Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku 2017 – þriðji hluti:
Fróðleg erindi í 11 málstofum
Smáfuglar minnka streitu og kvíða
Samkvæmt nýlegri rannsókn sem
framkvæmd var í Bretlandi kemur
fram að smáfuglar geta minnkað
streitu, kvíða og þunglyndi. Þannig
voru 263 einstaklingar til rann-
sóknar á ólíkum aldri og í mismun-
andi stöðum í þjóðfélaginu.
Á meðan fuglarannsakendurnir
skráðu hversu margir smáfuglar voru
á ákveðnu svæði seinnipart dags þá
skráðu sálfræðingar andlega heilsu
þátttakenda. Rannsakendurnir fundu
ekkert samhengi milli þess hvers
konar fuglar fólk sá og andlegri
heilsu þess en það sem þeir fundu út
var að því fleiri smáfuglar sem voru
í kringum fólkið því betri var andleg
heilsa þess. Vilja rannsakendurnir
halda því fram að þetta geti komið
þeim á sporið á því hvaða hlutverki
náttúran hefur sem lykilþáttur fyrir
andlega heilsu. /Bondebladet - ehg
Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI
Kjöthneyksli í Brasilíu dregur dilk á eftir sér:
Mútuðu eftirlitsmönnum til
að þegja yfir rotnuðu kjöti
Tvö stór kjötframleiðslufyrirtæki
í Brasilíu mútuðu eftirlitsmönnum
til að þegja yfir rotnuðu kjöti á
markaðnum. Lögregla framfylgdi
skipun dómara um að handtaka
á annan tug starfsmanna fyrir-
tækjanna.
Þetta mál hefur nú leitt til þess að
Kínverjar hafa bannað tímabundið
innflutning á nautakjöti frá Brasilíu.
Það hafa yfirvöld í Suður-Kóreu
einnig gert.
Hluti ónýta kjötsins til Evrópu
Blairo Maggi, landbúnaðarráðherra
Brasilíu, sagði að hann myndi hitta
sendiherra og fulltrúa evrópskra
kjötiðnaðarfyrirtækja í kjölfar þess
að rannsakendur upplýstu að hluti
kjötsins hafi verið fluttur til Evrópu.
Yfirvöld segja þetta meiri háttar
högg fyrir brasilískan landbúnað
sem stjórnvöld hafa reitt sig mjög
á til að kljást við verstu efnahags-
niðursveiflu í áratugi.
Mikil gagnrýni er á yfirvöld í
Evrópusambandinu fyrir að leyfa
áframhaldandi innflutning á brasil-
ísku kjöti þrátt fyrir ítrekaðar við-
varanir.
Samtök írskra bænda hafa kraf-
ist allsherjarbanns á innflutning á
brasilísku kjöti. ESB hefur einungis
sagt að þau fyrirtæki sem sannar-
lega hafa tekið þátt í þessum skandal
verði neitað um aðgang að markaði
í ESB-ríkjunum.
Svívirðilegt
Patrick Kent, forseti samtaka írskra
nautgripa- og sauðfjárbænda,
segir afstöðu ESB um að gefa
Brasilíumönnum annað tækifæri
vera svívirðilega. Angus Woods,
formaður IFA, segir að írskir bændur
eigi að njóta þessa að fara að settum
reglum. Svindlið í Brasilíu væri til
skammar.
Dómari í Brasilíu hefur sakað
landbúnaðarráðuneyti Brasilíu um
að hafa svikið þjóðina. Fréttastofur
Rauters, AP og Indepentent fjölluðu
allar um málið um miðjan mars. Þar
kemur fram að hluti mútufjárins sem
greiddur var af JSB og BRF var veitt
áfram til tveggja stórra stjórnmála-
flokka. Þar á meðal til flokks Michel
Temer forseta, en að sögn lögreglu
hefur verið unnið að rannsókn máls-
ins í tvö ár.
Tekið var upp símtal dómsmála-
ráðherrans Omars Serraglio við
meintan forsprakka þessa mútumáls
sem býr í Parana í Suður-Brasilíu
meðan rannsóknin stóð yfir. Þar
nefnir dómsmálaráðherrann þennan
eftirlitsmann „mikla foringja“ eða
„big boss“. Lögregla segir samt að
ekki liggi fyrir nægar sannanir til að
hefja opinbera rannsókn á hugsan-
legri hlutdeild dómsmálaráðherrans
í málinu.
Mauricio Moscardi Grillo, sem
unnið hefur að rannsókn málsins í
Brasilíu, sagði á fréttamannafundi
að tvö kjötpökkunarfyrirtæki hafi
notað kemísk efni til að bæta útlit og
lykt á útrunnu kjöti. Í það minnsta
einn yfirmaður hafi upplýst að úldnu
kjöti hafi hafi verið blandað saman
við óskemmt kjöt og selt þannig til
neytenda. Auk þessa var ódýrara
hráefni, eins og hveiti maníókarótar
og vatni, blandað í kjötafurðir sem
seldar voru af fyrirtækjunum tveim.
Maníórótarhveiti eða kassavamjöl
er unnið úr mjölrót, eins og hún er
einnig nefnd á íslensku. Sagði Grillo
að þrem verksmiðjum fyrirtækjanna
hafi þegar verið lokað.
Handtökuskipun var gefin út
Rannsakendur hafa upplýst að skóla-
börnum í suðurhluta Parana-fylki
hafi verið gefið þetta hættulega kjöt.
„Þeim var gefinn matur sem
gerður var úr útrunnu og úldnu
kjöti og í mörgum tilfellum innihélt
krabbameinsvaldandi efni, svo efna-
hagslegur ávinningur þessara glæpa-
gengja er augljós,“ sagði Mauricio
Moscardi Grillo.
Hann segir að múturnar sem
greiddar voru hafi runnið áfram
til tveggja pólitískra flokka, þ.e.
til Temer's centrist Brazilian
Democratic Movement Party og
íhaldsflokksins (Progressive Party)
sem er jafnframt hluti af samsteypu-
stjórn forsetans.
Bein sambönd við
landbúnaðarráðuneytið
Lögregla segir að kjötpökkunarfyr-
irtækin hafi haft bein sambönd inn
í landbúnaðarráðuneytið. Þannig
gátu þeir handvalið eftirlitsmenn
til að skoða verksmiðjur þeirra.
Eftirlitsmennirnir gáfu síðan út vott-
orð þrátt fyrir að þeir vissu að varan
væri ónýt.
Marcos Josegrei da Silva dóm-
ari, sem gaf út handtökuskipunina,
segir að landbúnaðarráðuneytið væri
yfirþyrmandi flækt í þessi svik og
spillingu.
„Ráðuneytið var hreinlega tekið
í gíslingu af hópi einstaklinga sem
ítrekað gengu gegn skyldum sínum
gagnvart þjóðinni,“ skrifaði Silva.
Fyrirtækin JBS og BRF hafa bæði
gefið út yfirlýsingar þar sem þvertek-
ið er fyrir að þau hafi aðhafst nokkuð
rangt. Heldur hafi þau einungis farið
eftir settum reglum.
JBS er eitt stærsta kjötframleiðslu-
fyrirtæki í heimi og framleiðir vörur
úr nautakjöti, kjúklingakjöti og svína-
kjöti. Það rekur um 150 verksmiðjur
um allan heim og er með höfuðstöðv-
ar í Sao Paulo í Brasilíu.
Hitt fyrirtækið, BRF, varð til við
samruna tveggja þekktustu kjötfram-
leiðslufyrirtækja Brasilíu, Saida og
Perdigao í Santa Catarina í Suður-
Brasilíu. BRF framleiðir einnig
smjörlíki, pitsur og fleiri fullunna
rétti.
Brasilískt kjöt hefur verið selt í
150 löndum vegna meintra gæða.
Þessi lönd hafa einnig verið með
sína eftirlitsmenn sem eiga að
skoða kjötið. /HKr.
Fjöldi manna var handtekinn er upp
komst um stóra mútumálið í Brasilíu.
Dagana 27. og 28. febrúar sl. fór
fram hið árlega Fagþing naut-
griparæktarinnar í Herning í
Danmörku, betur þekkt sem
Kvægkongres, eins og greint hefur
verið frá í síðustu tveimur tölu-
blöðum Bændablaðsins.
Alls voru haldnar 11 málstofur á
þessu fagþingi og fer hér þriðji og
síðasti hluti umfjöllunar um fag-
þingið.
6. Í mjaltabásnum
Í málstofu um mjaltabásinn voru
haldin 8 fróðleg erindi sem öll
snéru með einum eða öðrum hætti
að mjöltum, mjaltatækni eða mjólk-
urgæðum. Eitt fjallaði um líftölu í
stórum sílótönkum og hvernig sé
hægt að ná tökum á slíku vandamáli
ef það kemur upp. Annað um rétta
lyfjameðhöndlun og nýjar áherslur
SEGES í þeim efnum en sem mörg-
um er kunnugt um þá mega danskir
kúabændur sjálfir meðhöndla helstu
sjúkdóma. Það þriðja var um nýja
áhugaverða rannsókn um smit-
hættu við mjaltaþjóna en þar sem
eitt mjaltatæki sér um 60-65 gripi
þá eru miklar líkur á að tækið beri
smitefni á milli kúa.
Í rannsókninni kom einnig fram
að sé júgursýkt kýr mjólkuð þá má
finna, með erfðaefnisgreiningu,
bakteríur úr henni inni í mjalta-
hylkinu næstu þrjár mjaltir á eftir.
Með öðrum orðum þá er veruleg
hætta á krosssmiti milli sýktra kúa
og ósýktra ef ekki er keyrður stuttur
kerfisþvottur eftir að sýkt kýr er
mjólkuð.
Bónus greiddur fyrir lágar
frumutölur
Þá var flutt afar fróðlegt erindi frá
afurðafélaginu Them sem er sérhæft
í framleiðslu á hörðum ostum. Það
afurðafélag hefur komið sér upp
áhugaverðu kerfi fyrir afurðastöðv-
averðið en innleggjendur félagsins
fá gæðaálag vegna frumutölu allt
niður í 100.000/ml. Verðlagningin
er þannig að fyrir hverjar 1.000
frumur/ml fyrir neðan 200.000 þá
borgar afurðafélagið bónus. Þannig
er stöðugur hagur af því að lækka
frumutöluna allt niður fyrir 100.000.
Kerfið hefur þegar skilað eftirtektar-
verðum árangri og eru mörg kúabú
nú með frumutölu sem er innan við
100.000/ml.
Þrjú erindi í þessari málstofu
voru á ensku en þau fjölluðu annars
vegar um hvaða spenadýfur ætti
helst að nota fyrir mjaltir og eftir
mjaltir og svo um reynslu Dairy
group á Englandi af því að vinna
við ráðgjöf um mjólkurgæði.
Erindi Prebens bónda vel sótt
Það erindi sem var best sótt, af mörg
hundruð manns, var erindi bónd-
ans Preben Vingborg og eins af sér-
fræðingum SEGES í mjólkurgæð-
um, dýralæknisins Michael Farre.
Preben hefur verið að ná afar góðum
árangri við mjaltir, sé horft bæði
til mjólkurgæða, mjólkurmagns og
afkasta og fóru þeir félagarnir yfir
það hvað skýrir það. Preben þessi er
með 550 Jersey kýr og þær skila vel
af sér, alls 11.136 kg orkuleiðréttrar
mjólkur að jafnaði. Frumutala bús-
ins er nú 110.000/ml og eru kýrn-
ar mjólkaðar þrisvar á dag í 2x24
hraðmjaltabás frá Boumatic.
Markmið hans er að kýrnar
bíði ekki lengi eftir mjöltum og
því eru nokkuð margir sem koma
að mjöltunum svo það séu ekki of
margar kýr á biðsvæði hverju sinni.
Þá hefur hann hámarks mjaltatíma
á kúnum og ef þær eru ekki búnar
að mjólkast eftir 8 mínútur tekur
kerfið einfaldlega tækin af kúnum.
Mjaltatíminn er því skammur og
kýrnar komnar fljótt aftur inn í fjós
að éta eða hvíla sig en að jafnaði
liggja kýrnar í fjósinu hjá Preben
15 klst. á sólarhring. Það er afar gott
í fjósi þar sem mjólkað er þrisvar
á sólarhring og skilar sér í mjólk-
urtankinn með auknum afurðum
kúnna.
7. Vinnufundir
Þessi málstofa var haldin að kvöldi
og snérist um það að smala saman
áhugaverðum þátttakendum um
ákveðin málefni og fara heldur
dýpra í þau en almennt gengur og
gerist í hefðbundnum erindum. Til
þess að taka þátt í þessum hluta fag-
þingsins þurftu þátttakendur að hafa
skráð sig fyrirfram til leiks, enda
takmarkaður fjöldi sem gat verið
um hvert verkefni málstofunnar.
Alls voru tekin fyrir 7 málefni og
voru 3 þeirra um fóður og fóðrun
m.a. gátu bændur komið með heil-
fóðursýni og fengið álit fagmanna
á því.
Þá sá Íslandsvinurinn Vibeke
Fladkær Nielsen um smitvarnaleik
en í Danmörku er komið út nýtt
borðspil sem sérstaklega er hannað
til þess að vekja athygli þátttakenda
á því hvað réttar smitvarnir á kúa-
búum skipta gríðarlega miklu máli.
Hér má t.d. nefna hvernig forðast
beri t.d. að júgurbólgusmitefni ber-
ist á milli kúa, að kálfar sýki hver
annan og margt fleira mætti nefna.
Síðan gátu þátttakendur fengið
tvö örnámskeið í notkun á danska
bústjórnarkerfinu DMS og að
síðustu var vinnufundur haldinn
um hið stöðugt vaxandi verkefni
á dönskum kúabúum sem er að
stjórna fólki í vinnu. Búin hafa
stækkað ár frá ári og sér ekki fyrir
endann á þeirri þróun og með því
hefur hlutverk bændanna færst úr
því að vera sjálfir í búskapnum og
mikið til yfir í það að vera fram-
kvæmdastjórar. Það hentar eðlilega
misvel og þarna gátu bændur fengið
góð ráð til þess að bæta þessa eig-
inleika.
8. Holdanautarækt
Sex erindi voru haldin í þessari mál-
stofu en fjallað var um kynbótastarf,
starfsemi danska nautakjötsráðsins
og farið yfir hagkvæmni þess að
taka land í „beitarfóstur“ en víða
innan Evrópusambandsins fá bænd-
ur greitt fyrir að halda gróðri á sam-
eiginlegu landi niðri með stýrðri
beit.
Hin þrjú erindin fjölluð öll með
einum eða öðrum hætti að mark-
aðssetningu á nautakjöti. Eitt þeirra
var flutt af Christine Nielsen, sér-
fræðingi í markaðsmálum, en hún
fjallaði m.a. um nýlega markaðs-
rannsókn í Danmörku sem sýnir
skýrt að neytendur þar í landi horfa
í auknum mæli til matvara með
skýra tilvísun til uppruna. Þá kom
einnig fram í sömu könnun að Danir
treysta dönskum matvörum betur
en innfluttum og var það útskýrt
með tiltrú danskra neytenda á að
þarlendar matvörur væru hreinni
og betri en innfluttar.
Hún sagði að almennt væru neyt-
endur í dag mun meðvitaðri en áður
um matvæli og að þeir hugsuðu
meira en áður um hollustu, upp-
runa, vistvænleika, umhverfisálag
og fleiri slíka þætti. Þetta þyrftu
allir söluaðilar matvæla að hugsa
um og horfa til mikilvægi þess að
upplýsa neytendur vel um það sem
verið væri að framleiða.
Þá fjölluðu hin tvö um sölu beint
frá býli. Annað þeirra var flutt af
kúabóndanum Louise Dolmer sem
rekur heimasíðuna www.landmad.
dk. Louise býr á litlu búi við Grenå
á Jótlandi og árið 2011 opnaði hún
verslun sem selur eingöngu vörur
sem koma beint frá bændum og í
dag er hún með vörur frá 170 bænd-
um í umboðssölu. Verslun hennar
hefur gengið stórvel og er hún með
marga starfsmenn sem sjá um bæði
verslunina og að senda vörur frá
vefversluninni. Hún kvað aðgengi
neytenda mikilvægt og að þeir sem
reka bú í nágrenni við þéttbýli ættu
að skoða að hefja sölu með svipuð-
um hætti.
9. Frá akri í stæðu
Þessi málstofa fjallaði um þau ótal
verkefni „utan fjóss“ sem allir kúa-
bændur glíma við vor, sumar og
haust. Það er reyndar haldin sérstakt
fagþing um jarðrækt í Danmörku
og því voru erindin í þessari mál-
stofu ekki nema 8 talsins, sem er
ekki mikið ef horft er til umfangs
þeirrar vinnu sem fram fer utan við
Hér má sjá bónda ræða við mjólkurgæðaráðgjafa frá SEGES um mjaltatæki.