Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Inni á miðri Sikiley er lítill ólífu- búgarður sem lætur ekki mikið yfir sér en þar er aðaláherslan á sjálfbæra og lífræna ræktun. Vincenza Ferrara á búgarðinn, Azienda Agricola DORA, hún er einungis 36 ára en hefur nú feng- ið verðlaun sem annar besti ólífu- bóndinn á Ítalíu. Olían er sérstaklega bragðgóð og selst uppskeran upp á örskömmum tíma. Í byrjun mars fór hópur Norðlendinga til Sikileyjar í vinnu- lotu um sjálfbæra þróun. Námslotan er partur af Evrópuverkefninu Cristal en þetta voru kennarar úr Norðurþingi, starfsmenn frá Þekkingarneti Þingeyinga, Háskólanum á Akureyri og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem stýrir verkefninu. Verkefnið snýst um að koma sjálfbærni, frumkvöðla- mennt og tæknimennt betur inn í kennslu á mismunandi skólastig- um. Auk þessara aðila er Vincenza Ferrara samstarfsaðili í verkefninu ásamt sænsku tæknifyrirtæki. Frumkvöðull með hugsjónir Það má með sanni segja að Vincenza sé frumkvöðull og syndi á móti straumnum. Mikið atvinnuleysi er meðal ungs fólks í héraðinu þar sem búgarðurinn hennar er og fólksflótti úr nærliggjandi bæ, Villarosa, þar sem fjöldi íbúa hefur farið úr 10–15 þúsund í 3 þúsund á örfáum árum. Það hefur ekki áhrif á þessa ungu konu en árið 2012 fékk hún Erasmus- styrk til að koma sér upp lítilli ólífu- vinnslu. Á meðal þess sem í því fólst var að koma upp stórri sólarsellu sem sér vinnslunni fyrir rafmagni. Afi hennar átti húsið og landskikann upphaflega og foreldrar hennar búa þar núna með henni. Eins og hjá flestum Ítölum voru nokkur ólífutré nærri íbúðarhúsinu, en þau voru ekki nýtt nema til heimavinnslu þangað til ólífuvinnslunni DORA var komið á fót. Vincenza hafði þá sótt sér háskólamenntun og unnið nokkur ár í Palermo. Hugurinn sótti þó heim og í að nýta náttúruauð- lindina sem var til staðar. Eftir að hafa kynnt sér sögu ólífutrjáa kom í ljós að elstu trén sem eru á búgarðin- um eru áætluð vera á milli 900–1000 ára gömul. Mörg trjánna eru þó nýrri en hún segir að eldri trén skili alveg jafn góðum ólífum og þau nýrri. Þau hafa nú plantað fleiri trjám til að auka við vinnsluna en með því að nota engan áburð tekur um 15 ár fyrir trén að verða tilbúin til að skila hæfum ólífum, að öðrum kosti tæki það um 8 ár. Síðastliðið haust var fjórða haustið sem þau framleiddu olíu og hefur ferlið allt verið mjög lærdómsríkt. Kaldpressuð og bragðmikil Þar sem ræktunin er lífræn þá er enginn áburður notaður í jarðveginn eða á trén. Allur gróður og illgresi gefa bragð, að sögn Vincenzu, og í Íslenski hópurinn ásamt Vincenzu og Johan frá Svíþjóð við elsta ólífutréð á búgarðinum. Myndir / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir Vincenza Ferrara ólífubóndi inni í vinnslurýminu þar sem unnið er úr ólífunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.