Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Íslandi svolítið ofurseldur því hvað við erum föst í hefðum. Ég get nefnt kjúklingabringur í því sambandi sem að mínu mati er sísti bitinn af kjúklingnum. Kjúklingabringur hafa hins vegar náð þeim sess að vera tískudæmi, þó þær séu í raun þurrar og óspennandi. Á meðan erum við með frábær kjúklingalæri sem fáir vilja sjá. Sama á við um lambið. Fólk vill hrygg, læri, lamba-prime þótt fullt sé af öðum mjög fínum bitum. Ég held að það séu mikil tækifæri í að vinna með slíka bita. Maður hefur verið að heyra það á meðan það vantar læri og hryggi þá sé allt of mikið til af frampörtum. Ég held að það sé hægt að vinna í þessu og snúa málinu við.“ Hægeldaður frampartur er veislusteik „Ég tel að það sé hægt að nýta frampartinn einan og sér sem veislu steik ef hann er hæg- e l d a ð u r . Þ a n n i g sér maður þetta gert í ú t l ö n d u m . Þannig hefur Jamie Oliver verið að elda það sem nefnt er lambaöxl sem er bara frampartur með bóg. Þetta er frábær matur. Í sjónvarpsþáttum sem heita „Saving with Jamie“, er hann að taka bita af lambi og öðru sem ódýrastir eru í kjötborðinu. Þetta er það sama og maður sér víetnömsku innflytjendurna kaupa hér í verslunum og eru oft bestu bitarnir. Þetta eru gjarnan bitar með stóru beini sem skilar miklum krafti við eldun. Þeir gefa sér tíma í að elda þetta og fá frábæran mat fyrir lítinn pening. Ég hef sjálfur verið í tilraunamennsku með að elda heima úr lambaframparti og hæggrilla hann í ofni í fjóra til fimm klukkutíma. Þetta er jafngott eða betra en nokkuð annað kjöt sem þú færð af lambinu, en er samt það allra ódýrasta og biti sem sláturhúsin eru í vandræðum með.“ Klassískri nautaloku skipt út fyrir gómsæta lambaloku „Hér á veitingastaðnum erum við alltaf með rétti mánaðarins. Þar höfum við í nokkur ár verið með klassíska nautaloku. Í henni er þunnskorið nautakjöt að amerískum hætti, steikt með lauk og sveppum sem sett er í langlokubrauð og borðað með bernaissósu eða öðru. Veitingastjórinn minn stakk upp á því að við myndum prófa lambaloku núna í sumar. Mér leist ekkert á þetta og var fyrirfram með þá fordóma að þetta yrði þurrt og leiðinlegt kjöt. Hann sannfærði mig þó um að prófa þetta. Það var tekinn frampartur, fínskorinn, og látinn liggja í maríneringu og síðan var hann snöggsteiktur og borinn fram líkt og nautalokan. Niðurstaðan var að þetta var miklu betra en nautakjötið.“ Seldu 17 þúsund skammta á einum mánuði „Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti verið svona gott. Við buðum þetta síðan á veitingastaðnum og seldum um 17 þúsund skammta, eða rúmlega 500 á dag þennan mánuð sem við vorum með þetta á boðstólum. Þetta var yfir hásumarið sem er yfirleitt léleg asti árs tíminn á veitinga staðnum. Af því að við erum komnir með þó nokkuð mikla reynslu í að gera góða rétti úr frekar óvenjulegu hráefni, þá ætlum við að gera miklu meira í þessu á næsta ári.“ Hugmyndin er m.a. að kynna þessa afurð á stórum fundi um íslensk matvæli sem haldinn verður í íþróttahúsinu á Hellu á þrettándanum, laugardaginn 6. janúar næstkomandi. Lambakjötsfjall heyrði sögunni til „Ég er alveg handviss um að ef N1 byði t.d. upp á svona lambaloku á veitingastöðum sínum hringinn í kringum landið í stað þessara hefðbundnu nautahamborgara, þá yrði ekki lengur talað hér um eitthvert lambakjötsfjall ár eftir ár. Útlendingar eru ekki að koma til Íslands til að borða nautakjöt, sér í lagi Ameríkanar. Þeir eru ekki að koma hingað sérstaklega til að borða hamborgara. Ef það væri ofar á matseðlinum, vel sýnilegt undir heitinu „Lamb sandwich“ fyrir útlendingana og rétt verðlagt, myndi þetta mokast út. Í þessu er þunnskorið lamb snöggsteikt á pönnu með sveppum og lauk sem er mun einfaldara að elda en hamborgara. Í Ameríku er þetta kallað Philly Cheese Steak sem upprunnin er í Fíladelfíu eða Philly Steak Sandwiches.“ Kalkúnalæri í stað kalkúnabringu og verðið lækkar Á veitingastað IKEA í Garðabæ hafa menn líka verið að gera tilraunir með kalkúnaleggi og læri sem ekki hefur verið auðvelt að selja Íslendingum. Þórarinn segir að þetta sé þó miklu betri matur en bringurnar sem mikið hefur verið selt af. „Við erum að gera tilraun með það núna að kaupa kalkúnalæri sem framleiðendur sitja annars uppi með. Það er með kalkúnalærin að í þeim er mun safaríkara kjöt og með puru. Ef þetta gengur vel, þá ætlum við að breyta þessu hjá okkur á næsta ári og bjóða upp á kalkúnalæri í stað kalkúnabringu. Lærin eru væntanlega umtalsvert ódýrari í innkaupum en bringurnar og minni vandamál við að matreiða þau. Það þýðir að ég get lækkað verðið á kalkúnaréttinum til viðskiptavina. Þetta yrði þá ávinningur fyrir alla. Bæði er það synd og skömm ef framleiðendur sitja uppi með kalkúnalæri í miklu magni og um leið fá okkar viðskiptavinir fína kalkúnarétti á lægra verði.“ Við erum alltaf opin fyrir að prófa eitthvað nýtt „Við höfum nægan tíma til að elda þetta og getum hægeldað hér í forritanlegum ofnum á nóttunni. Besti bitinn á nautinu er það sem, kallað er rump steik.“ - Þar á hann við aftasta bakhlutann á nautinu eins og Frakkar skilgreina það, eða „culotte,“ sem þýðir buxur. Rump steik getur líka haft aðra merkingu yfir aðra kjöthluta í öðrum löndum, eins og Sirloin hjá Bretum og porterhouse hjá Bandaríkjamönnum. „Að öllu venjulegu er þetta ólseigt og gróft líkt og kjöt af gömlu hrossi. Ef maður hefur hins vegar tíma til að elda þetta verður úr þessu frábær matur. Ef ég fengi öllu að ráða myndi ég líka skoða hrossakjötið,“ segir Þórarinn. „Við erum alltaf opin fyrir að prófa eitthvað nýtt.“ Sláandi hvað rukkað er mikið fyrir ómerkilegan sjoppumat Varðandi verðlagninguna á íslenskum veitingastöðum og í ferðaþjónustu segist Þórarinn alltaf vera jafn hissa. Nú sé eitthvað að hægjast á aukningu í komu ferðamanna og menn gráti helst og kenni um hugmyndum um að hækka virðisaukaskatt eða gistináttagjald. Gistináttagjaldið sé þó hrein skiptimynt í kostnaði ferðamanna miðað við hvað fólk þarf að borga fyrir mat. „Þar er verðlagið allt of hátt. Það er sláandi hvað verið er að rukka menn fyrir jafnvel einhvern ómerkilegan sjoppumat. Þegar ég fer í Krónuna eða Bónus er fullt af ferðafólki sem er þar að versla sér í matinn til að hafa með á ferðalögum sínum hringinn í kringum landið. Þetta hefur aukist gríðarlega mikið. Ég get nefnt sem dæmi að á leið minni á Siglufjörð á dögunum voru einir sjö eða átta „happy campers“ bílar búnir að leggja á stæði við Þórðarhöfða. Þar voru þeir að elda nestið sitt í stað þess að nýta sér vegasjoppur og veitingastaði í nágrenninu. Þessir staðir eru að missa gríðarmikil viðskipti bara út af verðlagningunni. Fólk er ekki fífl. Það sér kannski pylsu eða hamborgara á gríðarlega háu verði og auðvitað sniðgengur það slíka staði. Ég held að þegar upp sé staðið þá séu þessir staðir að tapa verulega miklu á hárri verðlagningu.“ Útlendingum ofbýður verðlagið á matsölustöðum Ég hef auglýst í tvö eða þrjú ár í blöðum sem eru um borð í flugvélunum sem koma til landsins. Þar auglýsi ég bara veitingastaðinn okkar og að þar sé hægt að fá ódýrustu máltíðir sem völ er á og við það get ég staðið. Hér er allt orðið smekkfullt af útlendingum sem eru að fá sér að borða. Þetta er ekki bara Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ingólfur Pétursson, kjötiðnaðarmaður og veitingastjóri IKEA, og Þórarinn framkvæmdastjóri við matseðla dagsins. Hér til vinstri er reyktur lambaskanki sem hefur slegið í gegn fyrir jólin. – Framhald á næstu síðu Kalkúnalæri IKEA. Miðað við skurð á naut að hætti Frakka, er rump steik, úr þeim bita skrokksins sem kallaður er „culotte.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.