Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 72
72 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017
MENNING&LISTIR
Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson
og Rán Flygenring er nýstárleg,
skemmtileg og öðruvísi bók um
fugla í íslenskri náttúru.
Texti Hjörleifs er allt í senn
skemmtilegur og fræðandi og
teikningar Ránar ekki síður lýsandi
og skoplegar. Bókin er því bæði í
senn gagn og gaman og sé ég hana
vel fyrir mér sem kennslugagn í
náttúrufræði eins og eftirfarandi
textabrot sýna. Útgefandi er
Angústúra.
Vaðfuglar
Vaðfuglar eru í sérstöku uppáhaldi á
Íslandi. Þeir koma með vorið sunnan
úr löndum og fylla loftið af söng
og trylltum fögnuði. Vaðfuglar eru
af öllum stærðum og gerðum og
syngja, kvaka, vella og hneggja,
hver með sínu langa nefi. Það sem
þeir eiga sameiginlegt er ástin
á mýrum, leirum, fjörum og
öðrum blautum
s t ö ð u m
þar sem
prótínrík
s m á d ý r
una sér
u n d i r
yfirborðinu.
Skúfönd
Aðalsmerki
og höfuðprýði
skúfandarinnar
er skúfurinn
sem blaktir eins
og kæru leysis-
leg indíána-
fjöður aftur úr
h n a k k a n u m .
Gulu augun á f j ó l u g r æ n a
hausn um gera líka óneitanlega
töluvert fyrir
stegginn.
S k ú f ö n d i n
var óalgeng hér
í byrjun 20. aldar en
hefur heldur betur komið ár sinni
vel fyrir borð í votlendi Íslands
og er nú ein algengasta öndin á
landinu. Eins og margar endur er
skúföndin skuldbindingafælin og
sambúðin endist yfirleitt ekki lengur
en að varpi. Þá synda frjálslegir
indíánahöfðingjarnir á brott frá
amstri hversdagsins en kollurnar
liggja eftir á hreiðrinu með hnút í
hnakkanum og maganum. /VH
Allt sem þú vildir ekki
vita um íslenska fugla
Helgi Hallgrímsson náttúru-
fræðingur sendi nýlega frá
sér bókina Vallarstjörnur. Í
bókinni lýsir og segir Helgi
frá fjórtán plöntutegundum
sem eiga það sameiginlegt að
útbreiðsla þeirra er bundin við
Austurland.
Nokkrar plantanna eru
algengar á Austurlandi, svo
sem bláklukka, gullsteinbrjótur,
maríuvöttur og sjöstjarna en aðrar
fágætar eða mjög sjaldgæfar.
Sex þeirra eru friðlýstar og
sjö eru á válista. Allar eru
þær sérstæðar og auðþekktar,
sumar einkar fagrar. Í bókinni
kemur fram að ýmsar tilgátur
hafi komið fram til skýringar
á þessu útbreiðslumynstri en
engin þeirra er einhlít.
Frásagirnar af plöntunum
hafa flestar birst áður í
tímaritinu Glettingi en nú verið
umritaðar og birtast í bókinni
með nýjum myndum.
Bláklukkur og klettafrú
„Þegar ferðast er um Austurland
vekur það athygli að nokkrar
tegundir blómplantna og byrkninga
eru þar algengar, en sjást naumast
eða ekki í öðrum landshlutum.
Þekktust þeirra er bláklukkan sem
hvarvetna gleður augað innan
Austfirðingafjórðungs. Þó að hana
megi finna á ýmsum stöðum í
öllum landshlutum, er hún hvergi
algeng nema austanlands. Enn betur
afmörkuð er útbreiðsla klettafrúar,
gullsteinbrjóts, sjöstjörnu og
maríuvattar. Sjaldgæfari tegundir
eru: blæösp, lyngbúi, súrsmæra,
rósalyng, rauðberjalyng
og glitrós og byrkningarnir
burstajafni, klettaburkni
og svartburkni. Þetta
eru einkennisplöntur
Austurlands.
U p p g ö t v u n a r s a g a
sumra þeirra er einnig
mjög sérstök. Fáeinar aðrar
blómjurtir hafa svipaða
útbreiðslu, en er hinsvegar
torvelt að nafngreina og
verða því ekki teknar
hér með, til dæmis
deilitegundin ssp. castaneus
af dökkasefi (Juncus
castaneus), og stöðvarfífill
(Hieracium stoedvarense),
sem er nauðalíkur öðrum
undafíflum.
Þessi furðulega dreifing
hefur valdið grasafræðingum
heilabrotum, og enn hefur
ekki fengist viðhlítandi
skýring á henni, þó ýmsar
tilgátur hafi verið settar
fram. Allar vaxa þær á
meginlandi Evrópu, þar með
talið í Skandinavíu og flestar
líka á Bretlandseyjum, en bara
sumar í Færeyjum og á Grænlandi.
Nærtækt er að halda að þær hafi
borist frá öðrum löndum Evrópu til
Austurlands, til dæmis með vindum
eða fuglum, og séu enn að þokast
lengra inn í landið.“
Einkennisplöntur Austurlands:
Vallarstjörnur
Saga Natans Ketilssonar og
Skáld-Rósu eftir Brynjúlf
Jónsson á Minna-Núpi er
komin út hjá Sæmundi á
Selfossi. Bók þessa sendi
hinn merki fræðimaður
frá sér árið 1912 og er það
yngsta ritverk Brynjúlfs
sem lést tveimur árum
síðar.
Saga Natans er í
senn merk heimild og
mikilfenglegt listaverk
alþýðulistar. Bókin hefur
ekki verið endurprentuð
fyrr en nú en áhugi á þessu
óhugnanlega sakamáli og
síðustu aftöku sakamanna
hér á landi hefur verið
mikill síðustu ár.
Lækningar Natans
Það e r
hvorttveggja,
að flestar
l æ k n i n g a r
Natans eru
g l e y m d a r ,
og hinar, er í
minni manna
eru, verða
fæstar taldar
eftir tímaröð, og
svo hefir því eigi
orðið viðkomið í
sögunni hjer til
að skýra frá þeim.
En nú þykir eigi eiga við
að fresta því lengur. Skulu þær
nú skráðar hjer í einu lagi, sem í
minnum eru, og fylgt tímaröð að
því er næst verður komizt.
Í Litladal í Svínadal bjó
Ingibjörg, ekkja sjera Jóns á
Auðkúlu, er druknaði í Svínavatni.
Helga hjet dóttir þeirra, er var
með móður sinni, gáfuð vel og
skáldmælt. Hún fjekk þá veiki,
að allur líkaminn varð máttlaus
hægramegin. Var henni leitað
lækninga, bæði til landlæknis og
til sjera Jóns í Stærra-Árskógi,
og kom fyrir ekki. Natan var
þá á Lækjamóti. Var hann loks
beðinn að gera tilraun, og fór
hann þangað. Hann læknaði
hana: fjekk hún góða heilsu og
varð háöldruð. Í Stóradal bjó þá
Þorleifur hreppstjóri Þorkelsson;
Ingibjörg hjet kona hans; þau
voru höfðingshjón mikil. Um
þessar mundir var Ingibjörg þjáð
af kölduflogum og öngvitum með
hræðslu mikilli. Var nú Natan
sóttur að Litladal. Hann gaf henni
2 dropa tvisvar, og saug nokkrum
sinnum brjóstglas á brjóst henni.
Batnaði henni að fullu.
Natan og Pjetur myrtir
Það var að kvöldi hins 13. dags
marzmán. 1828 að þeir Natan
og Pjetur komu til Illugastaða.
Var þar þá fyrir Jón
bóndi Sigurðsson frá
Stöpum, er síðar bjó
í Hindingsvík, vitur
maður og stilltur
vel, karlmenni að
burðum og góður
bóndi. Átti hann
erindi við Natan
og beið hans.
Þeir voru vinir,
því Natan hafði
hjálpað konu
hans í barnsnauð.
Gekk Natan á leið með Jóni, er
hann fór, en hvarf svo heim aftur
og bjó til meðöl þau, er hann
ætlaði að senda Worm með Pjetri
að morgni. Háttuðu þeir síðan
og sofnuðu skjótt. Sváfu þeir í
einni rekkju og lágu andfætis.
Þetta kvöld hafði Friðrik farið til
Illugastaða, sem ákveðið var, og
leyndi sjer skammt frá bænum.
Sá hann þá er Natan gekk heiman
með Jóni á Stöpum; óttaðist hann
þá að Natan færi með honum alla
leið og yrði hjá honum nóttina;
fengist þá eigi færi á honum.
En hinn veg fór, að Natan
hvarf aftur. Og er þeir Pjetur
voru sofnaðir, gerði Agnes Friðrik
varan við, og kom hann heim. En
er hann heyrði að Pjetur var þar
og svaf hjá Natani, fjellst honum
hugur. Þá herti Agnes hann upp.
Hún fjekk honum slaghamar og
beittan hníf; annan hníf hafði hún
sjálf og hvatti hann vel. Læddust
þau að rúminu, og sló Friðrik
hamrinum í höfuð Pjetri, svo
hann steinrotaðist; kipptist hann
við í því er hann dó, og vaknaði
Natan við, kallaði og bað kveikja
ljós. En í því sló Friðrik hann með
hamrinum, og ætlaði á höfuðið; en
Natan hafði brugðið handleggnum
yfir ennið og kom höggið á hann,
svo hann brotnaði. Vissi Natan
þá hvað um var að vera; bað þau
vægðar og bauð allt sitt fje.
Saga Natans og Skáld-Rósu:
Manneskjan skal vera hver
annarrar hrís og sverð
Brynjúlfur Jón
sson
á Minna-Núpi.
Jólagjöfin frá
bónda til bónda
Fræðumst um landið og fólkið.
Byggðir & bú Suður-Þingeyinga 2005.
Tvö bindi fást nú á jólatilboði, 5.000 kr. með innifalinn
sendingarkostnað hvert á land sem er. Fæst einnig í
Sparisjóði S-Þingeyinga og Búgarði Akureyri.
Nánari upplýsingar hjá stjórn BSSÞ.
Hlöðver sími 867-1108 eða hp.bjorg@simnet.is