Bændablaðið - 14.12.2017, Side 12

Bændablaðið - 14.12.2017, Side 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 FRÉTTIR Innflutningur á spæni: Fótur af klaufdýri finnst í innfluttum spæni Lífland hefur innkallað spæni frá Staben í Svíþjóð eftir að fótur af klaufdýri fannst í einum bagga síðdegis á mánudag. Líklega er um fót af dádýri að ræða. Dýrahræ geta borið með sér smitefni og sem varúðarráðstöfun hefur fyrirtækið innkallað alla sendinguna af spæninum og stöðvað dreifingu. Lífland tilkynnti Matvælastofnun síðla mánudags um að alifuglabóndi hefði fundið fót af klaufdýri í innfluttum spæni sem hann var að dreifa í tómu alifuglahúsi. Spænirinn fjarlægður Á heimasíðu Mast segir að spænirinn hafi verið fjarlægður og húsið þvegið og sótthreinsað. Í kjölfarið og í samráði við stofnunina brást Lífland við og stöðvaði dreifingu á spæni úr viðkomandi gámi. Hringt var í þá aðila sem vitað var að hefðu keypt úr gáminum og varan innkölluð. Ein hestavöruverslun á höfuðborgarsvæðinu hafði fengið spæni úr viðkomandi sendingu sem hún hafði í almennri sölu. Nokkurn tíma tók að hafa uppi á öllum kaupendum, en í morgun náðist í þann síðasta. Aðeins sex eigendur höfðu borið spæninn undir hross og einn þeirra undir sauðfé að auki. Hafa þeir nú hreinsað viðkomandi stíur samkvæmt leiðbeiningum frá Matvælastofnun. Litlar líkur á smiti Hverfandi líkur eru taldar á að smit hafi borist í dýr hér á landi við þetta atvik, en þó verður eftirlit með heilsufari dýranna sem komust í snertingu við spæninn aukið næstu vikurnar. Matvælastofnun hefur óskað eftir upplýsingum frá dýraheilbrigðisyfirvöldum í Svíþjóð um sjúkdómastöðu í hjartardýrum þar í landi. Samkvæmt fyrstu svörum er ekki vitað um alvarlega smitsjúkdóma í þeim. Samkvæmt upplýsingum frá sænska fyrirtækinu er framleiðslulínan lokuð og með þannig tækjabúnaði að fóturinn sem fannst hafi ekki getað farið þar í gegn, því telur fyrirtækið að honum hafi verið komið fyrir og að um skemmdarverk sé að ræða í verksmiðjunni. Málið er rannsakað sem slíkt í Svíþjóð. /VH Umhverfisráðuneytið: Hreint loft til framtíðar Fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra gaf út fyrir skömmu fyrstu almennu áætlunina um loftgæði fyrir Ísland og ber hún heitið Hreint loft til framtíðar. Áætlunin gildir fyrir árin 2018 til og með 2029 og er meginmarkmið hennar að stuðla að loftgæðum og heilnæmu umhverfi. Á vef ráðuneytisins segir að loftgæðaáætlunin taki til þeirra þátta er varða loftgæði utandyra. Í áætluninni koma fram mælanleg markmið, upplýsingar um loftgæði og tímaáætlun, aðgerðir og stefnumörkun til að bæta loftgæði. Við vinnslu áætlunarinnar var tekið mið af Landsáætlun um loftgæði, sem var gefin út af Umhverfisstofnun árið 2010 og skýrslunni Hreint loft, betri heilsa – Umfjöllun um loftgæði og heilsufar á Íslandi ásamt tillögum til úrbóta, sem var gefin út af velferðarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti í apríl 2013. Samkvæmt áætluninni er stefnt að því að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi, fækka árlega fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7 til 20 skiptum niður í engin skipti fyrir árslok 2029 og að ársmeðaltal brennisteinsvetnis verði áfram undir skilgreindum mörkum. Áætlun um loftgæði er sett í samræmi við breytingar sem gerðar voru á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir 2013 vegna innleiðingar á Evróputilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu. /VH „Við ætlum að boða bændur til fundar á þrettándanum þar sem fjallað verður um nýjungar í markaðssetningu á lambakjöti og enda fundinn á veglegri hádegisveislu, bændum að kostnaðarlausu,“ segir Ásmundur Friðriksson þingmaður, sem hefur að eigin frumkvæði skipulagt viðburð í Íþróttahúsinu á Hellu 6. janúar næstkomandi. Hann heldur því fram að það séu mikil tækifæri að auka virði lambakjöts og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. „Þegar ég velti fyrir mér hvernig hægt væri að koma því við að bændur nytu aukinna tekna af þeim gæðum sem þeir framleiða varð til hugmyndin að fundi þar sem við blásum bændum bjartsýni í brjóst. Í samstarfi við IKEA, Kjötkompaníið, Markaðsráð kindakjöts , Bændablaðið og sauðfjárbændur á Suðurlandi verður haldinn fundur í Íþróttahúsinu á Hellu laugardaginn 6. janúar 2018 kl. 10.30. Að loknum erindum verður fundargestum boðið í mat með léttum veitingum, öllum að kostnaðarlausu,“ segir Ásmundur. Á fundinum verður sagt frá því hvernig fyrirtæki ná að hámarka verðmæti landbúnaðarafurða og eins hvernig stórverslun nær að selja gríðarlegt magn af lambakjöti á hagstæðu verði fyrir neytendur. Þá munu forsvarsmenn sauðfjárbænda halda erindi um markaðssetningu sauðfjárafurða. 10.000 manns njóta veitinga í IKEA „Ég hef kynnt mér hvernig Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, og hans starfsfólk hefur náð ótrúlegum árangri í meðferð landbúnaðarafurða og sölu þeirra í IKEA-versluninni á Íslandi. Þar eru allt upp í 10 þúsund manns á dag sem njóta veitinga þegar mest er. IKEA hefur selt afurðir sem hafa verið lítt vinsælar og því ódýrar, til dæmis lambaskanka. Skankarnir hafa verið í boði í mörg ár en nú leitar IKEA leiða til að nýta fleiri hluta lambsins. Þórarinn mun fara yfir það á fundinum en líka segja frá því að bakaríið í IKEA notar lambafitu ásamt olíu til djúpsteikingar og notast við gamlar ömmuuppskriftir á kökum sem renna út eins og heitar lummur,“ segir Ásmundur. Lambakjöt sem lúxusvara Veisluþjónusta og verslanir Kjötkompanísins í Hafnarfirði, sem Jón Örn Stefánsson rekur, hefur náð góðum árangri í sínu markaðsstarfi og selur vandaðar steikur og fjölbreyttar gæðavörur í sínu kjötborði, að sögn Ásmundar. „Salan gengur eins og enginn sé morgundagurinn! Kjötkompaníið verslar aðeins hágæða kjöt frá afurðastöðvum og fær sérvalda lambahryggi sem eru á bilinu 3,3–3,5 kg. Vinsælasti rétturinn hjá Kjötkompaníinu er Lambakonfekt, kótelettur sem seldar eru á 5.990 kr. kílóið og seljast mjög vel. Kjötborðið í verslunum þeirra er sannkallað augnakonfekt og fólk dáleiðist af því að sjá hvernig hægt er að bera kjöt fram og hreinlega borðar kjötið með augunum,“ segir Ásmundur. Bændur þurfa að njóta velgengni „Þórarinn og Jón Örn munu segja frá því hvernig þeir hafa ásamt sínu starfsfólki markaðssett lambakjöt og landbúnaðarafurðir með gríðarlega góðum árangri. Annar með því að ná sem hagkvæmustu verði fyrir neytendur en hinn stílar á dýra gæðavöru. En það magnaða er að báðir eru að gera frábæra hluti og rekstur þeirra gengur mjög vel. Ég tel það mikilvægt að slík velgengni skili sér í betra verði til bænda,“ segir Ásmundur. Auk þeirra Þórarins og Jóns Arnars mun Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, ávarpa fundinn og Svavar Halldórsson mun fara yfir kynningar- og markaðsmál. Skráning á bbl.is Ásmundur segist búast við miklum fjölda bænda á fundinn. „Það verður boðið upp á mögnuð erindi sem eiga eftir að blása bændum von í brjóst um bættan hag. Þá verður fundarmönnum boðið í mat af Kjötkompaníinu og IKEA þar sem þeir kynna afurðir frá eldhúsum fyrirtækja sinna og bjóða léttan drykk með matnum.“ Sá háttur verður hafður á að bændur þurfa að skrá sig til leiks á fundinn á vef Bændablaðsins, bbl. is. Gert er ráð fyrir góðri aðsókn en sætafjöldi er takmarkaður svo það borgar sig að skrá sig sem fyrst. /TB Ásmundur Friðriksson hefur mikla trú á íslenska lambakjötinu og boðar bændur á fund til þess að ræða nýjar leiðir í markaðssetningu. Mynd / TB Opinn fundur á Hellu um markaðssetningu á lambakjöti 6. janúar: „Viljum blása bændum bjartsýni í brjóst“ – segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður á Suðurlandi Ákveðið hefur verið að gróðurhús Det danske cannabis-projekt, Spectrum Cannabis Danmark, verði staðsett í Óðinsvéum á Jótlandi. Í gróðurhúsinu verður fyrsta löglega hampræktin í Danmörku. Danska þingið samþykkti fyrr á þessu ári að danskir bændur geti, að uppfylltum skilyrðum, fengið leyfi til að rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni. Þann 1. janúar 2018 næstkomandi taka gildi lög í Danmörku sem leyfa sjúklingum að nota, undir eftirliti lækna, kannabis til að lina þjáningar. Húsnæði ræktunarstöðvarinnar og rannsóknarstöðvar henni tengdri verður 40.000 fermetrar að flatarmáli. Fyrirtækið Spectrum Cannabis er í eigu kanadísks fyrirtækis, Canopy Growth, og hins danska Danish Cannabis. Fáist öll tilskilin leyfi til reksturs gróðurhússins getur fyrirtækið boðið vöru sína, þurrkuð blóm, hampolíu og hamp í hylkjum í upphafi árs 2019. Þangað til mun það flytja inn hamp til lækninga frá Kanada. Strangar öryggiskröfur eru gerðar í kringum framleiðsluna og engu minni en gerðar eru til banka, sprengiefnageymslu eða öryggisfangelsis. Borgarstjórinn í Óðinsvéum segist vera hæstánægður með að fá starfsemina til borgarinnar og treysti því að fyrirtækið muni standast allar kröfur sem gerðar verða til þess. Talsmenn Spectrum Cannabis Danmark segja að Óðinsvé sé tilvalinn staður fyrir starfsemina. Gert er ráð fyrir að starfsmenn fyrirtækisins verði 125. /VH Hamphlaðan í Danmörku: Kannabisgróðurhúsið verður í Óðinsvéum Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Næsta blað kemur út 11. janúar Gleðileg jól Sænsk dádýr með alla fjóra undir sér.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.