Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
Fyrsti apríl er ekki bara dagur-
inn sem fer í að láta landann
hlaupa apríl eins og það er
víst kallað. Hluti landsmanna
er haldinn ólæknandi áhuga,
dellu, á fiskveiði. Loksins eftir
langan vetur er kominn tími á
að teygja úr sér, braka í öllum
liðamótum og dusta rykið af
veiðigræjunum.
Fyrsti apríl markar nefnilega
upphaf nýs stangveiðitímabils.
Fólk smeygir sér í vöðlurnar, fer
í öll föt sem til eru heimilinu,
raðar á sig mörgum kílóum af
veiðigræjum og hleypur apríl út í
næsta straumvatn í misgáfulegum
veðrum.
Fræðimönnum kemur að
mestu saman um að fyrstu heim-
ildir um fluguveiði komi frá
Rómverja einum sem uppi var á
annarri öld, þar lýsir hann aðferð-
um makedónskra veiðimanna við
ána Astraeus. Í þessum heimild-
um er talað um öngla sem veiði-
mennirnir höfðu vafið rauðri ull
utan um. Mögulega hafa þeir
verið að hnýta forföður rauðs
Frances, ef menn þekkja það.
Fyrir utan þetta var lítið skrif-
að um fluguveiðar allt þar til
bresk nunna gaf út bók í Bretlandi
árið 1496. Bókin innihélt leið-
beiningar um stangargerðir, línur,
smíði öngla og mismunandi gerð-
ir flugna. Árið 1613 var svo gefin
út bók eftir Breta að nafni John
Dennys og þar kom fyrst fram
hugtakið flugukast. Undir lok
þessarar aldar hannaði maður
að nafni Charles Kirby önglana
sem við þekkjum í dag.
Á 17. öld fór boltinn að rúlla
fyrir alvöru. Menn fóru að til-
einka sér og þróa aðferðir sem
höfðu komið fyrir í bókum 16.
aldar. Stangir fóru að þróast út
í það sem við þekkjum í dag.
Lykkjurnar á stönginni komu
fram sem gáfu mönnum aukna
stjórn á línunni og marghluta
stangir úr bambus komu fram um
miðja öld ásamt því sem fyrsta
nútíma fluguhjólið, sem kallað
er Nottingham-hjólið, var smíðað
í Bretlandi og varð mjög vinsælt
meðal breskra veiðimanna.
Seinni hluti 18. aldar var sér-
staklega ánægjulegur tími fyrir
veiðimenn. Búnaður var alltaf
að batna og ný efni voru notuð
í stangir sem gerði mönnum
kleift að kasta silkilínum í vindi
lengri vegalengdir en áður hafði
þekkst með línum úr hrosshárum.
Samhliða þessu varð fluguveiðin
að bransa og upp fóru að spretta
veiðibúðir sem seldu stangir,
flugur og fleira sem veiðimenn
bráðvantar til að stunda sportið.
Iðnbyltingin setti að sjálfsögðu
sitt mark á fluguveiðina og losaði
veiðimenn til dæmis við mikla
og tímafreka vinnu við vefnað á
sínum eigin flugulínum.
Eins og með margt annað var
fluguveiðin einungis á færi yfir-
stéttarfólks í langan tíma. Þetta
breyttist þegar vinnudagurinn
eins og við þekkjum hann í
dag var að taka á sig mynd og
milli- og lágstéttarfólk fór að
hafa frítíma. Lestarsamgöngur í
Bretlandi gerðu Englendingum
kleift að ferðast um og nýta frí-
tíma sinn til veiða, bæði í sjó og
ám. Á árunum eftir seinna stríð
komu svo fram á sjónarsviðið
ódýrar veiðistangir úr trefja plasti,
línur úr gerviefnum og annar
búnaður eins og við þekkjum
hann í dag.
Semsagt, fyrsti apríl loksins
kominn eftir langa bið. Allt sum-
arið fram undan og sá stóri situr
þarna úti og bíður eftir okkur.
Jóhannes Frímann
Halldórsson
Fluguveiði
STEKKUR
Skipulagsstofnun hefur lokið álits-
gerð vegna Vestfjarðavegar (60)
milli Bjarkalundar og Skálaness í
Reykhólahreppi samkvæmt lögum
nr. 106/2000. Þar eru jarðgöng í
gegnum Hjallaháls talin æskuleg-
ust með áframhaldandi vegi yfir
Ódrjúgsháls. Teigskógaleiðin er
talin síst vegna sérstöðu skógarins.
Skipulagsstofnun úrskurð-
aði um mat á umhverfisáhrifum
Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að
Eyri í Reykhólahreppi 28. febrú-
ar 2006. Þar kom ekkert annað til
greina varðandi vegalagningu um
vegi í Reykhólahreppi nema gamla
leiðin um Ódrjúgsháls og Hjallaháls.
Virðist Skipulagsstofnun enn ríg-
halda í þá afstöðu sína, nema hvað
nú er gefinn kostur á jarðgöngum í
gegnum Hjallaháls.
Í matsskýrslu Vegagerðarinnar
eru kynntir fimm kostir á lagningu
Vestfjarða vegar milli Bjarkalundar
og Skálaness um Þorskafjörð,
Djúpafjörð og Gufufjörð, leiðir A1,
D2, H1, I og Þ-H. Markmið fram-
kvæmdarinnar er að bæta samgöngur
um Vestfjarðaveg, tryggja öryggi og
stytta vegalengdir.
Samkvæmt matsskýrslu Vega-
gerðarinnar uppfylla allar skoðaðar
leiðir umferðaröryggiskröfur og eru
taldar hafa veruleg jákvæð áhrif á
samgöngur og umferðaröryggi.
Ef farið verður að ýtrustu
óskum Skipulagsstofnunar, þá
mun Ódrjúgsháls vera áfram inni
í myndinni, en hann er töluverð-
ur farartálmi, einkum á vetrum.
Vegagerðin hefur bent á að leiðin
út Þorskafjörð um Teigskóg sé mun
ódýrari kostur en jarðgöng og allur
vegurinn yrði á láglendi. Þá sé lík-
legra að af þeim framkvæmdum
geti orðið á næstu árum miðað við
reynslu af fjárveitingum til vega-
gerðar á þessu svæði.
Teigskógarleiðin helmingi ódýrari
Af þeim fimm kostum sem lagð-
ir eru fram í matsskýrslunni legg-
ur Vegagerðin til að nýr vegur
verði lagður samkvæmt leið Þ-H.
Það er með þverun innanverðs
Þorskafjarðar, um Teigskóg og
þaðan með þverun yfir Djúpafjörð
og Gufufjörð og áfram út í Melanes.
Það er jafnframt ódýrasti kosturinn
og er áætlaður kostnaður talinn
verða nærri 6,4 milljörðum króna.
Þessi leið er jafnframt 22,5 kíló-
metrum styttri en núverandi leið
yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls og
auk þess öll á láglendi.
Leiðin sem Skipulagsstofnun
leggur til að verði farin, leið H1
og áfram um Ódrjúgsháls, er talin
muni kosta tvöfalt meira, eða um 12
milljarða króna. Dýrust er þó metin
leið A1 sem er út allan Þorskafjörð
að austanverðu og með þverun úr
Reykjanesi yfir í Skálanes. Hún er
talin geta kostað um 12,5 milljarða
króna.
Möguleg leið úr Skálanesi yfir í
Reykjanes og þaðan áfram austur um
Berufjörð með hugsanlegri þverun
fjarðarins og inn á Vestfjarðaveg,
hefur greinilega verið slegin út af
borðinu. Engar kostnaðartölur hafa
heldur verið lagðar fram varðandi
þá leið.
Vegagerðin hefur gefið það út
að sótt verði um framkvæmdaleyfi
eftir rýni á áliti Skipulagsstofnunar.
Hreinn Haraldsson vegamála-
stjóri hefur ekki dregið dul á að
Vegagerðin telji Teigskógaleiðina
skynsamlegasta kostinn.
Vestfirðingar orðnir langþreyttir
á stöðunni
Ljóst er að Vestfirðingar eru
orðnir langþreyttir á togstreitu
um vegalagningu
um austanverða
Barðastrandarsýslu.
Er þetta mál búið að
vera í umræðunni í
meira en hálfa öld.
Lagning Djúpvegar
með tengingu yfir
Steingrímsfjarðarheiði
sló þessa umræðu út
af borðinu í fjölda ára.
Aukin umferð, m.a.
vegna uppbyggingar
fiskeldis á sunnan-
verðum Vestfjörðum
og stóraukins fjölda
ferðamanna hróp-
ar á endurnýjun
vegarins um Austur-
Barðastrandarsýslu.
Þá þykir mörgum til lítils að ráðast
í gerð Dýrafjarðarganga ef því fylgi
ekki nýr vegur yfir Dynjandisheiði
með tengingu bæði til Bíldudals og
yfir á Barðaströnd með endurbætt-
um vegi í Þorskafjörð.
Aðkallandi að ljúka tengingu til
austurs
Til að stytta vegalengdir á
Vestfjarðavegi við Breiðafjörð hafa
fram að þessu verið þveraðir þrír
firðir, þ.e. Gilsfjörður,
Kjálkafjörður og
Mjóifjörður og á
nokkrum köflum
hefur vegurinn
verið lagður í fjör-
unni á mörkum lands
og sjávar, t.d. við
Múlaklif í Kollafirði,
við botn Vattarfjarðar
og við Hörgsnes í
Vatnsfirði. Sú vega-
gerð nýtist illa á
meðan ekki er lokið
við veginn alla leið í
Þorskafjörð. Á þeim
kafla Vestfjarðavegar
sem hér er kynntur er
mögulegt að þrír firðir
í viðbót verði þverað-
ir, þ.e. Þorskafjörður, Djúpifjörður
og Gufufjörður. Við þær þveranir
er ekki hægt að rekja verulegar
breytingar á lífríki sjávar eða fjara
til þverananna samkvæmt skýrslu
Skipulagsstofnunar. /HKr.
Álitsgerð Skipulagsstofnunar um vegagerð í Austur-Barðastrandarsýslu liggur fyrir:
Jarðgöng gegnum Hjallaháls talin æskilegust
en Teigskógarleiðin yrði helmingi ódýrari
SAMGÖNGUMÁL
-
Mynd / HKr.