Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 69

Bændablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 69
69Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 en eftir að sniglarnir hafa náð réttri stærð eru þeir tíndir og settir í sérstök búr og á sérstakt lokaeldisfóður. Eftir það er meltingarvegurinn hreinsaður með vatnsfóðrun og á sama tíma er dagsljósinu stýrt, þannig að líkami þeirra bregst við eins og komið sé haust þegar ekkert er lengur að éta og dagsbirtan minni. Þegar þetta gerist fara sniglarnir í dvala og draga sig inn í kuðunginn og þá eru þeir tilbúnir og eru settir í aflífun í gufuofni. Þar sem þeir eru í dvala er þetta talin afar góð aðferð við aflífun. Eftir stutta suðu er kjötið tekið úr skelinni, sett í lofttæmdar umbúðir og fryst. Eggin hrein lúxusfæða Þó svo að sniglarnir sjálfir séu mikilvægasta afurð þessa sérstaka bús þá eru egg þeirra afar verðmæt einnig. Fái sniglar rétt fóður og hitastig geta þeir framleitt 60–100 egg á tveggja vikna fresti og þarf egg frá 8–12 sniglum til þess að eiga nóg í lágmarks 30 gramma söluhæfa einingu af eggjum. Ditte og Carsten eru með sérstaka bolla sem sniglarnir verpa í og svo eru eggin handhreinsuð og þvegin afar gaumgæfilega. Þau eru svo flokkuð í gæðaflokka og lögð í pækil áður en þeim er pakkað til sölu. Þessi egg eru afar verðmæt og má nefna sem dæmi að svokallaður sniglakavíar, sem gerður er úr sniglaeggjum, kostar um 250 þúsund krónur kílóið. Svona lostæti er í dag aðallega framleitt í Frakklandi og Ítalíu og er oft á boðstólum á svokölluðum Michelin veitingastöðum. Veðja í fyrstu á veitingahúsin Ditte vonast til að þessi nýja búgrein eigi eftir að blómstra í Danmörku og dafna vel. Að hennar sögn er hægt að nota kjötið af sniglunum í margs konar veislurétti, bæði má grilla þá, nota í sósur, setja á pitsur eða hvað sem er. Þá sé kjöt snigla einkar heppilegt að samsetningu, bæði fitusnautt og próteinríkt. Í fyrstu er markmið hennar að selja sniglana á veitingastaði landsins en síðar meir er hugmyndin að koma sniglunum í sölu í verslunum sem sérhæfa sig í að selja hágæða matvörur. Engin vetrarvinna Það má hverjum vera ljóst að sniglabúskapur er afar sérhæfður og ein af mörgum ástæðum er sú að búskapurinn leggst í raun alveg af á haustin eftir afurðavinnsluna, þá fer búið í vetrardvala líkt og sniglarnir sjálfir á meðan eggin bíða þess að klekjast að vori og þá hefst vinnan að nýju við þessa áhugaverðu búgrein. Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Ekki allir sniglar stækka, þroskast og henta til neyslu. Sumir eru og verða Sniglakavíar er mikið lostæti, hér borinn fram á brauði með rauðbeðum og osti. FÉLAG EGGJAFRAMLEIÐENDA FÉLAG KJÚKLINGABÆNDA Samband íslenskra loðdýrabænda Bændur og búalið og aðrir landsmenn! Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.