Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 5.100 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Innlent eftirlit með matvælaframleiðslu
þarf að vera gott sem og reglur um hvern-
ig matvæli eru framleidd. Sama hlýtur
þá líka að eiga að gilda um matvæli sem
flutt eru til landsins.
Brúneggjamálið svokallaða olli óhug
meðal neytenda og skapaði mikla umræðu
um meðferð á dýrum. Það hlýtur að vera
af hinu góða að neytendur séu ávallt upp-
lýstir um hvernig staðið er að framleiðslu
matvæla. Umræðan gerir bændur líka betur
meðvitaða um að það er alls ekki sama
hvernig staðið er að málum. Dýravelferð
er einn angi þeirra hugsunar.
Um leið og íslenskir bændur reyna að
fara að settum reglum og vanda öll sín
vinnubrögð við matvælaframleiðsluna, þá
hljóta þeir eðlilega að gera kröfur um að
upplýst sé hvernig staðið er að framleiðslu
matvæla sem hingað eru flutt. Nýlegur
skandall um kjötframleiðslu í Brasilíu vekur
þó spurningar um að víðar kunni að vera
maðkur í mysunni. Þar var með skipulegum
hætti verið að blanda úldnu kjöti saman við
nýtt sem síðan var selt á markaði sem nýtt
og ferskt kjöt og að hluta líka til Evrópu.
Svindlmál af svipuðum toga hafa ítrekað
komið upp í Evrópu á undanförnum árum.
Þrátt fyrir öll vottorðin og opinbera stimpla
embættismanna sem fylgja afurðum sem oft
rata í verslanir á Íslandi, þá er samt ekkert
hægt að fullyrða um raunverulegan upp-
runa afurðanna. Þannig geta kjúklingar í
frystiborði íslenskra verslana, sem sagðir
eru frá ESB-landi, hæglega verið komnir
frá Taílandi. Eins gæti þýskt nautakjöt verið
upprunnið á Spáni eða jafnvel í Brasilíu.
Umbúðirnar segja yfirleitt aðeins til um
hvar afurðunum er endanlega pakkað. Allt
tal um örugga upprunavottun á innfluttum
landbúnaðarafurðum er því vægast sagt
vafasamt.
Uppvíst hefur orðið um lygar varðandi
uppruna á kjöti svo ekki sé talað um að
selja hrossakjöt sem nautakjöt og annað í
þeim dúr. Slík mál hafa margoft komið upp
og frægt var um árið þegar upp komst um
framleiðslu á kebab í Þýskalandi úr tugum
tonna af dragúldnu kjöti. Eins var með sölu á
rifosti í Vestur- Evrópu sem framleiddur var
á Ítalíu úr ostum úr vestur-evrópskum versl-
unum sem átti að fara á haugana. Þá hafa
komið upp mál sem varðar sölu á lífdýrum
frá ESB-löndum og m.a. til Tyrklands. Þar
var þeim svo slátrað með aðferðum sem
ekki er hægt að kalla neitt annað en dýraníð.
Gæði íslenskrar landbúnaðarfram-
leiðslu eru yfirleitt mjög mikil. Því miður
hafa komið upp undantekningar eins og í
brúneggjamálinu, sem kastar rýrð á annars
góða heildarímynd. Þar þurfa bændur sem
heild stöðugt að vera á tánum og vera tilbúnir
að hnippa í félagana ef þeir telja að eitthvað
sé að fara úrskeiðis. Þar er enn í fullu gildi
máltækið góða, „vinur er sá er til vamms
segir“. Því má segja að eftirlitsstofnanir,
sem eiga að fylgjast með að farið sé að sett-
um reglum, séu í raun bestu vinir bænda og
annarra matvælaframleiðenda.
Það kostar þó mikla fjármuni og vand-
virkni að hafa hlutina þannig að mat-
vælaframleiðsla sé eins og best verður á
kosið. Það ætti líka að skila sér í hærra
afurðaverði en ella. Íslenskir bændur eiga í
sífellt harðari samkeppni við innfluttar land-
búnaðarafurðir. Það er bara hið besta mál,
svo framarlega að þeir standi þar á jafnréttis-
grunni. Þannig að íslenskir neytendur séu
ávallt upplýstir um raunverulegan uppruna
og framleiðsluaðferðir sem liggja að baki
innfluttu matvælunum. Þar þyrfti m.a. að
upplýsa hvort lyfja- og eiturefnanotkun sem
og meðferð dýra sé í samræmi við það sem
hér eru gerðar kröfur um. /HKr.
Neytendur séu
upplýstir
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Hjörleifshöfði er 221 metra hátt móbergsfell á Mýrdalssandi suðvestanverðum. Samkvæmt Landnámu var þar fjörður fyrrum með botn við höfð-
ann. Eftir að komið var fram á 14. öld hafði þessi fjörður fyllst af framburði af völdum Kötluhlaupa. Nú er vegalengdin frá höfðanum til sjávar 2–3
km. Þar heitir Kötlutangi, syðsti hluti Íslands. Höfðinn er kenndur við Hjörleifur Hróðmarsson fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, sem opinberlega
hefur verið talinn fyrsti landnámsmaðurinn. Þeir urðu samferða til Íslands frá Noregi en bar hvorn frá öðrum, þannig að Ingólfur hafði vetursetu
-
mannaeyja með kvenfólkið. Þar fann Ingólfur þá og kom þeim fyrir kattarnef. Mynd / HKr.
Núverandi staða í sauðfjárrækt er erfið.
Framleiðsla á kindakjöti hérlendis hefur
aukist um 13,2% frá árinu 2010 til ársins
2016. Það er þó ekki vegna þess að fé hafi
fjölgað heldur hefur ræktunarstarf bænda
skilað því að afurðir á hverja kind hafa auk-
ist, sem er jákvætt og sýnir merki um aukna
framleiðni. Fjöldi vetrarfóðraðra kinda á
sama tíma dróst saman um 1,2% og er nú
um 474.000 samkvæmt bráðabirgðatölum
Matvælastofnunar fyrir árið 2016.
Sala innanlands hefur aukist um 8,2% á
sama tímabili. Þann árangur má þakka öfl-
ugu markaðsstarfi en einnig mikilli aukningu
ferðamanna, þó ekki séu til nein ábyggileg
gögn um hver hlutur ferðamanna er í neyslunni.
Allan tímann hefur þó um það bil þriðjungur
heildarsölu verið útflutningur. Útflutningstekjur
þjóðarinnar af sauðfjárafurðum hafa að með-
altali verið rúmir 3 milljarðar króna árlega á
tímabilinu, en voru um 2,6 milljarðar á síðasta
ári.
Útflutningur gekk mjög vel þegar gengi
krónunnar var hagstæðara. Verð var þá oft
hærra en á innanlandsmarkaði. Bæði bændur
og íslenskir neytendur nutu þessarar þróunar.
Afurðaverð til bænda hækkaði umfram verðlag,
en verð til íslenskra neytenda lækkaði á sama
tíma að raungildi. Góður árangur í útflutningi
kom því öllum til góða.
Mikil styrking krónunnar hefur komið hart
niður á þessum viðskiptum eins og á öðrum
útflutningi. Við hagstæðari aðstæður var fram-
leiðslan hérlendis miklum mun samkeppnishæf-
ari, auk þess sem hægt var að flytja út ýmiss
konar aukaafurðir með hagnaði. Ef borið er
saman FOB-verð á útfluttu tonni sauðfjárafurða
á milli áranna 2010 og 2016 þá hefur það lækk-
að um rúman fjórðung á verðlagi 2016.
Breytingar á erlendum mörkuðum
Aðrar neikvæðar breytingar hafa einnig orðið
á mörkuðum auk gengisþróunarinnar. Stærstu
einstöku þættirnir eru í fyrsta lagi breytt eftir-
spurn í Noregi. Vegna markaðsaðstæðna þar
í landi er Noregsmarkaður lokaður og óljóst
hvenær hann opnast á ný. Í öðru lagi hefur
Rússlandsmarkaður lokast að nær öllu leyti
vegna deilna Rússa við Evrópuþjóðir. Í þriðja
lagi er Bretlandsmarkaður ekki svipur hjá sjón,
ekki þó vegna viðskiptahindrana, heldur vegna
þess að í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu um
útgöngu landsins úr ESB veiktist breska pundið
verulega. Það, samhliða styrkingu krónunnar,
gerir útflutning á sauðfjárafurðum þangað nán-
ast ófæran nema með verulegu tapi. Í fjórða lagi
hefur enn ekki tekist að opna fyrir útflutning
á sauðfjárafurðum til Kína þrátt fyrir að frí-
verslunarsamningur á milli Íslands og Kína
hafi nú verið í gildi í nær þrjú ár. Enn skortir
á að Kínverjar komi hingað og framkvæmi
nauðsynlegar vottanir. Það má því segja að fátt
falli með þessum viðskiptum um þessar mundir.
Tekjutap afurðastöðva og sauðfjárbænda
umtalsvert
Framangreind þróun kom fyrst niður á afurða-
stöðvunum en síðan óhjákvæmilega á bænd-
um sjálfum. Afurðaverð hækkaði ekkert árin
2014 og 2015 og í fyrra varð veruleg lækkun.
Tekjutap bænda vegna þessa haustið 2016 var
um 600 milljónir króna.
Núverandi samningur um starfsskilyrði
sauðfjárræktar sem tók gildi í ársbyrjun 2017
hafði ekki áhrif á þessa stöðu. Langt er síðan
að framleiðslustýringu í sauðfjárrækt var hætt
og verð á afurðum hefur ráðist af markaði
alla þessa öld. Eftir undirritun samningsins í
febrúar 2016 seig hins vegar á ógæfuhliðina,
með áframhaldandi styrkingu krónunnar, lokun
Rússlands- og Noregsmarkaðar, verulegri lækk-
un afurðaverðs og annarra þátta sem hér hefur
verið fjallað um.
Þessi staða hefur í engu breytt sannfæringu
bænda um gæði framleiðslu sinnar og þeim
markmiðum að til lengri tíma litið hafi mikla
þýðingu að sækja fram á erlendum mörkuðum
fyrir gæðavörur. Í gangi eru stór markaðsverk-
efni, bæði gagnvart ferðamönnum hérlendis og
á afmörkuðum mörkuðum erlendis. Þó verður
ekki litið fram hjá því að þessi staða hefur þegar
skapað mikinn vanda, bæði hjá bændum sjálf-
um og afurðafyrirtækjum þeirra. Fjárhagslegt
svigrúm til að mæta þessu er afar lítið og víða
alveg uppurið.
Ekki þarf að fjölyrða um þýðingu sauðfjár-
ræktar fyrir samfélög dreifbýlisins, einkum
þau sem veikast standa. Rétt er að vísa hér til
skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á
Akureyri, „Samfélagsleg þýðing sauðfjárbú-
skapar“, sem gefin var út árið 2015, en þar er
vel farið yfir það efni.
Til lausnar þessari alvarlegu stöðu hafa
ýmsar tillögur verið til skoðunar svo sem
frekari markaðsstuðningur, markviss nýting
þeirra verkfæra sem finna má í samningunum,
möguleikar á skuldbreytingum lána bænda og
önnur úrræði. Ekki er ljóst hver niðurstaða
þeirrar vinnu verður, en ég held að öllum sé
ljóst að aðgerða er þörf.
Stefnumörkun sauðfjárbænda
Aðalfundur sauðfjárbænda er nýafstaðinn.
Oddný Steina Valsdóttir var þar kjörin formað-
ur, fyrst kvenna, og fagna ég þessum áfanga.
Þá þakka ég gott samstarf við þá forystumenn
samtakanna sem nú láta af störfum. Á fund-
inum var meðal annars samþykkt sérstök
neytendastefna og langtímastefnumörkun til
2027. Í neytendastefnunni segir meðal annars:
„Íslenskir sauðfjárbændur eru stoltir af því að
framleiða hágæða afurðir fyrir opnum tjöld-
um með umhverfisvænum og náttúrulegum
hætti. Þeir telja mikilvægt að neytendur fái
réttar og góðar upplýsingar hvar sem þeir
kaupa matvörur, hvort sem er í verslunum,
á veitingastöðum eða í mötuneytum. Þetta
er grunnurinn að heiðarlegri samkeppni og
raunverulegu valfrelsi neytenda. Þetta eru
sameiginlegir hagsmunir bænda og neytenda.
Íslenskir sauðfjárbændur vilja að neytendur
viti sem mest um þær afurðir sem bændur
leggja alúð við að framleiða í sátt við náttúru
og samfélag.“ Ég er viss um að allir bændur
geti tekið undir þetta.
Í langtímastefnunni felst meðal annars að
kolefnisjafna skuli alla greinina eins fljótt
og auðið er. Einnig er stefnt að því að allar
afurðir skuli vera rekjanlegar, samtökin sjálf
skuli setja sér umhverfisstjórnunarstefnu auk
fjölda annarra metnaðarfullra markmiða.
Tilgangurinn er að efla íslenska sauðfjárrækt í
sátt við samfélag og náttúru þar sem sérstaða,
sjálfbærni, fjölbreytni og verðmætasköpun eru
höfð að leiðarljósi.
Það er ljóst að mjög mikil vinna er
framundan hjá sauðfjárbændum við að upp-
fylla þessi metnaðarfullu markmið en þeim er
óskað velfarnaðar við það verkefni og vonandi
nýtast þau vel við að byggja greinina upp til
framtíðar.
Sindri Sigurgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
sindri@bondi.is
Þungt fyrir fæti hjá sauðfjárbændum
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson
smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is −
www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621