannig að urriðinn reif sig lausan, varð frelsinu feginn. Eftir stóð hinn ungi veiðimaður, nötrandi af spennu og frekar svekktur. En svona er það stundum … þeir stóru eiga það til að sleppa. Sjaldan verið betri sjóbirtingsveiði „Já, veiðin gekk frábærlega hjá okkur og lokatölur voru 835 fiskar, Eldvatnið og Eldvatnsbotnar,“ sagði Jón Hrafn Karlsson, er við spurðum hann um lokatölur af svæðinu. Sjóbirtingsveiðin gekk vel á flestum svæðum fyrir austan í haust sem leið. „Við erum mjög sáttir með sumarið hérna og veiðina,“ sagði Jón Hrafn enn fremur, en margir vænir fiskar veiddust hjá Jóni Hrafni. Sjóbirtingsveiðin gekk vonum framar fyrir austan og sjaldan hefur veiðst eins vel og núna. Fiskurinn var vænn og svæði sem gáfu vel voru Tungufljót, Tungulækur, Geirlandsá, Vatnamótin, Grenlækur, Fossálar og Hörgsá svo einhverjar séu nefndar til sögunnar, jú auðvitað Eldvatnið og Eldsvatnsbotnar. „Já, fór nokkrar skemmtilegar veiðiferðir austur í sjóbirting og veiddi vel, fékk væna fiska,“ sagði Selma Björk Ísabella Gunnardóttir, um veiðiferðir í sjóbirting við Klaustur í haust. Mynd / ÓG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.