Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Stjarna dráttar véla- fram leiðandans Bull Tractor Co reis ört á öðrum áratug síðustu aldar og hrapið var hátt. Fyrirtækið varð stærsti framleiðandi dráttarvéla í Norður- Ameríku á einu ár. Sex árum seinna var það gjaldþrota. Bull Tractor Co var stofnað í Minnisota- ríki í Norður-Ameríku árið 1913 af tveimur samstarfs- mönnum, annar var fjárfestir en hinn vélahönnuður. Draumur þeirra var að framleiða lítinn og lipran traktor fyrir minni býli sem leysti þungar og klunnalegar g u f u k n ú n a r dráttarvélar af h ó l m i . Á ð u r e n framleiðsla fyrstu Bull dráttarvélanna hófst höfðu þeir tryggt sölu á fimmtíu slíkum í forsölu. Í byrjun árs 1914 hóf Bull Tractor Co framleiðslu á litlum þriggja stálhjóla dráttarvélum sem fengu heitið Little Bull. Einungis var drif á öðru afturhjólinu og var það stærra en hitt afturhjólið. Einn gír áfram og einn aftur á bak og dráttarvélinni einungis ætla að draga plóg. Vélin var fimm hestöfl, loftkæld, tveggja strokka og gekk fyrir bensíni. Little Bull er fyrsta bensínknúna dráttarvélin sem seldist í miklum fjölda. Hönnun og smæð Litla tudda þótti nýstárleg á sínum tíma og vöktu eiginleikar traktorsins mikla athygli og hann var metsölutraktor í Bandaríkjunum árið 1914 og fyrirtækið stærsti dráttarvélaframleiðandi í Norður-Ameríku það ár. Helstu annmarkar Little Bull var hvað hann var kraftlítill og einungis með drifi á einu hjóli. Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir var framleiðslu Little Bull hætt eftir tvö ár Aðrir framleiðendur líkja eftir Þrátt fyrir ann marka sína þótti hönnun Little Bull byltingarkennd í samanburði við stórar og klunnalegar gufuknúnar dráttar vélar sem voru á ríkjandi markaði fyrstu áratugi 20. aldarinnar. Vegna mikilla vinsælda voru aðrir framleiðendur fljótir til og líktu eftir hönnun traktorsins í sinni framleiðslu. Big Bull Í framhaldi af velgengni Little Bull setti framleiðandinn á markað stærri og öflugri dráttarvél sem kallaðist Big Bull árið 1915. Líkt og minni týpan var sú stóra á þremur stálhjólum eins og litli bróðir. Hann var 25 hestöfl, með tveggja strokka bensínvél. Helstu annmarkar Big Bull voru að gírskiptingin var opin og fylltist auðveldlega af mold og drullu sem olli gangtruflunum og dráttarvélin þótti óstöðug í halla. Samningur við Massey-Harris Bull Tractor Co gerði stóran sölusamning við Massey-Harris í Kanada 1916 en vegna skorts á hráefni gat fyrirtækið ekki staðið við samninginn og Massey-Harris rifti honum ári síðar. Í framhaldi af því fór að halla undan fæti hjá Bull. Ford kemur á markað Innreið Fordson á dráttar- vélamarkaðinn reið Bull að fullu og var fyrirtækið lýst gjaldþrota 1920 og um svipað leyti sneru dráttavélaframleiðendur sér að framleiðslu traktora á fjórum hjólum. /VH Bull – Litla og stóra nautið UTAN ÚR HEIMI Skordýrabrauð á borðum Finna Fyrirtækið Fazer, sem flestir tengja við sælgætisframleiðslu, hefur nú sett á markað fyrsta skordýrabrauð í heiminum í matvöruverslanir í Finnlandi. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur en frá og með 1. nóvember var leyfilegt að selja skordýr í matvælum í Finnlandi. Neytendur hafa tekið nýju vörunni vel enda er um næringarríkt brauð að ræða, það er prótínríkt og skordýrin innihalda góðar fitusýrur, kalsíum, járn og B12-vítamín. Fyrir hafði Fazer sett brauð á markað með rótargrænmeti í sem gaf góða raun. Fyrirtækið hefur fengið mikla athygli erlendra fjölmiðla eftir að skordýrabrauðið kom á markað og vonast forsvarsmenn þess til að geta komið því til fleiri landa. • Krybbur eru dreifðar um heim allan á milli 55. breiddargráðanna. Fjölbreytileikinn er mestur í hitabeltislöndum. • Alls eru þekktar yfir 900 tegundir af krybbum. Í Evrópu eru um 80 tegundir í 28 ættkvíslum. • Krybbur eru allt að 5 sentímetra langar. • Bolurinn er að mestu sívalur, höfuð kúlulaga, og afar langir fínir fálmarar. • Margar tegundir eru ófleygar. Afturfætur eru stórir sterkir stökkfætur með sérstaklega þykka lærliði og langliði alsetta sterkum göddum. (Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands). /ehg Gríðarleg aukning er í notkun sýklalyfja í landbúnaði í Asíu Miðað við núverandi notkun er reiknað með að notkun á sýklalyfjum í landbúnaði muni aukast um helming á næsta áratug og um allt að 120% fyrir árið 2030 í Asíu. Helmingur sýklanotkunar til landbúnaðar í heiminum er í Kína. Verksmiðjubúskapur við eldi á hænum og svínum hefur margfaldast í Asíu undanfarin ár og á sama tíma eykst notkun á sýklalyfjum við framleiðsluna. Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir fjárfesta, Factory Farming in Asia: Assessing Investment Risks, kemur fram að aukin notkun sýklalyfja auki hættuna á að fram komi nýr stofn sýklalyfja ónæmra fuglaflensubaktería. Sá stofn getur borist með kjúklingakjöti til annarra landa og orðið hættulegur lýðheilsu manna um allan heim. Gríðarleg framleiðsluaukning í Kína Kjötframleiðsla í Asíu og ekki síst í Kína hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og er mikið af framleiðslunni flutt út. Tveir af stærstu fóðurframleiðendum í heimi eru í Kína og fóðrið sem þeir framleiða að undirstöðu kornmjöl og soja. Rekstur verksmiðjubúanna, ræktun og framleiðsla fóðursins veldur einnig gríðarlegri losun gróðurhúsalofttegunda og fellingu skóga bæði í Kína og Brasilíu þaðan sem megnið af soja er flutt til Kína. Gamalt kjöt Fyrir þremur árum komst upp um kjötframleiðanda í Kína sem meðal annars framleiddi kjúklinga fyrir McDonalds og KFC sem var að nota kjöt í framleiðsluna sem löngu var komið yfir síðasta söludag. Einnig er vert að minna á að fyrir skömmu kom upp mál í Evrópu þar sem í ljós kom að egg sem seld voru til flestra landa Evrópusambandsins voru menguð með skordýraeitri sem bannað er að nota við matvælaframleiðslu. Vaxandi áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína Áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína er vaxandi en á sama tíma vilja margir þeirra ekki láta tengja sig við verksmiðjuframleiðslu, sýklalyfjaónæmi, aukna losun gróðurhúsalofttegunda og jafnvel misnotkun á vinnuafli. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.