Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
Aðalfundur Landssambands kúabænda:
Staðinn verði vörður um bann við innflutningi
á hráu og ófrosnu kjöti
Þessa dagana er verið að safna
tilnefningum til norrænu
matarverðlaunanna Emblu.
Skráningarfrestur er til 17. apríl.
Verðlaununum er
ætlað að upphefja
allt það sem
norrænt er í
mat og matar-
menningu. Það
eru bændasam-
tök á Norður-
löndunum í sam-
vinnu við Norrænu ráðherranefndina
sem veita verðlaunin við hátíðlega
athöfn í Kaupmannahöfn síðsumars.
Á vefsíðunni emblafoodaward.
com er tekið við tilnefningum í sjö
flokka sem eru:
• Matvælaiðnaðarmaður
Norðurlanda 2017
• Hráefnisframleiðandi
Norðurlanda 2017
• Norðurlandaverðlaun fyrir
mat fyrir marga 2017
• Matarblaðamaður
Norðurlanda 2017
• Mataráfangastaður
Norðurlanda 2017
• Matvælafrumkvöðull
Norðurlanda 2017
• Norðurlandaverðlaun fyrir
mat fyrir börn og ungmenni
2017.
Hægt er að skrá þátttakendur í
Emblu til hádegis þann 17. apríl
2017. Skráningareyðublöð fyrir
flokkana sjö (á íslensku) er að finna
á www.emblafoodaward.com, en
þar má einnig fræðast betur um
verðlaunin og tilurð þeirra.
Aðalfundur Landssambands kúa-
bænda samþykkti tillögu þar sem
þess er krafist að Alþingi standi
vörð um bann við innflutningi á
hráu og ófrosnu kjöti, sem kveðið
er á um í 10. gr. laga um dýra-
sjúkdóma og varnir gegn þeim
nr. 25/1993.
Þá segir að innflutningi á hráu
kjöti fylgi bæði aukin hætta á mat-
arsýkingum og verulega aukin hætta
á sýkingum af völdum lyfjaónæm-
um bakteríum, auk hættu á að nýir
búfjársjúkdómar nái fótfestu hér-
lendis.
Um árabil hefur innflutning-
ur verið bannaður á hráu, ófrosnu
kjöti, en nú sýnist tvísýnt um það
bann, bæði vegna alþjóðlegra skuld-
bindinga og vegna þrýstings frá þeim
sem telja sig hafa hag af auknum
innflutningi búvara.
Góður árangur hér á landi í
baráttu gegn sjúkdómum
Í greinargerð með tillögunni segir
að góður árangur hafi náðst hér á
landi í baráttu gegn sjúkdómum
sem borist geta með hráu, ófrosnu
kjöti, s.s. salmonellu- og kamfýló-
baktersýkingum, sem breytast
með innflutningi á fersku kjöti,
en frysting veikir mjög smitefni
í kjöti. Meiru varði þó að mjög
strangar reglur gildi um notkun
fúkkalyfja í landbúnaði hér og
notkun þeirra ein sú minnsta sem
þekkist í heiminum. Það endur-
speglist í lágri tíðni sýkinga með
fúkkalyfjaónæmun sýklum, en
slíkar sýkingar eru taldar mikil
ógn við lýðheilsu á komandi árum.
Loks er í greinargerðinni minnt á
að búfjársjúkdómar geta hæglega
borist með innfluttu fersku kjöti
en vegna langvarandi einangrunar
íslenskra búfjárstofna eru þeir afar
berskjaldaðir gagnvart framandi
smitefnum.
„Því er svo við að bæta að oft
er mjög erfitt að greina uppruna-
land innfluttra matvæla og þar með
átta sig á við hvaða aðstæður fram-
leiðslan fer fram. Með innflutningi
á fersku kjöti er því bæði verið að
tefla í nokkra tvísýnu lýðheilsu
þjóðarinnar og taka áhættu varð-
andi heilbrigði búfjárstofna,“ segir
í ályktun frá aðalfundi LK. /MÞÞ
Embla 2017
Álag á ferðamannastaði hefur
aukist mjög samfara sprengingu
í heimsóknum erlendra ferða-
manna til Íslands og er ekkert
lát á.
Umhverfisstofnun hefur víðtækt
verndunarhlutverk þegar kemur
að náttúru Íslands og þá einkum
er varðar friðlýst svæði. Á vefsíðu
stofnunarinnar eru raktar nokkrar
tölur um áætlaðan fjölda á ýmsa
viðkomustaði hér á landi og álag af
mannavöldum.
Ferðamálastofa áætlar út frá
svörum úr ferðavenjukönnun
erlendra gesta að sumarið 2016
hafi fjöldi erlendra ferðamanna um
Keflavíkurflugvöll verið 664.113
talsins. Í könnun Ferðamálastofu,
svo eitt dæmi sé nefnt, sögðust
71,2% aðspurðra hafa heimsótt
Suðurland. Má því gróflega áætla að
tæplega 473 þúsund þeirra erlendu
ferðamanna sem til landsins komu
hafi heimsótt landshlutann.
Með sömu aðferð heimsótti
nálega annar hver erlendur ferða-
maður Norðurland sumarið 2016,
eða 333.400 gestir. Tæplega tvöfalt
fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu
Reykjavík. Alls 95,6% allra erlendra
ferðamanna höfðu viðdvöl í höfuð-
borginni sumarið 2016, alls um um
635.000 erlendir gestir.
Svo nokkrir vinsælir viðkomu-
staðir séu valdir af handahófi út frá
tölum Ferðamálastofu má áætla að
23,4% erlendra gesta hafi sumarið
2016 sótt Bláa lónið, eða 155.400
manns.
Um 40% heimsóttu Ásbyrgi-
Dettifoss, 62,6% erlendra gesta
sóttu Geysi-Gullfoss heim sumarið
2016, eða hvorki fleiri né færri en
415.700 manns. Eru þá íslenskir
gestir ónefndir. /MÞÞ
Stóraukið álag á
náttúruperlur
Aðalfundur Landssambands landeigenda:
Löggjafinn verður strax að setja skorður við uppkaupum
útlendinga á heilu byggðarlögunum á Íslandi
Örn Bergsson, formaður
Landssambands landeigenda
(LLÍ), var ómyrkur í máli gagnvart
mögulegum uppkaupum erlendra
einstaklinga eða fyrirtækja á fjölda
jarða í sveitum landsins á nýlegum
aðalfundi samtakanna í Reykjavík.
Örn sagði meðal annars í skýrslu
sinni til félagsmanna á fundinum:
„Kaup breska auðjöfursins á
Grímsstöðum og nokkrum jörðum
í Vopnafirði, þar sem hann að auki
falast eftir hálfri sveit í Þistilfirði,
vekur mig til umhugsunar. Er þetta
það sem við viljum, erum við tilbún-
ir að selja landið? Heilu sveitirnar til
erlendra auðjöfra? Leggja þær þess
vegna í eyði? Eða að við verðum
leiguliðar í eigin landi?“
Þarf að setja skorður
„Erlendir aðilar hafa gegnum árin
fjárfest í jörðum og reist myndar-
lega hestabúgarða hér á landi. Það
hefur verið bara jákvætt, ég geri enga
athugasemd við það, en að auðjöfrar
fari að kaupa upp heilar sveitir til að
drottna yfir þeim og þá sérstaklega
veiðihlunnindum hlýtur að vekja
mann til umhugsunar. Ég tel að þarna
þurfi að setja skorður við áður en
stefnir í óefni.
Búseta og atvinna í sveitum
landsins hlýtur í framtíðinni sem
hingað til að byggja á því að bændur
eigi ábúðarjarðir sínar. Verði sveit-
irnar keyptar af erlendum auðmönn-
um munu þær eyðast til lengri tíma
litið. Fram hjá þessu verður ekki
litið og þótt skiptar skoðanir kunni
að vera innan okkar samtaka um
hvernig skuli bregðast við má öllum
vera ljóst að höfðinu verður ekki
stungið í sandinn. Hjáseta er ein-
faldlega ekki í boði.”
Uppkaup munu eyða sveitunum
Við verðum að horfast í augu við þá
staðreynd að uppkaup jarða í sveit-
um mun til lengri tíma eyða þeim.
Það er almennt viðurkennt að það
sé óaðskiljanlegur hluti sjálfstæðis
ríkis að eignarréttur á landi og auð-
lindum hvíli almennt hjá þegnum
þess.“
Stjórnvöld bregðist strax við
hættunni
Örn sagði í samtali við Bændablaðið
að loknum fundinum að afar brýnt
væri að knýja stjórnvöld til að
bregðast strax við hættunni á að
heilu og hálfu byggðarlögin yrðu í
eigu útlenskra auðmanna sem gætu
farið sínu fram án þess að landsmenn
gætu rönd við reist. Þetta ætti ekki
einungis við um búskap og veiði-
réttindin heldur væri mun meira
í húfi, til að mynda vatnsréttindi,
aðgangur að ferðamannastöðum,
uppgræðsla og vernd náttúrunnar,
svo fátt eitt væri nefnt.
Vísaði Örn meðal annars til for-
dæmis Dana í þessu efni, sem sett
hefðu ríkar skorður við eignarhaldi
útlendinga á jarðnæði í Danmörku.
Engan tíma mætti missa, eins og
Vopnafjarðarmálið sýndi, yfirvöld
yrðu strax að taka málið föstum
tökum í samráði við hlutaðeigandi
aðila. /HP
FRÉTTIR
Arnar Árnason, formaður stjórnar Landssambands kúabænda. Mynd / MÞÞ
Örn Bergsson varar við uppkaupum erlendra einstaklinga og fyrirtækja á
jöðrum í sveitum landsins. Mynd / HKr.
Þingsályktunartillaga um landakaupamál lögð fram í fjórða sinn á sex árum:
Endurskoðun á lagaumhverfi varðandi uppkaup á landi
Þingsályktunartillaga um endur-
skoðun á lagaumhverfi er varðar
uppkaup á landi var lögð fram á
Alþingi 20. mars síðastliðinn.
Er þetta í fjórða skiptið á síð-
ustu sex löggjafar þingum sem málið
er lagt fram í
óbreyttri mynd
og í greinar-
gerð með henni
kemur fram
að tilefnið sé
enn hið sama;
að enn kaupi
erlendir auð-
menn mikilvægar landareignir á
Íslandi.
Flutningsmenn eru Svandís
Svavarsdóttir, Lilja Rafney Magnús-
dóttir, Steingrímur J. Sigfússon,
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og
Ari Trausti Guðmundsson.
Komið í veg fyrir uppkaup
erlendra aðila á landi
Í þingsályktunartillögunni er gert
ráð fyrir að ríkisstjórninni verðið
falið að láta endurskoða lög og
reglugerðir er varða uppkaup á
bújörðum og öðru nytjalandi, svo
og óbyggðum. Markmið með endur-
skoðuninni verði meðal annars:
a. Að setja skýrar reglur sem miði
að því að koma í veg fyrir upp-
kaup erlendra aðila, sem ekki
hafa hér lögheimili og fasta
búsetu, á landi;
b. Að huga að almennum við-
miðum, svo sem landstærð,
nýtingu landgæða og fjölda
landareigna sem heimilt er að
sé á hendi eins og sama aðila;
c. að horfa til umhverfissjónarmiða
og ákvæða um almannarétt í
allri lagaumgjörð og taka þar
m.a. mið af sérstökum aðstæð-
um varðandi landbúnaðarland,
óbyggðir og náttúruauðlindir
(svo sem vatn og jarðhita);
d. að tryggja samræmi í réttar-
heimildum.
Ekki skipað í starfshóp
Gunnars Braga
Eitt af síðustu embættisverk-
um Gunnars Braga Sveinssonar,
fyrrverandi sjávarútvegs- og
landbúnaðar ráðherra, var að stofna
þriggja manna starfshóp til að leggja
mat á það hvaða takmarkanir komi
helst til greina til að viðhalda rækt-
anlegu landbúnaðarlandi og búsetu í
sveitum landsins. Kom það í kjölfar
áralangrar umræðu í þjóðfélaginu
um kaup erlendra aðila á bújörðum
á Íslandi.
Hópnum var ætlað að skoða
þær takmarkanir sem er að finna í
löggjöf nágrannalanda Íslands eins
og Noregs, Danmörku og Möltu og
rúmast innan EES-samningsins.
Bændasamtök Íslands tilnefndu
Einar Ófeig Björnsson sem sinn
fulltrúa í hópinn. Hann segir að
það hafi enn ekki verið formlega
skipað í hópinn. Gert var ráð fyrir
að hópurinn skilaði tillögum sínum
í júní 2017 í síðasta lagi. /smh
Goðafoss. Mynd / HKr.