Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
Þann 23. mars síðastliðinn gaf
atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið út auglýsingu um
tímabundnar varnaraðgerðir til
að fyrirbyggja að fuglaflensa ber-
ist í alifugla og aðra fugla í haldi
að tillögu Matvælastofnunar.
Það þýðir að allir fuglar í haldi
þurfa tímabundið að vera í
yfirbyggðum gerðum sem villt-
ir fuglar komast ekki inn í eða í
fuglaheldum húsum. Smitvarnir
skulu viðhafðar sem miða að því
að smit geti ekki borist frá villtum
fuglum í alifugla.
Brigitte Brugger, dýralæknir ali-
fuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun,
segir að allir alifuglar skulu skráðir
í gagnagrunninum Bústofni og hún
leggur áherslu á að tilkynnt sé um
dauða fugla til Matvælastofnunar,
nema dauðaorsök sé augljós. Er
viðbúnaðarstigið aukið vegna hins
alvarlega afbrigðis fuglaflensuveiru
H5N8 sem hefur breiðst mjög út
um Evrópu frá því í október á síð-
asta ári.
Hefur afbrigðið greinst á þeim
slóðum þar sem til að mynda
íslenskar álftir og gæsir halda sig að
vetri til, Bretlandseyjum og Írlandi
þar sem smit í álftum af íslensk-
um stofni hefur greinst. Einnig eru
áhyggjur af fuglum sem koma frá
svæðum við Norður-Þýskaland,
Danmörk og Holland, þar sem vet-
urstöðvar margra andfugla og vað-
fugla eru.
„Það sem einkennir faraldurinn
með H5N8 í vetur í villtum fuglum
er að óvenju margar tegundir hafa
greinst með smit og hafa drepist,
og veiran virðist sýna meiri mein-
virkni gagnvart villtum fuglum en
til dæmis í síðasta faraldri H5N8
afbrigðisins á árunum 2014–2015.
Fram til þessa hafa alvarleg afbrigði
fuglaflensuveiru ekki valdið mikl-
um einkennum í villtum fuglum,
til dæmis í vatnafuglum,“ segir
Brigitte.
Töluverðar líkur á að þetta
alvarlega afbrigði berist hingað
Það var starfshópur sem skipaður
var sérfræðingum Matvælastofnunar,
Háskóla Íslands, Tilraunastöðvar
HÍ að Keldum og sóttvarnalækn-
is, sem mat ástandið og komst að
þeirri niðurstöðu að töluverðar líkur
væru á að þetta alvarlega afbrigði
fuglaflensuveirunnar bærist með far-
fuglunum sem eru farnir að streyma
til landsins.
Afleiðingar sjúkdómsins eru
alvarlegar, þar sem stór hluti fugl-
anna getur drepist og fyrirskipa þarf
aflífun á öllum fuglum á búi sem
fuglaflensa greinist á, auk ýmiss
konar takmarkana sem leggja þarf
á starfsemi á stóru svæði umhverf-
is viðkomandi bú. Ekki er talin vera
smithætta fyrir fólk af þessu afbrigði
fuglaflensuveirunnar og ekki stafar
smithætta af neyslu afurða úr smit-
uðum alifuglum.
Brigitte telur að alifuglabú sem
eru rekin í atvinnurekstri séu vel
undir það búin að verja bú sín smiti,
enda séu smitvarnir hjá flestum
mjög góðar. „Sérstaklega á það við í
kjúklingaeldi. Þeir hafa lært að verja
kjúklinga frá smiti úr umhverfi til að
koma í veg fyrir smit með kampýló-
bakter. Auknar kröfur um smitvarnir
skv. auglýsingu ANR hafa áhrif á
fuglahaldið þar sem fuglarnir eru
með aðgang að útisvæðum. Það er
tilfellið á þremur búum í atvinnu-
rekstri, á tveimur kjúklingabúum og
einu varphænsnabúi. Það á eftir að
kanna hvaða áhrif bann við aðgang
að útisvæði hefur á lífræna fram-
leiðslu, mér eru þessar reglur ekki
kunnugar eins og er,“ segir Brigitte.
Hættan mest á frístundabúum
Brigitte telur að mesta smithættan sé
hjá frístundabúum þar sem ætla megi
að smitvarnir séu misjafnar. „Líklegt
er að allir þurfi að taka upp sérstakt
verklag með skó- og fataskipti sem
þeir hafa ekki tileinkað sér. Eins er
líklegt að það þurfi að yfirfara úti-
gerði og þök til að koma í veg fyrir að
drit frá villtum fuglum berist í gerðin,
ef þeir eru haldnir utandyra.
Það má reikna með því að kröfur
um hertar smitvarnir og bann við
lausagöngu alifugla utandyra hafi
mest áhrif á anda- og gæsahald, en
mér skilst að þær séu gjarnan haldnar
utandyra allan ársins hring,“ segir
Brigitte um mögulegar breytingar
á verklagi og/eða aðbúnaði hjá frí-
stundabændum.
Skoða þarf hvort göt séu
í smitvörnum
„Bú í atvinnurekstri þurfa að fara í
gegnum sína framleiðslu og skoða,
hvort einhvers staðar séu göt í smit-
vörnum frá villtum fuglum. Allir þurfa
að skoða hvort smitvarnir við innganga
inn í húsin séu öruggar. Það þarf að
skoða hvort smit gæti hugsanlega
borist úr hænum haldnar í frístunda-
skyni yfir í alifuglabú í atvinnurekstri,
til dæmis í gegnum starfsfólk á búum,“
segir Brigitte.
Hún segir að viðbúnaðarstigið verði
í stöðugri endurskoðun, vikulega í það
minnsta. „Af hálfu Matvælastofnunar
verður aukið eftirlit haft á þeim
svæðum þar sem grunsemdir eru um
fuglaflensu. Til að mynda í tilfellum
þar sem villtir fuglar drepast án sýni-
legrar ástæðu, eða þegar vart verður
um grunsamleg einkenni í alifuglum
eða öðrum fuglum í haldi.“
Að tillögu Matvælastofnunar
gaf atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið út reglur um smitvarnir,
samhliða því sem viðbúnaðarstigið
var aukið. Þær eru eftirfarandi:
1. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum
gerðum eða húsum.
2. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla
og villtra fugla. Hús og gerði skulu vera
fuglaheld.
3. Tryggja skal að ekkert í umhverfi
fuglahúsanna laði að villta fugla.
4. Fóður og drykkjarvatn fuglanna skal ekki
vera aðgengilegt villtum fuglum.
5. Endur og gæsir skulu aðskildar frá
hænsnfuglum.
6. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstit-
úður og fuglanet fyrir allar loftræstitúður,
op og glugga á fuglahúsum.
7. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgang-
ur að fuglahúsum.
8. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðar-
fatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er
notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og
sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu
fuglanna.
9. Áður en fuglar eru fengnir frá öðrum búum
skal spyrjast fyrir um hvort heilsufar fugla á
búinu hafi verið eðlilegt. Fuglar skulu ekki
teknir inn á bú frá búum þar sem sjúkdóms-
staða er óþekkt eða eitthvað virðist vera
athugavert við heilsufar.
10. Mælt er með „allt inn – allt út“ kerfi, þ.e.a.s.
að allir fuglar séu fjarlægðir af búi áður en
nýir eru teknir inn.
11. Hús og gerði skulu þrifin vel og sótthreinsuð
á milli hópa.
12. Farga skal dauðum fuglum, undirburði og
skít á öruggan hátt.
13. Tryggja skal góðar smitvarnir við vatnsból.
14. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla
er bannað. /smh
Fuglaflensan H5N8 líklega á leið til landsins með farfuglum:
Viðbúnaðarstig aukið varðandi smitvarnir
– Skoða þarf sérstaklega aðbúnað og aðstæður á frístundabúum
FRÉTTIR
Brigitte Brugger.
Á sumum lífrænt vottuðum búum – og hjá þeim sem stunda frístundabúskap – vappa fuglarnir frjálsir um. Í reglum
Mynd / smh
Fuglaflensa hefur greinst í minnst þremur ríkjum í Bandaríkjunum:
Um 225 þúsund fuglum hefur verið eytt
Um 18.000 kjúklingum var
eytt í norðvestur-Georgíuríki
í Bandaríkjunum á dögunum
vegna fuglaflensusmits. Alls
hefur 225.000 fuglum verið eytt í
Suðurríkjunum vegna fuglaflensu
að undanförnu.
Greint var frá þessu í The New
Zealand Herald 28. mars sl. og
sagt að þetta væri í fyrsta sinn sem
fuglaflensa hafi greinst í alifuglum
í Georgíuríki í Bandaríkjunum.
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa
mikið fjallað um málið að undan-
förnu. Star Tribune segir þetta m.a.
vera versta fuglaflensufaraldur í
Bandaríkjunum síðan 2015. Eigi að
síður fullyrða yfirvöld að engin hætta
sé á ferðum fyrir fæðukeðjuna vestra.
Í Georgíu urðu menn varir við
sýkinguna í hefðbundnu eftirliti á
kjúklingabúi í Chattooga-sýslu.
Engir fuglanna sýndu þó sérstök
útlitseinkenni um veikina. Sagði
Julie McPeake, talsmaður land-
búnaðarráðuneytis Georgíu, að öll
alifuglastarfsemi í sex mílna radí-
us út frá búinu hafi verið skoðuð,
en ekkert frekara smit hafi greinst.
Þá var fyrirhugað að kanna stöðuna
hjá öllum í nágrenni við búið sem
eru með alifugla í bakgarði sínum.
McPeake sagði að fuglaflensusmit
hafi aldrei áður greinst í ríkinu.
Stærsta landbúnaðargreinin
í Georgíu
Er þetta litið mjög alvarlegum augum
þar sem alifuglarækt og vinnsla á
alifuglakjöti er helsta landbúnað-
argreinin í ríkinu. Er árleg velta
þessarar greinar í Georgíu um 25,9
milljarðar dollara.
Chattooga-sýsla er í um 145 km
norðvestur af Atlanta. Þetta er á
mótum Georgíu og Alabama og ekki
fjarri Tennesee. Tilkynnt hefur verið
um fuglaflensu í alifuglahópum á
undanförnum vikum bæði í Alabama
og Tennessee.
Yfirvöld reyna að slá á óttann
Yfirvöld fullyrða að engir smitað-
ir fuglar hafi ratað í vinnslukeðj-
una og inn á matvælamarkað í
Bandaríkjunum. Einnig er sagt að
þótt fuglaflensan geti farið illa með
fuglastofna, þá sé varla líkur á að
hún smitist í menn.
Í yfirlýsingu sem sjúkdóma-
eftirlitsmiðstöð CDC sendi út 8. apríl
í samráði við landbúnaðarráðuneyti
Bandaríkjanna (USDA) er sagt að
um sé að ræða fuglaflensu af stofni
A(H7N9) og hættan á að fólk smitist
af þessari pest sé í lágmarki. Þetta
smitaafbrigði er ekki alveg það sama
og Matvælastofnun varar nú við hér
á landi.
Þótt fuglarnir í Georgíu hafi ekki
sýnt sjáanleg merki þess að þeir
væru smitaðir, þá gegnir öðru máli
um fugla sem greindust í Tennessee.
Þeir voru með hátt hlutfall smitefnis
og þar voru 145.000 fuglum eytt.
Yfir 225.000 fuglum hefur verið eytt
í Suðurríkjunum vegna fuglaflensu
að undanförnu samkvæmt upplýs-
ingum sem landbúnaðarráðuneyti
Bandaríkjanna hefur látið frá sér.
Þá greindi ráðuneytið frá því fyrr
í mars, að smitefni í litlum mæli
hafi greinst í 84.000 kalkúnum í
Wisconsin. Þess má geta að um 50
milljónum fugla í eggjaframleiðslu,
kjúklinga- og kalkúnarækt var fargað
í Miðvesturríkjunum 2014 og 2015
vegna fuglaflensu.
Einnig voru fregnir af því á vef-
miðlum að fuglaflensa hafi greinst
í hópi 22.000 hænsna í Vestur-
Kentucky og hafi þeim verið eytt.
Mun landbúnaðarráðuneyti ríkisins
hafa bannað alla flutninga á ali-
fuglum á svæðinu. Ef rétt reynist
er þetta í fjórða ríki Bandaríkjanna
sem fuglaflensa hefur komið upp að
undanförnu. /HKr.
Mynd / Duluth News Tribune