Bændablaðið - 06.04.2017, Síða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
Vísindamenn í Danmörku hafa
enduruppgötvað í nærri 130 millj-
óna króna verkefni (8 milljónir
dkr.) sáraeinfalda og ævaforna leið
Inúíta á Grænlandi til að geyma
orku. Telja þeir einfalt og ódýrt
að nýta hana við geymslu raforku
frá vindmyllum.
Vindmyllur snúast aðeins þegar
nægur vindur er til staðar. Þær geta
því líka verið að snúast og framleiða
raforku þegar ekki er þörf á allri
orkunni. Vísindamenn um allan heim
hafa því mikið brotið heilann yfir
hvernig hægt sé að geyma raforkuna
sem engin leið er að festa hendur á.
Nú kann lausnin loks að vera í sjón-
máli, og hún er afar einföld.
Að sækja vatnið yfir lækinn með
ærnum kostnaði
Öðru hvoru telja vísindamenn sig
vera að finna upp byltingarkennd-
ar aðferðir við ýmsa hluti sem eru
samt í raun svo sáraeinfaldar að
hver einasti óbreyttur borgari gæti
hafa gert það sama. Þannig var það
einmitt þegar danskir vísindamenn
lögðust yfir það verkefni hvernig ætti
að geyma afgangsraforku frá vind-
orkuverum sem ekki færi samstundis
til notkunar.
Einhverjir hefðu sjálfsagt talið
svarið við spurningunni milljón
dollara virði og vel það. Í raun kost-
aði svarið samt ekki neitt og lá fyrri
allan tímann. Verkefni sprenglærðu
vísindamannanna við að komast að
þessari niðurstöðu kostaði aftur á
móti sem svarar nærri 130 milljónum
íslenskra króna, að því er fram kemur
á vefsíðu technologist.eu.
Duttu niður á fornar aðferðir
Inúíta
Það voru vísindamenn í Risö
Campus við DTU-tækniháskólann
nærri Roskilde-firði í Danmörku
sem uppgötvuðu sér til furðu að
svarið við geymslu á orkunni frá
háþróuðum vindmyllum væri að
finna í ævafornum aðferðum Inúíta
á Grænlandi og víðar í Norður-
Ameríku við að geyma hitaorku.
Þeir lögðu einfaldlega steina í eld-
stæðin og fluttu þá svo glóandi heita
inn í tjöld sín og önnur híbýli til
að nýta hitann eftir að eldurinn var
slokknaður. Algengara var þó að
norðurslóðafólkið notaði svokallaða
Qulliq-lampa, sem eru selaolíu- eða
sápusteinslampar. Var þá skál höggv-
in í sápustein og lýsi sem fékkst úr
selspiki og hvölum, eða spikið sjálft
sett í steinskálina sem eldsneyti. Á
skálarbarminum var svo komið fyrir
kveik eða mörgum kveikum í röð
sem nærðust á orkunni frá spikinu
sem smám saman bráðnaði vegna
hitans frá steininum. Þetta var að
sjálfsögðu sprottið upp úr því að
ekkert var um trjágróður á þessum
norðlægu slóðum til að nota sem
brenni. Eða eins og máltækið segir;
neyðin kennir naktri konu að spinna.
Eldurinn í lampanum gaf síðan bæði
frá sér ljós og hitaði um leið stein-
inn sem geymdi í sér varmaorkuna
lengur en loginn brann.
Aðferðir Inúíta til að geyma
umframorku vindmyllanna
Vísindamennirnir telja sig geta
nýtt sömu aðferð við geymslu á
raforkunni frá vindmyllunum. Þá
er 60% af umfram raforkunni frá
vindmyllunum utan álagstíma breytt
í hitaorku með gamaldags hitablásur-
um til að hita grjót í sérstökum
geymslutönkum. Einungis er reiknað
með að hitatapið í þessum grjóttönk-
um sé 1%. Hitinn úr grjóttönkun-
um er síðan nýttur áfram ýmist til
að framleiða raforku með gufuafli
þegar þörf er á eða í fjarvarmaveitur
til húshitunar. Restin af raforkunni
frá vindmyllunum (40%) fer síðan
beint inn á samtengda orkukerfið.
Talið er að hægt sé að ná allt að
600 gráðu hita í miklum grjótmassa
í slíkum geymslum eða tönkum.
Heita steinana má síðan nýta til að
hita vatn og búa til gufu til að knýja
gufuhverfla sem snúa rafölum og
framleiða þannig rafmagn þegar á
þarf að halda. Meðal annars þegar
enginn vindur blæs til að snúa vind-
myllunum. Þessi aðferð að nota
heita steina til að framleiða gufu fyrir
túrbínur er síður en svo ný tækni.
Leita oft flókinna leiða í stað
gamalla lausna
Allan Schrøder Pedersen hjá DTU
Energy segir að oft einblíni vísinda-
menn um of á nýja og flókna tækni
þar sem gamlar aðferðir þyki ekki
nógu merkilegar til að rannsaka.
Miklum kröftum hafi t.d. verið eytt
í að finna upp aðferðir til að geyma
orku með rafgeymum, með efna-
fræðilegum hætti og í framleiðslu á
svokölluðum grænum orkusellum.
Munurinn á öllum þessum
aðferðum og að geyma orku í
steinum sé hvað grjót sé ódýrt.
Þá sé búið að þrautreyna þessa
aðferð í það minnsta allt síðan
Inúítar stigu fæti á Grænland og
Alaska fyrir þúsundum ára. /HKr.
Alríkisdómari í Kentucky í
Bandaríkjunum vísaði fyrir
skömmu frá dómi kæru á hendur
landeiganda fyrir að skjóta niður
fjarstýrt flygildi eða „dróna“ yfir
landareign sinni.
Dómurinn hefur vakið athygli
vegna sérstöðu sinnar og varpar
jafnframt upp spurningu um hvort
drónar geti í raun verið „réttdræp-
ir“ í óleyfilegu flugi yfir einka-
landi.
Drónabani ný starfsgrein?
Það var landeigandinn William
Meredith sem skaut flygildið niður,
en sjálfur kallar hann sig drónabana
(Drone hunter). Þarna virðist vera
komin fram ný starfsgrein líkt og
tófuskyttur á Íslandi.
David Boggs, sem fjarstýrði
drónanum sem metinn var á 1.500
dollara, taldi sig hins vegar í full-
um rétti samkvæmt reglum banda-
ríska loftferðaeftirlitsins (Federal
Aviation Administration – FAA).
Hann hefði fullt leyfi til að fljúga
samkvæmt reglum í bandarískri
lofthelgi og væri því ekki að fara
yfir land í óleyfi.
Landeigandi á loftrýmið
upp í 25 metra hæð
Dómarinn vísaði aftur á móti til
þess að árið 1946 hafi hæstiréttur
Bandaríkjanna kveðið upp úr með
það að eignarréttur manna á landi
næði líka til loftrýmis yfir eigninni
upp í allt að 83 fet hæð, eða 25,7
metra. Þá væri alríkisdómstóll ekki
heldur hæfur til að taka slíkt mál að
sér þar sem FAA hafi ekki gefið út
neinar reglur sem skilgreindu hvenær
um væri að ræða óleyfilegt dróna-
flug. Þá væri FAA ekki heldur aðili
að málinu. Benti dómari kæranda á
að réttur vettvangur fyrir slíkt mál
væri ríkisdómstóll í Kentucky og þá
undir sérstakri löggjöf um ólöglega
för um eignarland eða „trespassing“.
Ekki kom fram í fréttinni hvort
drónaeigandinn hygðist áfrýja
úrskurði dómarans en þar var sagt
að líklega myndi drónaeigandinn
forðast flug yfir landi drónabanans
á næstunni. /HKr.
Alríkisdómur í Kentucky í Bandaríkjunum:
Máli gegn„drónabana“
vísað frá dómi
TÆKNI&VÍSINDI
Landaeigandi í Bandaríkjunum sem
kallar sig „drónabana,” skaut niður
lögsóttur án árangurs.
fylltur er með steinum. Mynd / technologist.eu
Danskir vísindamenn duttu niður á eldgamla lausn á knýjandi vanda:
Orka frá vindmyllum geymd með
ævafornum aðferðum Inúíta
Tölvubúnaður farinn að pirra bandaríska bændur:
Hakka sig inn í tölvukerfin til
að gera við dráttarvélarnar
Tölvutæknin í dráttarvélum
getur greinilega bæði verið bless-
un og bölvun. Allavega hugsa
bandarískir bændur sumum
dráttarvélaframleiðendum þegj-
andi þörfina fyrir að vera með
læstan aðgang að tölvukerfi vél-
anna þegar eitthvað bilar.
Greint var frá því á CNET í
síðustu viku að dráttarvélarfram-
leiðandinn John Deere hafi staðið
í stappi við bændur að undanförnu
sem hafa hakkað sig inn í tölvukerfi
véla fyrirtækisins til að þurfa ekki
að leita til sérhæfðra viðgerðar-
manna John Deere. Fyrirtækið
hefur einkaleyfisvarinn rétt sem
segir að einungis umboðsmenn
John Deere og viðurkennd verk-
stæði megi framkvæma viðgerðir
á vélunum. Er það stutt lögum um
einkaleyfi.
Bændur reyna að virkja lagarétt
sem heimilar viðgerðir
Fljótt á litið virðist þetta fyrir-
komulag vera mjög gott þar sem
eigendum vélanna er þá tryggð
viðgerð sem gerð er af fagmönn-
um. Samkvæmt ummælum bænda
er þetta þó ekki alveg svo einfalt.
John Deere hafi rukkað svimandi
háar upphæðir fyrir þjónustuna auk
þess sem fagmennirnir hafi ekkert
verið að flýta sér að mæta á svæðið
þegar vélar biluðu. Þá séu klásúlur
í samningum, sem bændur undir-
gangast við kaup á vélunum, að þeir
geti ekki lögsótt Jogn Deere vegna
tekjumissis, tapaðrar uppskeru eða
annars ef vél bilar. Vegna þessa hafa
bændur gripið til þess ráðs að fá
tölvuhakkara til að komast fram-
hjá læsingum í tölvukerfi vélanna
svo hægt sé að gera við þær án
aðstoðar sérfræðinga John Deere.
Þá hafa þeir reynt að virkja lög um
rétt manna til að mega lagfæra sín
tæki. Það gæti þvingað framleið-
endur til að opna utanaðkomandi
viðgerðarmönnum óheft aðgengi
hvort sem um er að ræða traktor,
bíl eða síma.
Bílaiðnaðurinn í svipuðum
málum
Mál af þessum toga eru ekki bara
bundin við landbúnaðartæki.
Rétturinn til að mega gera við hefur
verið heitt mál í bílaiðnaðinum, sér-
lega í kjölfar sívaxandi tölvuvæð-
ingar í bílum. Lengst hefur verið
tekist á í Bandaríkjunum um brot
á því sem kallað er einkaleyfislög
stafræna árþúsundsins, eða „Digital
Millennium Copyright Act“. Seint
á árinu 2016 var sett undanþága
við þessum lögum sem gengur út á
að þú megir eiga við stýringar eða
skynjara í bílum svo framarlega að
það brjóti ekki í bága við mengunar-
reglur. Þekkt er t.d. hérlendis að bil-
aðir skynjaravæddir hvafakútar séu
teknir úr bílum og hefðbundnir og
margfalt ódýrari hljóðkútar settir í
staðinn.
John Deere segir þjónustu
tryggða
John Deere hefur svarað öllum ásök-
unum með því að ríkjandi fyrirkomu-
lag tryggi kaupendum aðgang að
þjálfuðum tæknimönnum og viður-
kenndum varahlutum. Þá séu flest
nýjustu landbúnaðartækin þannig
útbúin að stjórnandi tækjanna geti
veitt umboðsaðila aðgang að vélinni
í gegnum síma. Þannig sé hægt að
bilanagreina tækið úr fjarlægð til
að meta hvort þörf sé á að kalla út
viðgerðarmann. Einnig sé auðvelt
að nálgast varahluti og þjónustu hjá
umboðsmönnum. /HKr
Deere sem öðrum framleiðendum.